Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. janúar 2018 06:00 Enn hefur enginn skilað inn framboði í oddvitasætið. Vísir/Pjetur Frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Þeir Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið ræddi við og hafa áhuga á framboði eru sammála um að eins konar störukeppni standi yfir og menn bíði eftir framboðsyfirlýsingum hver frá öðrum. Áslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon er sagður hringja mikið í flokksfélaga sína þessa dagana en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér. Margir þeirra sem orðaðir eru við framboð eru búsettir utan borgarinnar eða hafa reynslu af sveitarstjórnarpólitík utan Reykjavíkur. Meðal þeirra eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, sem er nú sterklega orðaður við framboð; Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem búsett er í Kópavogi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Suðurkjördæmis, hefur einnig legið undir feldi frá því fyrir jól. „Ég hef mjög mikinn áhuga á borgarmálum, það er ekkert leyndarmál,“ segir Eyþór aðspurður um framboð en vill þó ekki upplýsa um áform sín. Halla Tómasdóttir játar því aðspurð að hafa fengið fjölda áskorana um framboð en segist lítið leiða hugann að framboðsmálum. Ásdís Halla þykir hafa sýnt á sér nýja og ferska hlið með útgáfu bókarinnar Tvísaga og Unnur Brá þótti standa sig afar vel sem forseti Alþingis þrátt fyrir að það hafi ekki skilað henni nægilega ofarlega á lista til að ná kjöri í nýafstöðnum þingkosningum. Margir nefna einnig nafn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra hjá Isavia og formanns Ungmennafélagsins Fjölnis. „Ég held að það sé verið að hringja í voða marga og það hefur verið hringt í mig,“ segir Jón Karl aðspurður um framboð. „Þetta eru stórar ákvarðanir sem hefðu miklar breytingar í för með sér,“ segir Jón Karl en útilokar ekki framboð. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, hafa bæði verið nefnd sem oddvitaefni fyrir borgina. Svanhildur hefur þegar lýst því yfir að hún ætli sér ekki fram. Borgar Þór Einarsson vildi ekki tjá sig um framboð. Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráðherra í tíð Illuga Gunnarssonar, er einnig sögð hafa áhuga á borgarmálunum en fylgja Áslaugu Friðriksdóttur að málum. Þá hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir mjög verið orðuð við endurkomu í borgarmálin ýmist fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða Viðreisn. Kunnugir segja hana þó njóta sín mjög í atvinnurekstri sínum og telja hana ólíklega í framboð. Ákvörðun Varðar um leiðtogakjör og valnefnd fyrir önnur sæti listans var umdeild. Þeir sem mótmæltu henni töldu leiðina ólýðræðislega. Forysta Varðar taldi hana hins vegar nauðsynlega til að auka breidd og komast hjá einsleitni sem hafi einkennt lista flokksins í borginni undanfarin kjörtímabil. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Sjá meira
Frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Þeir Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið ræddi við og hafa áhuga á framboði eru sammála um að eins konar störukeppni standi yfir og menn bíði eftir framboðsyfirlýsingum hver frá öðrum. Áslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon er sagður hringja mikið í flokksfélaga sína þessa dagana en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér. Margir þeirra sem orðaðir eru við framboð eru búsettir utan borgarinnar eða hafa reynslu af sveitarstjórnarpólitík utan Reykjavíkur. Meðal þeirra eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, sem er nú sterklega orðaður við framboð; Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem búsett er í Kópavogi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Suðurkjördæmis, hefur einnig legið undir feldi frá því fyrir jól. „Ég hef mjög mikinn áhuga á borgarmálum, það er ekkert leyndarmál,“ segir Eyþór aðspurður um framboð en vill þó ekki upplýsa um áform sín. Halla Tómasdóttir játar því aðspurð að hafa fengið fjölda áskorana um framboð en segist lítið leiða hugann að framboðsmálum. Ásdís Halla þykir hafa sýnt á sér nýja og ferska hlið með útgáfu bókarinnar Tvísaga og Unnur Brá þótti standa sig afar vel sem forseti Alþingis þrátt fyrir að það hafi ekki skilað henni nægilega ofarlega á lista til að ná kjöri í nýafstöðnum þingkosningum. Margir nefna einnig nafn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra hjá Isavia og formanns Ungmennafélagsins Fjölnis. „Ég held að það sé verið að hringja í voða marga og það hefur verið hringt í mig,“ segir Jón Karl aðspurður um framboð. „Þetta eru stórar ákvarðanir sem hefðu miklar breytingar í för með sér,“ segir Jón Karl en útilokar ekki framboð. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, hafa bæði verið nefnd sem oddvitaefni fyrir borgina. Svanhildur hefur þegar lýst því yfir að hún ætli sér ekki fram. Borgar Þór Einarsson vildi ekki tjá sig um framboð. Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráðherra í tíð Illuga Gunnarssonar, er einnig sögð hafa áhuga á borgarmálunum en fylgja Áslaugu Friðriksdóttur að málum. Þá hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir mjög verið orðuð við endurkomu í borgarmálin ýmist fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða Viðreisn. Kunnugir segja hana þó njóta sín mjög í atvinnurekstri sínum og telja hana ólíklega í framboð. Ákvörðun Varðar um leiðtogakjör og valnefnd fyrir önnur sæti listans var umdeild. Þeir sem mótmæltu henni töldu leiðina ólýðræðislega. Forysta Varðar taldi hana hins vegar nauðsynlega til að auka breidd og komast hjá einsleitni sem hafi einkennt lista flokksins í borginni undanfarin kjörtímabil.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Sjá meira