Ekkert ákveðið varðandi áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir enga ákvörðun liggja fyrir af hálfu ríkisins varðandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.Greint var frá því fyrr í dag að gjaldtöku yrði hætt síðsumars og rætt við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, sem sagði þessi áform upp í samræmi við þá áætlun að gjaldtöku skyldi hætt þegar búið væri að greiða upp lánin vegna ganganna. Sigurður Ingi ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var spurður út í þessar fréttir af gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum. „Hann [Gísli] er auðvitað að vísa til þess að þegar það verður búið að greiða upp þessi göng að þá yrði verkefninu skilað til ríkisins. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort það það þurfi nú þegar að fara í að grafa ný göng og hvernig þau verði fjármögnuð,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurður um það hvort að að gjaldtöku yrði þá ekki hætt svaraði ráðherrann því ekki beint og vildi ekki staðfesta að gjaldtökunni yrði hætt. „Hér í húsi, því ég heyrði að Gísli vísaði til þess, hafa verið uppi hugmyndir um að setja upp vegtolla inn í Reykajvík og viðhalda þannig vegtollum á Vesturlandsvegi. Þannig að þó svo að gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum hefði hugsanlega verið hætt þá hefðu vegtollar haldið áfram og greiðsla þar með. Nú er þetta til skoðunar hvort við þurfum að fara í tvöföldun á Hvalfjarðargöngunum og það hefur líka verið til skoðunar í auðvitað mörg ár, og legið svolítið í láðinni, hugmyndir um Sundabraut og aðra slíka hluti. Allt þetta þarf að kortleggja áður en tekin verður ákvörðun um hvað við gerum í sambandi við gjaldtöku,“ sagði Sigurður Ingi. Í þessu samhengi sagði ráðherrann að það þyrfti að skoða það hvort að það væri skynsamlegt að hætta gjaldtöku núna og taka hana aftur upp eftir tvö ár því þá þyrfti að fara í tvöföldun á göngunum. „Er ekki skynsamlegra að leggjast yfir málið núna og taka síðan ákvörðun?“ spurði Sigurður Ingi en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bílar Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.Greint var frá því fyrr í dag að gjaldtöku yrði hætt síðsumars og rætt við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, sem sagði þessi áform upp í samræmi við þá áætlun að gjaldtöku skyldi hætt þegar búið væri að greiða upp lánin vegna ganganna. Sigurður Ingi ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var spurður út í þessar fréttir af gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum. „Hann [Gísli] er auðvitað að vísa til þess að þegar það verður búið að greiða upp þessi göng að þá yrði verkefninu skilað til ríkisins. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort það það þurfi nú þegar að fara í að grafa ný göng og hvernig þau verði fjármögnuð,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurður um það hvort að að gjaldtöku yrði þá ekki hætt svaraði ráðherrann því ekki beint og vildi ekki staðfesta að gjaldtökunni yrði hætt. „Hér í húsi, því ég heyrði að Gísli vísaði til þess, hafa verið uppi hugmyndir um að setja upp vegtolla inn í Reykajvík og viðhalda þannig vegtollum á Vesturlandsvegi. Þannig að þó svo að gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum hefði hugsanlega verið hætt þá hefðu vegtollar haldið áfram og greiðsla þar með. Nú er þetta til skoðunar hvort við þurfum að fara í tvöföldun á Hvalfjarðargöngunum og það hefur líka verið til skoðunar í auðvitað mörg ár, og legið svolítið í láðinni, hugmyndir um Sundabraut og aðra slíka hluti. Allt þetta þarf að kortleggja áður en tekin verður ákvörðun um hvað við gerum í sambandi við gjaldtöku,“ sagði Sigurður Ingi. Í þessu samhengi sagði ráðherrann að það þyrfti að skoða það hvort að það væri skynsamlegt að hætta gjaldtöku núna og taka hana aftur upp eftir tvö ár því þá þyrfti að fara í tvöföldun á göngunum. „Er ekki skynsamlegra að leggjast yfir málið núna og taka síðan ákvörðun?“ spurði Sigurður Ingi en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bílar Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48