Íbúar hvetja bæinn í vegadeilu Garðbæinga og Hafnfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Vegurinn umdeildi hefur tryggt Hafnfirðingum við Heiðvang styttri leið í gegn um Garðabæ. Vísir/eyþór Íbúar í Prýðishverfi í Garðabæ hvetja bæjaryfirvöld til dáða í deilum við nágranna sína Hafnarfjarðarmegin við gamla Álftanesveginn sem kært hafa ákvörðun um lokun vegarins. Hjón sem búa við Heiðvang í Hafnarfirði kærðu Garðabæ vegna áformanna um að loka vegtengingu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 20. nóvember telja hjónin breytinguna verulega íþyngjandi fyrir íbúa hverfis síns. „Þetta veldur því að umferð um hverfi kæranda verður þyngri og erfiðari þar sem lokað er á mikilvæga tengingu milli samfélaga,“ segir í kæru hjónanna.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, á að annast deilumál um lokun Hafnarfjarðartengingar gamla Álftanesvegarins.vísir/anton brinkBæjaryfirvöld í Hafnarfirði styðja málstað hjónanna við Heiðvang en bæjaryfirvöldum í Garðabæ hefur hins vegar borist áskorun með undirskriftum 56 Garðbæinga sem búa í Prýðishverfi. „Viljum við undirritaðir fasteignaeigendur og íbúar við gamla Álftanesveginn skora á bæjarstjórn að hvika hvergi frá samþykktum um lokun vegarins,“ segir í bréfi Prýðishverfinga. Segja þeir að styr hafi staðið um veginn út á Álftanes um árabil en ágreiningslaust hafi verið að vegurinn væri stórhættulegur þar sem hann var. „Hinn gamli Álftanesvegur stendur enn óbreyttur og er enn þá stórhættulegur vegna mikillar umferðar og hraðaksturs. Er þar fyrst og fremst um að kenna mikilli umferð um veginn til Hafnarfjarðar. Af þessu skapast stórhætta, ekki aðeins fyrir börn að leik í hverfinu heldur einnig fyrir gangandi vegfarendur og aðra umferð, en sjö íbúagötur tengjast veginum,“ segir í áskorunarbréfinu. Taka íbúarnir 56 fram að þeir hafi reist eða keypt hús á þeirri forsendu að gildandi skipulag og deiliskipulagstillögur stæðust, þar með talið að gamli Álftanesvegurinn yrði lokaður til vesturs. „Um leið og við skorum á bæjaryfirvöld að fylgja eftir skuldbindingum Garðabæjar og gildandi skipulagi viljum við krefjast þess að veginum verði lokað hið fyrsta,“ segir í áskorun Garðbæinga. Bæjarráð fól Gunnari Einarssyni bæjarstjóra meðferð hvatningarbréfsins en kæra hjónanna í Heiðvangi er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Íbúar í Prýðishverfi í Garðabæ hvetja bæjaryfirvöld til dáða í deilum við nágranna sína Hafnarfjarðarmegin við gamla Álftanesveginn sem kært hafa ákvörðun um lokun vegarins. Hjón sem búa við Heiðvang í Hafnarfirði kærðu Garðabæ vegna áformanna um að loka vegtengingu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 20. nóvember telja hjónin breytinguna verulega íþyngjandi fyrir íbúa hverfis síns. „Þetta veldur því að umferð um hverfi kæranda verður þyngri og erfiðari þar sem lokað er á mikilvæga tengingu milli samfélaga,“ segir í kæru hjónanna.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, á að annast deilumál um lokun Hafnarfjarðartengingar gamla Álftanesvegarins.vísir/anton brinkBæjaryfirvöld í Hafnarfirði styðja málstað hjónanna við Heiðvang en bæjaryfirvöldum í Garðabæ hefur hins vegar borist áskorun með undirskriftum 56 Garðbæinga sem búa í Prýðishverfi. „Viljum við undirritaðir fasteignaeigendur og íbúar við gamla Álftanesveginn skora á bæjarstjórn að hvika hvergi frá samþykktum um lokun vegarins,“ segir í bréfi Prýðishverfinga. Segja þeir að styr hafi staðið um veginn út á Álftanes um árabil en ágreiningslaust hafi verið að vegurinn væri stórhættulegur þar sem hann var. „Hinn gamli Álftanesvegur stendur enn óbreyttur og er enn þá stórhættulegur vegna mikillar umferðar og hraðaksturs. Er þar fyrst og fremst um að kenna mikilli umferð um veginn til Hafnarfjarðar. Af þessu skapast stórhætta, ekki aðeins fyrir börn að leik í hverfinu heldur einnig fyrir gangandi vegfarendur og aðra umferð, en sjö íbúagötur tengjast veginum,“ segir í áskorunarbréfinu. Taka íbúarnir 56 fram að þeir hafi reist eða keypt hús á þeirri forsendu að gildandi skipulag og deiliskipulagstillögur stæðust, þar með talið að gamli Álftanesvegurinn yrði lokaður til vesturs. „Um leið og við skorum á bæjaryfirvöld að fylgja eftir skuldbindingum Garðabæjar og gildandi skipulagi viljum við krefjast þess að veginum verði lokað hið fyrsta,“ segir í áskorun Garðbæinga. Bæjarráð fól Gunnari Einarssyni bæjarstjóra meðferð hvatningarbréfsins en kæra hjónanna í Heiðvangi er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira