Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2018 19:15 Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu 450-500 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Neyð þessa jaðarsetta hóps er mikil en Frú Ragnheiður, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, hefur lyft grettistaki í þjónustu við þessa einstaklinga.Neysla í öruggu umhverfi Hjúkrunarfræðingarnir Þórunn Hanna Ragnarsdóttir og Edda Rún Kjartansdóttir skrifuðu lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um neyslurými en þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði „Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem neyta vímuefna um æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar og hreinar aðstæður undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks eða annars sérhæfðs starfsfólks,“ segir Edda Rún. Árið 2016 voru 74 virk neyslurými í evrópskum borgum. Þá hafa slík rými verið opnuð í Kanada og í Ástralíu. Edda og Þórunn skoðuðu tvö neyslurými í Kaupmannahöfn í tengslum við ritgerðarskrifin. „Reynsla Dana er mjög jákvæð og það er auðséð að samfélagið hefur aðlagast neyslurýmunum og öfugt. Það er gott samstarf við lögreglu sem er mjög mikilvægt en lögreglan er helsti tilvísunaraðilinn á neyslurýmin. Það er gott fyrir lögregluna að geta vísað einstaklingunum eitthvað áfram,“ segir Þórunn Hanna.Sprautunálar á víðavangi stöðugt vandamál Leit að sprautunálum í Google skilar 5.770 niðurstöðum. Í mörgum tilvikum er um að ræða fréttir um sprautunálar sem fundust á víðavangi hér á landi en það virðist vera nær stöðugt umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Ef opnuð yrðu neyslurými í Reykjavík hefðu einstaklingar sem neyta vímuefna í æð öruggt athvarf og nálum þeirra yrði fargað jafnóðum. Það myndi jafnframt draga úr nýgengi blóðborinna sjúkdóma eins og HIV meðal þeirra sem neyta vímuefna í æð. „Það þarf að opna neyslurými þar sem ofskömmtunarfaraldrar eru. Hér á landi deyja 12-13 í vímuefnaneyslu árlega. Í fyrra létust 25 einstaklingar vegna efnaeitrana eða vímuefnaneyslu. Þar af sautján vegna ópíóða. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil,“ segir Þórunn Hanna. Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu 450-500 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Neyð þessa jaðarsetta hóps er mikil en Frú Ragnheiður, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, hefur lyft grettistaki í þjónustu við þessa einstaklinga.Neysla í öruggu umhverfi Hjúkrunarfræðingarnir Þórunn Hanna Ragnarsdóttir og Edda Rún Kjartansdóttir skrifuðu lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um neyslurými en þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði „Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem neyta vímuefna um æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar og hreinar aðstæður undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks eða annars sérhæfðs starfsfólks,“ segir Edda Rún. Árið 2016 voru 74 virk neyslurými í evrópskum borgum. Þá hafa slík rými verið opnuð í Kanada og í Ástralíu. Edda og Þórunn skoðuðu tvö neyslurými í Kaupmannahöfn í tengslum við ritgerðarskrifin. „Reynsla Dana er mjög jákvæð og það er auðséð að samfélagið hefur aðlagast neyslurýmunum og öfugt. Það er gott samstarf við lögreglu sem er mjög mikilvægt en lögreglan er helsti tilvísunaraðilinn á neyslurýmin. Það er gott fyrir lögregluna að geta vísað einstaklingunum eitthvað áfram,“ segir Þórunn Hanna.Sprautunálar á víðavangi stöðugt vandamál Leit að sprautunálum í Google skilar 5.770 niðurstöðum. Í mörgum tilvikum er um að ræða fréttir um sprautunálar sem fundust á víðavangi hér á landi en það virðist vera nær stöðugt umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Ef opnuð yrðu neyslurými í Reykjavík hefðu einstaklingar sem neyta vímuefna í æð öruggt athvarf og nálum þeirra yrði fargað jafnóðum. Það myndi jafnframt draga úr nýgengi blóðborinna sjúkdóma eins og HIV meðal þeirra sem neyta vímuefna í æð. „Það þarf að opna neyslurými þar sem ofskömmtunarfaraldrar eru. Hér á landi deyja 12-13 í vímuefnaneyslu árlega. Í fyrra létust 25 einstaklingar vegna efnaeitrana eða vímuefnaneyslu. Þar af sautján vegna ópíóða. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil,“ segir Þórunn Hanna.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira