Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 20:36 Halldóra Mogensen Vísir/Hanna Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. Hún segir lykilatriði í styrkingu lýðræðisins að tryggja lagaumhverfi sem geri fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum og að traust á stjórnmálum og Alþingi felist í bættum vinnubrögðum og ferlum sem tryggið aðkomu almennings. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Halldóru í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Halldóra sagði meðal annars að hún væri sammála Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að fátækt eigi ekki að vera til staðar í jafn ríku samfélagi og við búum í. „Það þarf væntanlega ekki að undirstrika það fyrir neinum hér inni hversu mikilvægt það er fyrir framtíð okkar allra að tryggja hag barna og sjá til þess að þau njóti þeirra tækifæra til að dafna sem þau eiga undantekninga- og skilyrðislaust rétt á,“ sagði Halldóra. „En það er mikilvægt að hafa í huga að fátækt barna er bein afleiðing fátæktar foreldra. Það er óumflýjanleg staðreynd málsins, því það er einn og sami hluturinn. Það er ólíðandi að fólk hafi ekki aðgang að hollum og næringarríkum mat til að sefa hungrið, þaki yfir höfuðið og fötum sem bæði eru í passlegri stærð og hæfa árstíðinni. Margir taka þessum hlutum sem sjálfsögðum en fyrir allt of marga er þetta lúxus. Og það er rétt hjá hæstvirtum forsætisráðherra, við erum rík þjóð og slíkt á ekki að þurfa að viðgangast. Það, kæru þingmenn, er á okkar ábyrgð.“Muni missa marks við að byggja upp traust Þá nefndi Halldóra einnig orð Katrínar um málamiðlanir sem feli í sér að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. „Gott og vel, en hverjir voru minni hagsmunirnir sem þurfti að fórna? Var það kannski stjórnarskráin, þar sem á að reyna að skapa samstöðu um ferli? Auðlindir í almannaeign? Að þjóðin geti krafist atkvæðagreiðslna? Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafans? Fjölmiðlafrelsi? Að þjóðin sé laus við sérhagsmuni og spillingu?“ sagði Halldóra. „Ég hef áhyggjur af því að með því að leiða flokk til valda sem hefur síendurtekið staðið gegn lýðræðisumbótum og verið staðin að því að misnota vald sitt hafi Vinstri hreyfingin grænt framboð vanmetið hvað er þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma. Og muni algjörlega missa marks þegar kemur að því að byggja upp traust á stjórnmálum og Alþingi og að styrkja lýðræðið á Íslandi.“Lykilatriði að fjölmiðlar geti miðlað upplýsingum Halldóra segir að lykilatriði í styrkingu lýðræðisins sé að tryggja lagaumhverfi sem gerir fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar í pólitísku samhengi og eigi erindi til almennings. „Það þýðir að ekki sé hægt að setja lögbann á fjölmiðil þegar hann miðlar upplýsingum sem koma sér illa fyrir stjórnmálaflokk korter fyrir kosningar,” sagði Halldóra. „Traust á stjórnmálum og Alþingi felst í bættum vinnubrögðum og lýðræðislegum ferlum sem tryggja aðkomu almennings alls, ekki bara sérhagsmunafla, að stefnumótun, samningu laga og ákvarðanatöku. Það á enginn að geta, í krafti fjármagns eða frændhygli, komið hagsmunamálum sínum á framfæri fram yfir hagsmuni almennings.“ Þá sagði hún að aðkoma almennings að ákvarðanatöku væri gífurlega mikilvæg þar sem hún hafi þær afleiðingar að dreifa valdi og ábyrgð og draga þannig úr spillingu. „Með valdeflingu almennings drögum við úr spillingu og valdeflum á sama tíma þingmenn til að finna nauðsynlegt hugrekki í að knýja fram þær breytingar sem þörf er á til að geta mætt framtíðinni með áætlun sem þjónar heildinni og þar af leiðandi framþróun samfélagsins alls. Þetta eru meiri hagsmunirnir. Sérstaklega í ljósi þeirra stórkostlegu breytinga sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara við Íslendingar heldur mannkynið allt og við þurfum að þróast ef við ætlum að lifa þær af.”Mikilvægt að byrja á efnahagskerfinu Hún sagði tímabært að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi þeirra kerfa sem við höfum sniðið okkur og hvort þau séu raunverulega að þjóna heildinni. Þannig sé hægt að byrja að takast á við rót vandamála í stað þess að plástra mein sem séu inngróin og kerfislæg. „Mikilvægast er að byrja á efnahagskerfi sem grundvallast af hugmyndafræði um línulegan, óendanlegan hagvöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óendanlegum auðlindum að ráða.“ Hún nefndi að þrátt fyrir loftslagsbreytingar, hættur sem nútímatækni sé líklegast ófær um að laga, sé mælikvarði okkar á árangur og velferð enn verg landsframleiðsla. „Þannig látum við efnahagskerfið okkar vinna beinlínis gegn þeim kerfum sem við byggjum tilverurétt okkar á. Þetta er hættan sem að okkur steðjar. Þetta er stóra myndin. Á meðan að ég fagna því að ný ríkisstjórn hafi það að markmiði að „tryggja góð lífskjör til framtíðar fyrir venjulegt fólk” þá græt ég þær lýðræðisumbætur sem hafa verið fórnað. Því sjaldan hefur ríkisstjórn þurft jafnmikið á aðstoð almennings til að veita sér hugrekki, getu og vilja til að tækla rót þeirra risastóru vanda sem við stöndum fyrir til að geta raunverulega skilað góðum lífskjörum til framtíðar fyrir alla.“ Alþingi Tengdar fréttir Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30 „Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. Hún segir lykilatriði í styrkingu lýðræðisins að tryggja lagaumhverfi sem geri fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum og að traust á stjórnmálum og Alþingi felist í bættum vinnubrögðum og ferlum sem tryggið aðkomu almennings. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Halldóru í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Halldóra sagði meðal annars að hún væri sammála Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að fátækt eigi ekki að vera til staðar í jafn ríku samfélagi og við búum í. „Það þarf væntanlega ekki að undirstrika það fyrir neinum hér inni hversu mikilvægt það er fyrir framtíð okkar allra að tryggja hag barna og sjá til þess að þau njóti þeirra tækifæra til að dafna sem þau eiga undantekninga- og skilyrðislaust rétt á,“ sagði Halldóra. „En það er mikilvægt að hafa í huga að fátækt barna er bein afleiðing fátæktar foreldra. Það er óumflýjanleg staðreynd málsins, því það er einn og sami hluturinn. Það er ólíðandi að fólk hafi ekki aðgang að hollum og næringarríkum mat til að sefa hungrið, þaki yfir höfuðið og fötum sem bæði eru í passlegri stærð og hæfa árstíðinni. Margir taka þessum hlutum sem sjálfsögðum en fyrir allt of marga er þetta lúxus. Og það er rétt hjá hæstvirtum forsætisráðherra, við erum rík þjóð og slíkt á ekki að þurfa að viðgangast. Það, kæru þingmenn, er á okkar ábyrgð.“Muni missa marks við að byggja upp traust Þá nefndi Halldóra einnig orð Katrínar um málamiðlanir sem feli í sér að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. „Gott og vel, en hverjir voru minni hagsmunirnir sem þurfti að fórna? Var það kannski stjórnarskráin, þar sem á að reyna að skapa samstöðu um ferli? Auðlindir í almannaeign? Að þjóðin geti krafist atkvæðagreiðslna? Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafans? Fjölmiðlafrelsi? Að þjóðin sé laus við sérhagsmuni og spillingu?“ sagði Halldóra. „Ég hef áhyggjur af því að með því að leiða flokk til valda sem hefur síendurtekið staðið gegn lýðræðisumbótum og verið staðin að því að misnota vald sitt hafi Vinstri hreyfingin grænt framboð vanmetið hvað er þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma. Og muni algjörlega missa marks þegar kemur að því að byggja upp traust á stjórnmálum og Alþingi og að styrkja lýðræðið á Íslandi.“Lykilatriði að fjölmiðlar geti miðlað upplýsingum Halldóra segir að lykilatriði í styrkingu lýðræðisins sé að tryggja lagaumhverfi sem gerir fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar í pólitísku samhengi og eigi erindi til almennings. „Það þýðir að ekki sé hægt að setja lögbann á fjölmiðil þegar hann miðlar upplýsingum sem koma sér illa fyrir stjórnmálaflokk korter fyrir kosningar,” sagði Halldóra. „Traust á stjórnmálum og Alþingi felst í bættum vinnubrögðum og lýðræðislegum ferlum sem tryggja aðkomu almennings alls, ekki bara sérhagsmunafla, að stefnumótun, samningu laga og ákvarðanatöku. Það á enginn að geta, í krafti fjármagns eða frændhygli, komið hagsmunamálum sínum á framfæri fram yfir hagsmuni almennings.“ Þá sagði hún að aðkoma almennings að ákvarðanatöku væri gífurlega mikilvæg þar sem hún hafi þær afleiðingar að dreifa valdi og ábyrgð og draga þannig úr spillingu. „Með valdeflingu almennings drögum við úr spillingu og valdeflum á sama tíma þingmenn til að finna nauðsynlegt hugrekki í að knýja fram þær breytingar sem þörf er á til að geta mætt framtíðinni með áætlun sem þjónar heildinni og þar af leiðandi framþróun samfélagsins alls. Þetta eru meiri hagsmunirnir. Sérstaklega í ljósi þeirra stórkostlegu breytinga sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara við Íslendingar heldur mannkynið allt og við þurfum að þróast ef við ætlum að lifa þær af.”Mikilvægt að byrja á efnahagskerfinu Hún sagði tímabært að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi þeirra kerfa sem við höfum sniðið okkur og hvort þau séu raunverulega að þjóna heildinni. Þannig sé hægt að byrja að takast á við rót vandamála í stað þess að plástra mein sem séu inngróin og kerfislæg. „Mikilvægast er að byrja á efnahagskerfi sem grundvallast af hugmyndafræði um línulegan, óendanlegan hagvöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óendanlegum auðlindum að ráða.“ Hún nefndi að þrátt fyrir loftslagsbreytingar, hættur sem nútímatækni sé líklegast ófær um að laga, sé mælikvarði okkar á árangur og velferð enn verg landsframleiðsla. „Þannig látum við efnahagskerfið okkar vinna beinlínis gegn þeim kerfum sem við byggjum tilverurétt okkar á. Þetta er hættan sem að okkur steðjar. Þetta er stóra myndin. Á meðan að ég fagna því að ný ríkisstjórn hafi það að markmiði að „tryggja góð lífskjör til framtíðar fyrir venjulegt fólk” þá græt ég þær lýðræðisumbætur sem hafa verið fórnað. Því sjaldan hefur ríkisstjórn þurft jafnmikið á aðstoð almennings til að veita sér hugrekki, getu og vilja til að tækla rót þeirra risastóru vanda sem við stöndum fyrir til að geta raunverulega skilað góðum lífskjörum til framtíðar fyrir alla.“
Alþingi Tengdar fréttir Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30 „Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30
„Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00
Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15
„Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00