NBA: Golden State vann LeBron og félaga aftur og núna í Cleveland | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 07:30 Kevin Durant treður yfir LeBron James í nótt. Vísir/Getty Sigurganga NBA-meistara Golden State hélt áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Warriors liðið heimsótti erkifjendur sína í Cleveland Cavaliers í uppgjöri liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár. Golden State Warriors vann leikinn með tíu stigunm, 118-108, en þetta var þrettándi útisigur liðsins í röð og um leið endaði liðið þrettán leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Golden State liðið hefur nú ekki tapað útileik síðan 22. nóvember og er aðeins þriðja liðið í sögu NBA sem nær að vinna 20 af fyrstu 23 útileikjum sínum á tímabili en hin eru lið Los Angeles Lakers frá 1971-72 og lið Boston Celtics frá 1964-65. Þetta var líka annar sigur Golden State á Cleveland á stuttum tíma en Golden State vann einnig leik liðanna á Jóladag. Frá og með því tapi hefur Cavaliers liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum og nokkrum þeirra stórt. Golden State var aðeins 93-91 yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá lokaðist hreinlega karfan fyrir leikmenn Cleveland sem klikkuðu á sautján af næstu nítján skotum sem gaf gestunum tækifæri til að gera út um leikinn á sama tíma. Kevin Durant skoraði 32 stig og 8 stoðsendingar fyrir Golden State og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. Draymond Green vantaði bara eina stoðsendingu til að ná þrennunni en hann endaði með 11 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Isiah Thomas skoraði 19 stig úr 21 skoti og Kevin Love var með 17 stig og 7 fráköst.Lou Williams skoraði 31 stig og Blake Griffin bætti við 29 stigum áður en hann var rekinn út úr húsi í 113-102 sigri Los Angeles Clippers á Houston Rockets. Chris Paul snéri þarna aftur á heimavöll síns gamla liðs og var með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var þrettándi leikurinn í röð sem Lou Williams skorar 20 stig eða meira.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 20 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 104-95 útisigur á Washington Wizards.Russell Westbrook var með 19 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar í 95-88 sigri Oklahoma City Thunder á Sacramento Kings en Westbrook var einnig rekinn út úr húsi.Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 117-111 sigur á Toronto Raptors. Fimmti sigur 76ers í síðustu sex leikjum.Justin Holiday skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls endaði sjö leikja sigurgöngu Miami Heat en Zach LaVine var með 18 stig fyrir Chicago í sínum öðrum leik á leiktíðinni. LaVine sleit krossband í fyrra en er að koma sterkur til baka.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 113-102 Utah Jazz - Indiana Pacers 94-109 Cleveland Cavaliers - Golden State Warriors 108-118 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 95-88 Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 123-114 Chicago Bulls - Miami Heat 119-111 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 102-99 Brooklyn Nets - New York Knicks 104-119 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 95-104 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 117-111 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 107-118 NBA Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Sigurganga NBA-meistara Golden State hélt áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Warriors liðið heimsótti erkifjendur sína í Cleveland Cavaliers í uppgjöri liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár. Golden State Warriors vann leikinn með tíu stigunm, 118-108, en þetta var þrettándi útisigur liðsins í röð og um leið endaði liðið þrettán leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Golden State liðið hefur nú ekki tapað útileik síðan 22. nóvember og er aðeins þriðja liðið í sögu NBA sem nær að vinna 20 af fyrstu 23 útileikjum sínum á tímabili en hin eru lið Los Angeles Lakers frá 1971-72 og lið Boston Celtics frá 1964-65. Þetta var líka annar sigur Golden State á Cleveland á stuttum tíma en Golden State vann einnig leik liðanna á Jóladag. Frá og með því tapi hefur Cavaliers liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum og nokkrum þeirra stórt. Golden State var aðeins 93-91 yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá lokaðist hreinlega karfan fyrir leikmenn Cleveland sem klikkuðu á sautján af næstu nítján skotum sem gaf gestunum tækifæri til að gera út um leikinn á sama tíma. Kevin Durant skoraði 32 stig og 8 stoðsendingar fyrir Golden State og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. Draymond Green vantaði bara eina stoðsendingu til að ná þrennunni en hann endaði með 11 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Isiah Thomas skoraði 19 stig úr 21 skoti og Kevin Love var með 17 stig og 7 fráköst.Lou Williams skoraði 31 stig og Blake Griffin bætti við 29 stigum áður en hann var rekinn út úr húsi í 113-102 sigri Los Angeles Clippers á Houston Rockets. Chris Paul snéri þarna aftur á heimavöll síns gamla liðs og var með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var þrettándi leikurinn í röð sem Lou Williams skorar 20 stig eða meira.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 20 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 104-95 útisigur á Washington Wizards.Russell Westbrook var með 19 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar í 95-88 sigri Oklahoma City Thunder á Sacramento Kings en Westbrook var einnig rekinn út úr húsi.Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 117-111 sigur á Toronto Raptors. Fimmti sigur 76ers í síðustu sex leikjum.Justin Holiday skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls endaði sjö leikja sigurgöngu Miami Heat en Zach LaVine var með 18 stig fyrir Chicago í sínum öðrum leik á leiktíðinni. LaVine sleit krossband í fyrra en er að koma sterkur til baka.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 113-102 Utah Jazz - Indiana Pacers 94-109 Cleveland Cavaliers - Golden State Warriors 108-118 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 95-88 Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 123-114 Chicago Bulls - Miami Heat 119-111 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 102-99 Brooklyn Nets - New York Knicks 104-119 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 95-104 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 117-111 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 107-118
NBA Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira