Líkti Trump við Stalín Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 16:52 Donald Trump og Jeff Flake. Vísir/AFP Þingmaðurinn Jeff Flake gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega i dag og líkti honum við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Flake, sem er Repúblikani, sagði árásir forsetans á fjölmiðla vera skammarlegar og andstyggilegar og vísaði hann til ummæla Trump varðandi „falskar fréttir“ og að fjölmiðlar væru „óvinir þjóðarinnar“. Flake hélt ræðu í pontu öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem hann sagði að þegar Trump notist við hugtakið „falskar fréttir“ ættu grunsemdir að beinast að honum sjálfum en ekki fjölmiðlum.„Þegar valdamikill maður kallar alla umfjöllun sem þjónar ekki hans hagsmunum falskar fréttir, ættu grunsemdir að beinast að honum en ekki fjölmiðlum.“ Þá sagði hann forsetann halda öfugt á spilunum. Einræði væri óvinur þjóðarinnar og frjálsir fjölmiðlar væru óvinir einræðisherra og verndarar lýðræðis. Benti hann á einræðisherra og harðstjórnir sem hafa einnig tekið upp þá hegðun að notast við hugtakið falskar fréttir til að berjast gegn fjölmiðlum.Republican Sen. Jeff Flake in his Senate floor speech directed at President Trump: “The free press is the despot's enemy, which makes the free press the guardian of democracy.” https://t.co/IQIn7FGSrV pic.twitter.com/FO4hIpT6hl— CNN (@CNN) January 17, 2018 Hann beindi gagnrýni sinni einnig að flokksbræðrum sínum og systrum og sagði að ummæli forsetans ættu að valda þeim skömm. Þeir yrðu að grípa til aðgerða á árinu og standa við bakið á sannleikanum. Stöðva árásir forsetans og laga þann skaða sem hann hafi valdið og endurvekja traust á stofnanir Bandaríkjanna. „2018 verður að vera árið þar sem sannleikurinn stendur í hárinu á valdinu sem reynir að grafa undan honum. Flake, sem hefur ítrekað gagnrýnt Trump á undanförnu ári, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta þingmennsku sinni á þessu ári. Þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína sagði hann andrúmsloftið í stjórnmálum Bandaríkjanna vera mengað. Hann virtist ósáttur við Repúblikanaflokkinn og sagði að sagan myndi dæma þá sem sátu aðgerðarlausir hjá á meðan grafið væri undan gildum Bandaríkjanna. Sjá má ræðu hans í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Þingmaðurinn Jeff Flake gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega i dag og líkti honum við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Flake, sem er Repúblikani, sagði árásir forsetans á fjölmiðla vera skammarlegar og andstyggilegar og vísaði hann til ummæla Trump varðandi „falskar fréttir“ og að fjölmiðlar væru „óvinir þjóðarinnar“. Flake hélt ræðu í pontu öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem hann sagði að þegar Trump notist við hugtakið „falskar fréttir“ ættu grunsemdir að beinast að honum sjálfum en ekki fjölmiðlum.„Þegar valdamikill maður kallar alla umfjöllun sem þjónar ekki hans hagsmunum falskar fréttir, ættu grunsemdir að beinast að honum en ekki fjölmiðlum.“ Þá sagði hann forsetann halda öfugt á spilunum. Einræði væri óvinur þjóðarinnar og frjálsir fjölmiðlar væru óvinir einræðisherra og verndarar lýðræðis. Benti hann á einræðisherra og harðstjórnir sem hafa einnig tekið upp þá hegðun að notast við hugtakið falskar fréttir til að berjast gegn fjölmiðlum.Republican Sen. Jeff Flake in his Senate floor speech directed at President Trump: “The free press is the despot's enemy, which makes the free press the guardian of democracy.” https://t.co/IQIn7FGSrV pic.twitter.com/FO4hIpT6hl— CNN (@CNN) January 17, 2018 Hann beindi gagnrýni sinni einnig að flokksbræðrum sínum og systrum og sagði að ummæli forsetans ættu að valda þeim skömm. Þeir yrðu að grípa til aðgerða á árinu og standa við bakið á sannleikanum. Stöðva árásir forsetans og laga þann skaða sem hann hafi valdið og endurvekja traust á stofnanir Bandaríkjanna. „2018 verður að vera árið þar sem sannleikurinn stendur í hárinu á valdinu sem reynir að grafa undan honum. Flake, sem hefur ítrekað gagnrýnt Trump á undanförnu ári, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta þingmennsku sinni á þessu ári. Þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína sagði hann andrúmsloftið í stjórnmálum Bandaríkjanna vera mengað. Hann virtist ósáttur við Repúblikanaflokkinn og sagði að sagan myndi dæma þá sem sátu aðgerðarlausir hjá á meðan grafið væri undan gildum Bandaríkjanna. Sjá má ræðu hans í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira