Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 23:42 Maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar með vísan til almannahagsmuna. Vísir/Heiða Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. Lögreglan hefur undir höndum tvö vegabréf í eigu mannsins, annað þeirra er falsað og hitt gefa þau mismunandi upplýsingar um nafn, fæðingardag og upprunaland mannsins. Maðurinn er með dvalarleyfi hér á landi og er nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun að afturkalla dvalarleyfi mannsins. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í dag, eins og Vísir greindi frá. Þar segir einnig að tvö vitni séu að árásinni. Annað vitnið hafi heyrt manneskju öskra „get ekki andað, get ekki andað“ og „hann var að reyna að drepa mig – hann var að kyrkja mig.“ Annað vitni kveðst hafa séð stúlku sem hafi átt erfitt með að ná andanum.Gögnin renni stoðum undir framburð konunnar Konan var með marga höggáverka á ýmsum hlutum líkamans samkvæmt áverkavottorði réttarmeinafræðings. Á hlið hálsins, einkum hægra megin hafi greinst rauðar litabreytingar á hörundi, sem „má túlka sem kyrkingarummerki, sem líklegast samsvara stöðu upphandleggs og framhandleggs við kyrkingartak.“ Lögreglan kom á vettvang í Holtunum laust eftir klukkan 5 þann 3. desember og stúlkan tók þar á móti þeim. Að sögn lögreglu var hún í miklu uppnámi og tjáði lögreglumönnum að maðurinn hefði kyrkt hana þangað til hún hafi misst meðvitund. Maðurinn hafi gefið sig fram á vettvangi og í kjölfarið verið handtekinn. Lögreglan tók tvær skýrslur af konunni, á slysadeild og hjá lögreglu. Þar lýsti hún atburðum með sama hætti, maðurinn hafi haldið henni í kyrkingartaki þar til hún hafi misst meðvitund. Hafi hún kveðið kærða hafa sagst ætla að drepa hana í sama mund og hann hafi tekið hana hálstaki. Maðurinn neitar sök en gögn málsins eru talin renna stoðum undir framburð konunnar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. Lögreglan hefur undir höndum tvö vegabréf í eigu mannsins, annað þeirra er falsað og hitt gefa þau mismunandi upplýsingar um nafn, fæðingardag og upprunaland mannsins. Maðurinn er með dvalarleyfi hér á landi og er nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun að afturkalla dvalarleyfi mannsins. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í dag, eins og Vísir greindi frá. Þar segir einnig að tvö vitni séu að árásinni. Annað vitnið hafi heyrt manneskju öskra „get ekki andað, get ekki andað“ og „hann var að reyna að drepa mig – hann var að kyrkja mig.“ Annað vitni kveðst hafa séð stúlku sem hafi átt erfitt með að ná andanum.Gögnin renni stoðum undir framburð konunnar Konan var með marga höggáverka á ýmsum hlutum líkamans samkvæmt áverkavottorði réttarmeinafræðings. Á hlið hálsins, einkum hægra megin hafi greinst rauðar litabreytingar á hörundi, sem „má túlka sem kyrkingarummerki, sem líklegast samsvara stöðu upphandleggs og framhandleggs við kyrkingartak.“ Lögreglan kom á vettvang í Holtunum laust eftir klukkan 5 þann 3. desember og stúlkan tók þar á móti þeim. Að sögn lögreglu var hún í miklu uppnámi og tjáði lögreglumönnum að maðurinn hefði kyrkt hana þangað til hún hafi misst meðvitund. Maðurinn hafi gefið sig fram á vettvangi og í kjölfarið verið handtekinn. Lögreglan tók tvær skýrslur af konunni, á slysadeild og hjá lögreglu. Þar lýsti hún atburðum með sama hætti, maðurinn hafi haldið henni í kyrkingartaki þar til hún hafi misst meðvitund. Hafi hún kveðið kærða hafa sagst ætla að drepa hana í sama mund og hann hafi tekið hana hálstaki. Maðurinn neitar sök en gögn málsins eru talin renna stoðum undir framburð konunnar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08
Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20
Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01
Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00