Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 14:43 Ólafur Eiríkssön, lögmaður Glitnis HoldCo (t.h), við aðalmeðferðina í morgun. vísir/ernir Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Skýrslutökum er lokið yfir vitnum og helstu leikendum í málinu. Auk þess flutti lögmaður stefnenda, Ólafur Eiríksson, mál sitt sem og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður stefndu. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann. Meðferðin hófst snemma í morgun með skýrslutöku á þeim Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra og ritstjóra Stundarinnar, og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, hjá Reykjavik Media. Var það mat beggja að upplýsingar sem miðlarnir hefðu undir höndum ættu fullt erindi við almenning enda væri um að ræða viðskipti einnar af æðstu opinberu persónum á Íslandi dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Er þá átt við viðskipti Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, auk venslamanna hans við Glitni.Sjá einnig:„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“Sagði Jón Trausti fyrir dómi að það hafi aldrei verið ætlunin að birta allar upplýsingar úr gögnunum, sem eru talin vera um viðskipti yfir þúsund einstaklinga og fyrirtækja, heldur einungis að birta hluti sem miðlarnir töldu varða almannahagsmuni. Það væri því fullkomlega eðlilegt og raunar sjálfsagt að fjalla um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirBeittu fyrir sig 25. gr. fjölmiðlalagaLögmenn stefnenda, Glitnis HoldCo, óskuðu svara frá Jóni Trausta og Jóhannesi um hvers konar gögn væri að ræða og hvert umfang þeirra væri. Vísuðu þeir báðir til 25. gr. fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Í framhaldinu var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, leidd til skýrslutöku og voru svörin á sömu leið. Óskaði lögmaður Glitnis eftir því að úrskurðað yrði hvort vitnin þyrftu efnislega að svara þeim spurningum sem fram höfðu verið bornar. Þeirri beiðni var synjað af dómara málsins, Kjartani Bjarna Björgvinssyni. Því næst voru þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn Stundarinnar leiddir fyrir dóminn. Svöruðu þeir á sömu leið og vísuðu til 25. greinarinnar eftir úrskurð dómsins.Málið snúist ekki um forsætisráðherrann fyrrverandiÍ málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis, segir að af hálfu bankans snúist málið ekki um viðskipti Bjarna Benediktssonar dagana örlagaríku fyrir efnahagshrun. Tímasetning þingkosninga hafi öllu heldur ekki skipt neinu máli. Hún hafi einungis ráðist af því hvenær Stundin og Reykjavík Media hófu að birta upplýsingar úr gögnunum Auk þess snúist málið um friðhelgi einkalífs stefnanda og viðskiptavina hans. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa í taumana áður en frekari upplýsingar viðskiptavina litu dagsins ljós. Í þeim efnum vísaði hann til þess að fjallað hefði verið um viðskipti fólks tengt forsætisráðherranum fyrrverandi, sem ekki gegndi opinberum störfum. Er þá farið fram á afhendingu gagnanna út frá ákvæði um bankaleynd í lögum og var einnig vitnað til þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingarnar njóti einnig stjórnarskrárbundinnar verndar en að lögmæt takmörkun tjáningarfrelsis sé þar einnig til staðar. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Skýrslutökum er lokið yfir vitnum og helstu leikendum í málinu. Auk þess flutti lögmaður stefnenda, Ólafur Eiríksson, mál sitt sem og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður stefndu. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann. Meðferðin hófst snemma í morgun með skýrslutöku á þeim Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra og ritstjóra Stundarinnar, og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, hjá Reykjavik Media. Var það mat beggja að upplýsingar sem miðlarnir hefðu undir höndum ættu fullt erindi við almenning enda væri um að ræða viðskipti einnar af æðstu opinberu persónum á Íslandi dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Er þá átt við viðskipti Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, auk venslamanna hans við Glitni.Sjá einnig:„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“Sagði Jón Trausti fyrir dómi að það hafi aldrei verið ætlunin að birta allar upplýsingar úr gögnunum, sem eru talin vera um viðskipti yfir þúsund einstaklinga og fyrirtækja, heldur einungis að birta hluti sem miðlarnir töldu varða almannahagsmuni. Það væri því fullkomlega eðlilegt og raunar sjálfsagt að fjalla um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirBeittu fyrir sig 25. gr. fjölmiðlalagaLögmenn stefnenda, Glitnis HoldCo, óskuðu svara frá Jóni Trausta og Jóhannesi um hvers konar gögn væri að ræða og hvert umfang þeirra væri. Vísuðu þeir báðir til 25. gr. fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Í framhaldinu var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, leidd til skýrslutöku og voru svörin á sömu leið. Óskaði lögmaður Glitnis eftir því að úrskurðað yrði hvort vitnin þyrftu efnislega að svara þeim spurningum sem fram höfðu verið bornar. Þeirri beiðni var synjað af dómara málsins, Kjartani Bjarna Björgvinssyni. Því næst voru þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn Stundarinnar leiddir fyrir dóminn. Svöruðu þeir á sömu leið og vísuðu til 25. greinarinnar eftir úrskurð dómsins.Málið snúist ekki um forsætisráðherrann fyrrverandiÍ málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis, segir að af hálfu bankans snúist málið ekki um viðskipti Bjarna Benediktssonar dagana örlagaríku fyrir efnahagshrun. Tímasetning þingkosninga hafi öllu heldur ekki skipt neinu máli. Hún hafi einungis ráðist af því hvenær Stundin og Reykjavík Media hófu að birta upplýsingar úr gögnunum Auk þess snúist málið um friðhelgi einkalífs stefnanda og viðskiptavina hans. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa í taumana áður en frekari upplýsingar viðskiptavina litu dagsins ljós. Í þeim efnum vísaði hann til þess að fjallað hefði verið um viðskipti fólks tengt forsætisráðherranum fyrrverandi, sem ekki gegndi opinberum störfum. Er þá farið fram á afhendingu gagnanna út frá ákvæði um bankaleynd í lögum og var einnig vitnað til þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingarnar njóti einnig stjórnarskrárbundinnar verndar en að lögmæt takmörkun tjáningarfrelsis sé þar einnig til staðar.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05
„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11