Hagkerfi Indlands stærra en Breta og Frakka Daníel Freyr Birkisson skrifar 27. desember 2017 15:21 Með breytingunni yrði hagkerfi Indlands það fimmta stærsta í heiminum. vísir/getty Hagkerfi Indlands mun, árið 2018, verða stærra en hagkerfi Bretlands og Frakklands, gangi nýútgefin spá CEBR (Centre for Economics and Business Research) upp. Fréttaveita Reuters greinir frá.Með því yrði Indland fimmta stærsta hagkerfi í heimi en Bandaríkin eru í fyrsta sæti og hafa verið til lengri tíma. Sama spá gerir hins vegar ráð fyrir því að árið 2032 muni Kína taka fram úr Bandaríkjunum. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir því að Kína myndi ná Bandaríkjunum ári fyrr, það er 2031, en áherslur Donalds Trump í alþjóðaviðskiptum eru ekki jafn stórtækar og gert var ráð fyrir. Þar segir einnig að Frakkland muni taka fram úr Bretlandi á komandi árum en það muni svo að öllum líkindum snúast við aftur. Lækkandi verð olíu verður síðan til þess að Rússland fellur í sautjánda sæti úr því ellefta árið 2032, gangi spáin upp. Í frétt Reuters segir einnig að hagfræðingar á þeirra vegum spái hagvexti upp á 3,5 prósent á heimsvísu. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hagkerfi Indlands mun, árið 2018, verða stærra en hagkerfi Bretlands og Frakklands, gangi nýútgefin spá CEBR (Centre for Economics and Business Research) upp. Fréttaveita Reuters greinir frá.Með því yrði Indland fimmta stærsta hagkerfi í heimi en Bandaríkin eru í fyrsta sæti og hafa verið til lengri tíma. Sama spá gerir hins vegar ráð fyrir því að árið 2032 muni Kína taka fram úr Bandaríkjunum. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir því að Kína myndi ná Bandaríkjunum ári fyrr, það er 2031, en áherslur Donalds Trump í alþjóðaviðskiptum eru ekki jafn stórtækar og gert var ráð fyrir. Þar segir einnig að Frakkland muni taka fram úr Bretlandi á komandi árum en það muni svo að öllum líkindum snúast við aftur. Lækkandi verð olíu verður síðan til þess að Rússland fellur í sautjánda sæti úr því ellefta árið 2032, gangi spáin upp. Í frétt Reuters segir einnig að hagfræðingar á þeirra vegum spái hagvexti upp á 3,5 prósent á heimsvísu.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira