Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 22:45 Eyþór tók strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir í grein sinni í Morgunblaðinu á mánudag. Vísir/Samsett mynd Twitter-notendur keppast nú við að sýna fram á mikilvægi strætisvagna í Reykjavík undir myllumerkinu #TómirVagnar. Myllumerkið er svar við grein eftir Eyþór Arnalds, sem gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Greinin birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. Í grein sinni, Reykvíkingar eiga betra skilið, gagnrýndi Eyþór borgaryfirvöld fyrir að setja hugmyndir um borgarlínu fram sem lausn við samgönguvandanum í Reykjavík og sagði yfirvöld jafnframt hafa „markvisst þrengt að fjölskyldubílnum.“ Þá tók Eyþór strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir og vísaði þar í árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins sem ætlað var til samgöngubóta í Reykjavík. Borgaryfirvöld afþökkuðu framlagið árið 2013 og láta renna til reksturs Strætó. Fyrirkomulagið sagði Eyþór misheppnaða tilraun. „Markmið samningsins var að auka almenningssamgöngur sem hlutfall af ferðum úr 4% í 6%. Nú, fimm árum síðar er hlutfallið ennþá um 4% og hefur því ekkert vaxið. Fimm milljarðar hafa farið forgörðum í þetta tilraunaverkefni og er ljóst að tilraunin hefur mistekist.“ Twitter-notendur sem ferðast með strætó eru, að því er virðist, hreint ekki á því að tilraun borgaryfirvalda hafi mistekist. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, hvatti til notkunar á hinu kaldhæðnislega myllumerki #TómirVagnar sem sýna á fram á hversu margir taka í raun strætisvagna í Reykjavík.Ein pæling. (Sorrí með allt þetta borgardæmi)Væru notendur @straetobs til í að pósta myndum á samfélagsmiðlum af tómu vögnunum sínum? Nota jafnvel #TómirVagnar ??— Björn Teitsson (@bjornteits) January 18, 2018 Hér að neðan má svo sjá fleiri tíst undir myllumerkinu en Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, var til að mynda einn þeirra sem svaraði með mynd af strætisvagni fullum af fólki. pic.twitter.com/j62RV7hM2m— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 18, 2018 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, lét sitt heldur ekki eftir liggja.#tomirvagnar pic.twitter.com/0aQNvuX3MF— Johannes Runarsson (@JRunarsson) January 18, 2018 Kristófer Alex skoraði á Eyþór að taka sjálfur einhvern tímann strætó.Eyþór Arnalds, frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins, segir að í strætó séu #TómirVagnar. Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó. pic.twitter.com/KBnYylBYEJ— stófi (@KristoferAlex) January 18, 2018 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur spurði hvar tómu vagnana væri að finna.Vitið þið hvar maður finnur þessa tómu vagna? #tómirvagnar pic.twitter.com/eI2Kjwk1lP— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) January 18, 2018 Una deildi skjáskoti af leið númer 6, sem dreifð var víðsvegar um borgina.Þessir #tómirvagnar eru allir á leiðinni á Hlemm pic.twitter.com/qqBhxpBuJA— Una Hildardóttir (@unaballuna) January 18, 2018 Hér fyrir neðan má síðan sjá fleiri myndir úr Strætó teknar víðsvegar um borgina. #tomirvagnar Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Twitter-notendur keppast nú við að sýna fram á mikilvægi strætisvagna í Reykjavík undir myllumerkinu #TómirVagnar. Myllumerkið er svar við grein eftir Eyþór Arnalds, sem gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Greinin birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. Í grein sinni, Reykvíkingar eiga betra skilið, gagnrýndi Eyþór borgaryfirvöld fyrir að setja hugmyndir um borgarlínu fram sem lausn við samgönguvandanum í Reykjavík og sagði yfirvöld jafnframt hafa „markvisst þrengt að fjölskyldubílnum.“ Þá tók Eyþór strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir og vísaði þar í árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins sem ætlað var til samgöngubóta í Reykjavík. Borgaryfirvöld afþökkuðu framlagið árið 2013 og láta renna til reksturs Strætó. Fyrirkomulagið sagði Eyþór misheppnaða tilraun. „Markmið samningsins var að auka almenningssamgöngur sem hlutfall af ferðum úr 4% í 6%. Nú, fimm árum síðar er hlutfallið ennþá um 4% og hefur því ekkert vaxið. Fimm milljarðar hafa farið forgörðum í þetta tilraunaverkefni og er ljóst að tilraunin hefur mistekist.“ Twitter-notendur sem ferðast með strætó eru, að því er virðist, hreint ekki á því að tilraun borgaryfirvalda hafi mistekist. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, hvatti til notkunar á hinu kaldhæðnislega myllumerki #TómirVagnar sem sýna á fram á hversu margir taka í raun strætisvagna í Reykjavík.Ein pæling. (Sorrí með allt þetta borgardæmi)Væru notendur @straetobs til í að pósta myndum á samfélagsmiðlum af tómu vögnunum sínum? Nota jafnvel #TómirVagnar ??— Björn Teitsson (@bjornteits) January 18, 2018 Hér að neðan má svo sjá fleiri tíst undir myllumerkinu en Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, var til að mynda einn þeirra sem svaraði með mynd af strætisvagni fullum af fólki. pic.twitter.com/j62RV7hM2m— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 18, 2018 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, lét sitt heldur ekki eftir liggja.#tomirvagnar pic.twitter.com/0aQNvuX3MF— Johannes Runarsson (@JRunarsson) January 18, 2018 Kristófer Alex skoraði á Eyþór að taka sjálfur einhvern tímann strætó.Eyþór Arnalds, frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins, segir að í strætó séu #TómirVagnar. Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó. pic.twitter.com/KBnYylBYEJ— stófi (@KristoferAlex) January 18, 2018 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur spurði hvar tómu vagnana væri að finna.Vitið þið hvar maður finnur þessa tómu vagna? #tómirvagnar pic.twitter.com/eI2Kjwk1lP— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) January 18, 2018 Una deildi skjáskoti af leið númer 6, sem dreifð var víðsvegar um borgina.Þessir #tómirvagnar eru allir á leiðinni á Hlemm pic.twitter.com/qqBhxpBuJA— Una Hildardóttir (@unaballuna) January 18, 2018 Hér fyrir neðan má síðan sjá fleiri myndir úr Strætó teknar víðsvegar um borgina. #tomirvagnar
Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30