Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. desember 2017 07:15 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. vísir/anton brink Leigan sem Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er samkvæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og gerist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni.Sjá einnig: Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eignir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta afturvirkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag biskups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Leigan sem Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er samkvæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og gerist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni.Sjá einnig: Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eignir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta afturvirkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag biskups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00
Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05