NBA: Boston tapaði aftur og Cleveland slapp með skrekkinn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 07:15 Joel Embiid. Vísir/Getty Joel Embiid hélt upp á það að hafa verið kosinn í byrjunarlið Stjörnuleiksins með stórleik á móti Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Isaiah Thomas tryggði Cleveland Cavaliers eins stigs sigur á vítalínunni.Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 16 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 89-80 útisigur á Boston Celtics. Boston menn réðu ekkert við Embiid sem var einnig með 6 stoðsendingar og 2 varin skot. Dario Saric bætti við 16 stigum fyrir Philadelphia liðið sem vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum. T.J. McConnell skoraði líka 15 stig og komu þau öll í seinni hálfleik. Kyrie Irving var ekki með Boston liðinu í leiknum en þeir Al Horford og Marcus Morrisvoru stigahæstir með 14 stig hvor. Þetta var annar tapleikur Boston í röð en þar á undan var liðið á sjö leikja sigurgöngu.Isaiah Thomas setti niður tvö víti þegar ellefu sekúndur voru eftir og tryggði Cleveland Cavaliers 104-103 sigur á Orlando Magic. Orlando átti lokasóknina og Aaron Gordon hélt að hann hefði tryggt Magic liðinu sigur en dómararar dæmdu leikbrot og körfuna þar með af. Cleveland slapp því með skrekkinn en liðið hafði misst niður 23 stiga forystu. Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Cavaliers með 21 stig en LeBron James skoraði 16 stig. Cleveland hafði tapað fjórum leikjum í röð og átta af tíu en náði loksins í sigur. Elfrid Payton var stigahæstur hjá Orlando með 19 stig en Orlando liðið hefur nú tapað 17 af síðustu 19 leikjum sínum.James Harden snéri aftur til baka eftir meiðsli þegar Houston Rockets vann 116-98 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden hafði ekki spilað leik á nýju ári eftir að hafa tognað aftan í læri á síðasta degi ársins 2017. Harden endaði með 10 stig og 7 stoðsendingar en hann hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum. Chris Paul var með 19 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst og Clint Capela bætti við 20 stigum. Jimmy Butler var stigahæstur hjá með 23 stig en Karl-Anthony Towns var með 22 stig, 16 fráköst og 5 varin skot.Úrslit úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 100-86 Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 116-98 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 80-89 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 104-103 NBA Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Joel Embiid hélt upp á það að hafa verið kosinn í byrjunarlið Stjörnuleiksins með stórleik á móti Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Isaiah Thomas tryggði Cleveland Cavaliers eins stigs sigur á vítalínunni.Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 16 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 89-80 útisigur á Boston Celtics. Boston menn réðu ekkert við Embiid sem var einnig með 6 stoðsendingar og 2 varin skot. Dario Saric bætti við 16 stigum fyrir Philadelphia liðið sem vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum. T.J. McConnell skoraði líka 15 stig og komu þau öll í seinni hálfleik. Kyrie Irving var ekki með Boston liðinu í leiknum en þeir Al Horford og Marcus Morrisvoru stigahæstir með 14 stig hvor. Þetta var annar tapleikur Boston í röð en þar á undan var liðið á sjö leikja sigurgöngu.Isaiah Thomas setti niður tvö víti þegar ellefu sekúndur voru eftir og tryggði Cleveland Cavaliers 104-103 sigur á Orlando Magic. Orlando átti lokasóknina og Aaron Gordon hélt að hann hefði tryggt Magic liðinu sigur en dómararar dæmdu leikbrot og körfuna þar með af. Cleveland slapp því með skrekkinn en liðið hafði misst niður 23 stiga forystu. Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Cavaliers með 21 stig en LeBron James skoraði 16 stig. Cleveland hafði tapað fjórum leikjum í röð og átta af tíu en náði loksins í sigur. Elfrid Payton var stigahæstur hjá Orlando með 19 stig en Orlando liðið hefur nú tapað 17 af síðustu 19 leikjum sínum.James Harden snéri aftur til baka eftir meiðsli þegar Houston Rockets vann 116-98 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden hafði ekki spilað leik á nýju ári eftir að hafa tognað aftan í læri á síðasta degi ársins 2017. Harden endaði með 10 stig og 7 stoðsendingar en hann hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum. Chris Paul var með 19 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst og Clint Capela bætti við 20 stigum. Jimmy Butler var stigahæstur hjá með 23 stig en Karl-Anthony Towns var með 22 stig, 16 fráköst og 5 varin skot.Úrslit úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 100-86 Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 116-98 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 80-89 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 104-103
NBA Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira