Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 16:29 Karl Steinar Valsson frá Europol og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundinum í dag. vísir/ernir Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa búið á Íslandi um töluverða hríð en eru allir vel þekktir lögregluyfirvöldum í Póllandi og hafa einhverjir þeirra verið dæmdir í fangelsi þar. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi lögregluyfirvalda hér á landi, pólsku lögreglunnar, tollstjóra, Europol og Eurojust sem nú fer fram í Rúgbrauðsgerðinni. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og á rannsóknartímanum hafa yfirvöld hér á landi lagt hald á amfetamínbasa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá var einnig lagt hald á MDMA sem hægt væri að framleiða 26 þúsund e-töflur úr. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.Hald lagt á peninga og eignir að virði allt að 200 milljónir króna Lagt var hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við aðgerðirnar sem Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, segir að séu samtals að virði allt að 200 milljónir íslenskra króna. Málið er gríðarlega umfangsmikið og snýst ekki aðeins um innflutning og framleiðslu fíkniefna heldur einnig um fjársvik og peningaþvætti. Ekki var hægt að fara nánar út í það á fundinum um hvað svikastarfsemin snýst. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn.Uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnumFram kemur í tilkynningu á vef Europol að átta manns hafi verið handteknir í tengslum við málið og farið var í húsleitir á 30 stöðum. Fíkniefni voru gerð upptæk sem og peningar og aðrar eignir fyrir samtals 1,8 milljónir evra sem samsvarar um 225 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Miðað við það sem fram kom í máli Karls Steinars og Gríms í dag hefur því mest af peningunum og eignunum verið haldlagt hér á landi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að upphaf samstarfs íslenskra lögregluyfirvalda við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld megi rekja til fundar lögreglustjóra og tollstjóra með Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóra Póllands, haustið 2016. Fundurinn var að undirlagi Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og fór fram á fundi lögreglustjóra Europol. Fram kom í máli Bracha á fundinum að aðalskipuleggjendur hinnar ætluðu skipulögðu brotastarfsemi væru Pólverjar. Með aðgerðunum nú væri verið að uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnum hér á landi en líka í Hollandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Blaðamannafund lögreglunnar má sjá hér að neðan.
Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa búið á Íslandi um töluverða hríð en eru allir vel þekktir lögregluyfirvöldum í Póllandi og hafa einhverjir þeirra verið dæmdir í fangelsi þar. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi lögregluyfirvalda hér á landi, pólsku lögreglunnar, tollstjóra, Europol og Eurojust sem nú fer fram í Rúgbrauðsgerðinni. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og á rannsóknartímanum hafa yfirvöld hér á landi lagt hald á amfetamínbasa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá var einnig lagt hald á MDMA sem hægt væri að framleiða 26 þúsund e-töflur úr. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.Hald lagt á peninga og eignir að virði allt að 200 milljónir króna Lagt var hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við aðgerðirnar sem Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, segir að séu samtals að virði allt að 200 milljónir íslenskra króna. Málið er gríðarlega umfangsmikið og snýst ekki aðeins um innflutning og framleiðslu fíkniefna heldur einnig um fjársvik og peningaþvætti. Ekki var hægt að fara nánar út í það á fundinum um hvað svikastarfsemin snýst. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn.Uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnumFram kemur í tilkynningu á vef Europol að átta manns hafi verið handteknir í tengslum við málið og farið var í húsleitir á 30 stöðum. Fíkniefni voru gerð upptæk sem og peningar og aðrar eignir fyrir samtals 1,8 milljónir evra sem samsvarar um 225 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Miðað við það sem fram kom í máli Karls Steinars og Gríms í dag hefur því mest af peningunum og eignunum verið haldlagt hér á landi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að upphaf samstarfs íslenskra lögregluyfirvalda við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld megi rekja til fundar lögreglustjóra og tollstjóra með Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóra Póllands, haustið 2016. Fundurinn var að undirlagi Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og fór fram á fundi lögreglustjóra Europol. Fram kom í máli Bracha á fundinum að aðalskipuleggjendur hinnar ætluðu skipulögðu brotastarfsemi væru Pólverjar. Með aðgerðunum nú væri verið að uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnum hér á landi en líka í Hollandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Blaðamannafund lögreglunnar má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur lögreglu Lögreglan og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16. 18. desember 2017 14:14 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur lögreglu Lögreglan og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16. 18. desember 2017 14:14