Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. janúar 2018 06:00 Enn hefur enginn skilað inn framboði í oddvitasætið. Vísir/Pjetur Frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Þeir Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið ræddi við og hafa áhuga á framboði eru sammála um að eins konar störukeppni standi yfir og menn bíði eftir framboðsyfirlýsingum hver frá öðrum. Áslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon er sagður hringja mikið í flokksfélaga sína þessa dagana en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér. Margir þeirra sem orðaðir eru við framboð eru búsettir utan borgarinnar eða hafa reynslu af sveitarstjórnarpólitík utan Reykjavíkur. Meðal þeirra eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, sem er nú sterklega orðaður við framboð; Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem búsett er í Kópavogi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Suðurkjördæmis, hefur einnig legið undir feldi frá því fyrir jól. „Ég hef mjög mikinn áhuga á borgarmálum, það er ekkert leyndarmál,“ segir Eyþór aðspurður um framboð en vill þó ekki upplýsa um áform sín. Halla Tómasdóttir játar því aðspurð að hafa fengið fjölda áskorana um framboð en segist lítið leiða hugann að framboðsmálum. Ásdís Halla þykir hafa sýnt á sér nýja og ferska hlið með útgáfu bókarinnar Tvísaga og Unnur Brá þótti standa sig afar vel sem forseti Alþingis þrátt fyrir að það hafi ekki skilað henni nægilega ofarlega á lista til að ná kjöri í nýafstöðnum þingkosningum. Margir nefna einnig nafn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra hjá Isavia og formanns Ungmennafélagsins Fjölnis. „Ég held að það sé verið að hringja í voða marga og það hefur verið hringt í mig,“ segir Jón Karl aðspurður um framboð. „Þetta eru stórar ákvarðanir sem hefðu miklar breytingar í för með sér,“ segir Jón Karl en útilokar ekki framboð. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, hafa bæði verið nefnd sem oddvitaefni fyrir borgina. Svanhildur hefur þegar lýst því yfir að hún ætli sér ekki fram. Borgar Þór Einarsson vildi ekki tjá sig um framboð. Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráðherra í tíð Illuga Gunnarssonar, er einnig sögð hafa áhuga á borgarmálunum en fylgja Áslaugu Friðriksdóttur að málum. Þá hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir mjög verið orðuð við endurkomu í borgarmálin ýmist fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða Viðreisn. Kunnugir segja hana þó njóta sín mjög í atvinnurekstri sínum og telja hana ólíklega í framboð. Ákvörðun Varðar um leiðtogakjör og valnefnd fyrir önnur sæti listans var umdeild. Þeir sem mótmæltu henni töldu leiðina ólýðræðislega. Forysta Varðar taldi hana hins vegar nauðsynlega til að auka breidd og komast hjá einsleitni sem hafi einkennt lista flokksins í borginni undanfarin kjörtímabil. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Þeir Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið ræddi við og hafa áhuga á framboði eru sammála um að eins konar störukeppni standi yfir og menn bíði eftir framboðsyfirlýsingum hver frá öðrum. Áslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon er sagður hringja mikið í flokksfélaga sína þessa dagana en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér. Margir þeirra sem orðaðir eru við framboð eru búsettir utan borgarinnar eða hafa reynslu af sveitarstjórnarpólitík utan Reykjavíkur. Meðal þeirra eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, sem er nú sterklega orðaður við framboð; Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem búsett er í Kópavogi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Suðurkjördæmis, hefur einnig legið undir feldi frá því fyrir jól. „Ég hef mjög mikinn áhuga á borgarmálum, það er ekkert leyndarmál,“ segir Eyþór aðspurður um framboð en vill þó ekki upplýsa um áform sín. Halla Tómasdóttir játar því aðspurð að hafa fengið fjölda áskorana um framboð en segist lítið leiða hugann að framboðsmálum. Ásdís Halla þykir hafa sýnt á sér nýja og ferska hlið með útgáfu bókarinnar Tvísaga og Unnur Brá þótti standa sig afar vel sem forseti Alþingis þrátt fyrir að það hafi ekki skilað henni nægilega ofarlega á lista til að ná kjöri í nýafstöðnum þingkosningum. Margir nefna einnig nafn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra hjá Isavia og formanns Ungmennafélagsins Fjölnis. „Ég held að það sé verið að hringja í voða marga og það hefur verið hringt í mig,“ segir Jón Karl aðspurður um framboð. „Þetta eru stórar ákvarðanir sem hefðu miklar breytingar í för með sér,“ segir Jón Karl en útilokar ekki framboð. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, hafa bæði verið nefnd sem oddvitaefni fyrir borgina. Svanhildur hefur þegar lýst því yfir að hún ætli sér ekki fram. Borgar Þór Einarsson vildi ekki tjá sig um framboð. Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráðherra í tíð Illuga Gunnarssonar, er einnig sögð hafa áhuga á borgarmálunum en fylgja Áslaugu Friðriksdóttur að málum. Þá hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir mjög verið orðuð við endurkomu í borgarmálin ýmist fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða Viðreisn. Kunnugir segja hana þó njóta sín mjög í atvinnurekstri sínum og telja hana ólíklega í framboð. Ákvörðun Varðar um leiðtogakjör og valnefnd fyrir önnur sæti listans var umdeild. Þeir sem mótmæltu henni töldu leiðina ólýðræðislega. Forysta Varðar taldi hana hins vegar nauðsynlega til að auka breidd og komast hjá einsleitni sem hafi einkennt lista flokksins í borginni undanfarin kjörtímabil.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?