Íslensk raftónlistarveisla á Paloma Tinni Sveinsson skrifar 1. desember 2017 17:30 Oculus flytur nýtt efni á Paloma á morgun og sér um tónleikaröð þar sem íslensk raftónlist er í aðalhlutverki. Tónlistarmaðurinn Oculus mun á næstu mánuðum standa fyrir nýrri tónleikaseríu á skemmtistaðnum Paloma. Lifandi íslensk dans- og raftónlist verður höfð í fyrirrúmi og verður staðurinn fylltur af trommuheilum og hljóðgervlum. Fyrsta kvöldið verður laugardaginn 2.desember. Þá fær Oculus til liðs við sig frábæran hóp af tónlistarmönnum en auk hans koma fram Púlsvídd, Orang Volante og Kraftgalli. Oculus ætlar að trylla lýðinn með frumflutningi á nýju og óútgefnu efni en hann hefur að undanförnu unnið hörðum höndum í hljóðverinu að nýrri útgáfu. Tvíeykið Púlsvídd skipa listamennirnir Xylic og Daveeth. Hljómsveitin er þekkt fyrir seiðandi „acid“ tóna og heldur upp á eins árs afmæli sitt á laugardag. Orang Volante nýtir áralanga reynslu sína fyrir dansgólfið og fangar eyru sem fætur með taktfastri hús- og teknótónlist. Svo er það Kraftgalli en það er nýtt verkefni Arnljóts Sigurðssonar úr Ojbarasta sem á dögunum gaf út sitt fyrsta lag, Halló Fokking Húrra. Lagið kom út á safnskífu hjá þýska plötufyrirtækinu HFN Music. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu tónleikanna. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Oculus mun á næstu mánuðum standa fyrir nýrri tónleikaseríu á skemmtistaðnum Paloma. Lifandi íslensk dans- og raftónlist verður höfð í fyrirrúmi og verður staðurinn fylltur af trommuheilum og hljóðgervlum. Fyrsta kvöldið verður laugardaginn 2.desember. Þá fær Oculus til liðs við sig frábæran hóp af tónlistarmönnum en auk hans koma fram Púlsvídd, Orang Volante og Kraftgalli. Oculus ætlar að trylla lýðinn með frumflutningi á nýju og óútgefnu efni en hann hefur að undanförnu unnið hörðum höndum í hljóðverinu að nýrri útgáfu. Tvíeykið Púlsvídd skipa listamennirnir Xylic og Daveeth. Hljómsveitin er þekkt fyrir seiðandi „acid“ tóna og heldur upp á eins árs afmæli sitt á laugardag. Orang Volante nýtir áralanga reynslu sína fyrir dansgólfið og fangar eyru sem fætur með taktfastri hús- og teknótónlist. Svo er það Kraftgalli en það er nýtt verkefni Arnljóts Sigurðssonar úr Ojbarasta sem á dögunum gaf út sitt fyrsta lag, Halló Fokking Húrra. Lagið kom út á safnskífu hjá þýska plötufyrirtækinu HFN Music. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu tónleikanna.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira