Krefja Spotify um 1,6 milljarð dala Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 10:38 Spotify var stofnað í Svíþjóð árið 2008 og hefur fjöldi notenda stækkað hratt síðan. vísir/getty Útgáfufyrirtækið Wixen Music Publishing Inc. hefur stefnt streymiþjónustunni Spotify með kröfu upp á 1,6 milljarða dala (núvirði 166 milljarða króna) fyrir að hafa streymt þúsundum laga heimsfrægra listamanna og hljómsveita án leyfis, en þeirra á meðal má nefna Tom Petty, Neil Young og The Doors. Reuters og BBC greina frá. Wixen er leyfishafi laganna sem um ræðir en þar má til að mynda nefna „Free Fallin“ með Tom Petty og „Light My Fire“ með The Doors. Segir þó að lögin séu yfir 10 þúsund og krefst Wixen um 150 þúsund dala frá Spotify fyrir hvert lag. Forsvarsmenn Spotify, sem stofnað var í Svíþjóð árið 2008, hafa neitað að tjá sig um málið hingað til. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Spotify kemst í hann krappan fyrir að notast við lög í leyfisleysi en fyrirtækið þurfti að reiða fram 30 milljónir dala til National Music Publishers Association árið 2016 fyrir svipaðar sakir. Fyrirtækið hefur auk þess sætt töluverðri gagnrýni tónlistarmanna víða um heim fyrir að lágar greiðslur á hvert lag sem streymt er. Í hvert skipti sem lagi er streymt hjá þjónustunni fær listamaðurinn eða hljómsveitin sem lagið flytur 0,0038 dali. Tónlist Tengdar fréttir Spotify tapaði 60 milljörðum Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega. 16. júní 2017 07:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Útgáfufyrirtækið Wixen Music Publishing Inc. hefur stefnt streymiþjónustunni Spotify með kröfu upp á 1,6 milljarða dala (núvirði 166 milljarða króna) fyrir að hafa streymt þúsundum laga heimsfrægra listamanna og hljómsveita án leyfis, en þeirra á meðal má nefna Tom Petty, Neil Young og The Doors. Reuters og BBC greina frá. Wixen er leyfishafi laganna sem um ræðir en þar má til að mynda nefna „Free Fallin“ með Tom Petty og „Light My Fire“ með The Doors. Segir þó að lögin séu yfir 10 þúsund og krefst Wixen um 150 þúsund dala frá Spotify fyrir hvert lag. Forsvarsmenn Spotify, sem stofnað var í Svíþjóð árið 2008, hafa neitað að tjá sig um málið hingað til. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Spotify kemst í hann krappan fyrir að notast við lög í leyfisleysi en fyrirtækið þurfti að reiða fram 30 milljónir dala til National Music Publishers Association árið 2016 fyrir svipaðar sakir. Fyrirtækið hefur auk þess sætt töluverðri gagnrýni tónlistarmanna víða um heim fyrir að lágar greiðslur á hvert lag sem streymt er. Í hvert skipti sem lagi er streymt hjá þjónustunni fær listamaðurinn eða hljómsveitin sem lagið flytur 0,0038 dali.
Tónlist Tengdar fréttir Spotify tapaði 60 milljörðum Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega. 16. júní 2017 07:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Spotify tapaði 60 milljörðum Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega. 16. júní 2017 07:00