Kjararáði verði falið að ákveða kaup og kjör fyrir vinnu fanga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. desember 2017 07:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fylgist grannt með aðbúnaði í fangelsum landsins. vísir/vilhelm „Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjármálaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna. Guðmundur segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðisfé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangelsunum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upplýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagnrýni innlendra og erlendra eftirlitsaðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sérstakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sakhæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplánunarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athugasemdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjármálaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna. Guðmundur segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðisfé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangelsunum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upplýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagnrýni innlendra og erlendra eftirlitsaðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sérstakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sakhæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplánunarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athugasemdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent