Costco hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2018 14:14 Mikil röð var fyrstu dagana fyrir utan verslun Costco í Kauptúni. Vísir/eyþór Forsvarsmenn bandaríska verslunarrisans Costco hafa áhyggjur að því að loftslagsbreytingar geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins, bæði vegna þeirra breytinga sem þær geta haft í för með sér sem og vegna hugsanlegra aðgerða yfirvalda til að stemma í stigu við slíkar breytingar. Þetta kemur fram í árskýrslu Costco fyrir árið 2017 þar sem áhættuþættir í rekstri verslunarrisans eru taldir upp. Þar segir að ýmsir þættir í tengslum við loftslagsbreytingar geti haft slæm áhrif á rekstur versluna Costco. Talin eru upp nokkur dæmi um neikvæð áhrif lofstslagsbreytinga, meðal annars það að gas, díselolíu, bensín og rafmagn spili stóran þátt í dreifingu á vörum og rekstri verslana fyrirtækisins. Mögulegt sé að yfirvöld í Bandaríkjunum eða annars staðar í heiminum þar sem Costco rekur verslanir geti gripið til aðgerða til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta geti þýtt að kostnaður Costco við að fara eftir lögum og reglum, svokallaður hlýðnikostnaður, geti aukist sem og að slíkar aðgerðir yfirvalda geti aukið orkukostnað fyrirtækisins. Gangi þetta eftir geti það haft neikvæð áhrif á arðsemi Costco. Þá segir einnig að eftirspurn eftir olíu og bensíni, sem fyrirtækið selur í miklu magni, geti dregist saman vegna aðgerða yfirvalda í tengslum við loftslagsbreytingar. Telja forsvarsmenn Costco einnig að loftslagsbreytingar geti haft áhrif á getu fyrirtækisins til þess að útvega viðskiptavinum vörutegundir í því magni og á því verði sem fyrirtækið er vant. Þá hefur fyrirtækið einnig áhyggjur af veðurfarslegum breytingum í tengslum við loftslagsbreytingar og eru kraftmeiri fellibyljir, skýstrókar og hækkandi sjávarmál nefnd sem dæmi um þá ógn sem Costco gæti þurft að standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Costco opnaði sem kunnugt er verslun hér á landi á síðasta ári. Alls rekur fyrirtækið 741 verslun víðs vegar um heiminn, flestar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið stefnir á að opna fimm nýjar verslanir á árinu sem er nýhafið, fjórar í Bandaríkjunum og eina í Kanada. Costco Loftslagsmál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska verslunarrisans Costco hafa áhyggjur að því að loftslagsbreytingar geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins, bæði vegna þeirra breytinga sem þær geta haft í för með sér sem og vegna hugsanlegra aðgerða yfirvalda til að stemma í stigu við slíkar breytingar. Þetta kemur fram í árskýrslu Costco fyrir árið 2017 þar sem áhættuþættir í rekstri verslunarrisans eru taldir upp. Þar segir að ýmsir þættir í tengslum við loftslagsbreytingar geti haft slæm áhrif á rekstur versluna Costco. Talin eru upp nokkur dæmi um neikvæð áhrif lofstslagsbreytinga, meðal annars það að gas, díselolíu, bensín og rafmagn spili stóran þátt í dreifingu á vörum og rekstri verslana fyrirtækisins. Mögulegt sé að yfirvöld í Bandaríkjunum eða annars staðar í heiminum þar sem Costco rekur verslanir geti gripið til aðgerða til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta geti þýtt að kostnaður Costco við að fara eftir lögum og reglum, svokallaður hlýðnikostnaður, geti aukist sem og að slíkar aðgerðir yfirvalda geti aukið orkukostnað fyrirtækisins. Gangi þetta eftir geti það haft neikvæð áhrif á arðsemi Costco. Þá segir einnig að eftirspurn eftir olíu og bensíni, sem fyrirtækið selur í miklu magni, geti dregist saman vegna aðgerða yfirvalda í tengslum við loftslagsbreytingar. Telja forsvarsmenn Costco einnig að loftslagsbreytingar geti haft áhrif á getu fyrirtækisins til þess að útvega viðskiptavinum vörutegundir í því magni og á því verði sem fyrirtækið er vant. Þá hefur fyrirtækið einnig áhyggjur af veðurfarslegum breytingum í tengslum við loftslagsbreytingar og eru kraftmeiri fellibyljir, skýstrókar og hækkandi sjávarmál nefnd sem dæmi um þá ógn sem Costco gæti þurft að standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Costco opnaði sem kunnugt er verslun hér á landi á síðasta ári. Alls rekur fyrirtækið 741 verslun víðs vegar um heiminn, flestar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið stefnir á að opna fimm nýjar verslanir á árinu sem er nýhafið, fjórar í Bandaríkjunum og eina í Kanada.
Costco Loftslagsmál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58
Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00
Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent