Nær ekki endum saman í krabbameinsmeðferð: „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 20:00 Söfnun hefur verið sett af stað fyrir Ölmu Geirdal, 38 ára einstæða móður, sem greindist með brjóstakrabbamein á síðasta ári. Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári og er nú í lyfjameðferð. Hún er einstæð þriggja barna móðir á lágmarkstekjum og segir að það sé ekki mögulegt fyrir hana að ná endum saman eins og staðan er í dag. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ölmu, til þess að létta undir fjölskyldunni fjárhagslega í veikindum hennar.Ætlar að sigrast á meininu „Ég var búin að finna fyrir verk í brjóstinu frá því í júlí árið sem ég greinist en engan hnút,“ segir Alma um veikindi sín. Alma var 38 ára þegar hún fékk greininguna í október og var á þeim tíma starfsmaður á sambýli auk þess að starfa sem ljósmyndari og uppistandari. Hún segir að greiningin hafi verið óvænt og mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Þetta var rosalegt sjokk en ég fann strax kraft, ætlaði að berjast og sigra þetta. Ég ætlaði að standa uppi sem sigurvegari svo það fór meiri kraftur um mig en hræðsla, en ég var samt sár og leið yfir þessu.“ Alma fór í aðgerð þann 15. nóvember þar sem vinstra brjóstið var tekið. „Ég byrjaði síðan í lyfjameðferð mánuði síðar og er búin með tvö skipti af sextán. Þeir tala um að ég klári þetta næsta sumar.“Alma segir erfitt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum.AðsentÁnægð með meðferðina Börn Ölmu eru 18, 14 og 9 ára og búa þau fjögur á heimilinu. Hún hefur ekki náð að vinna síðan hún fékk greininguna og hafa því fjárhagsvandamál fylgt í kjölfarið. „Ég er á lágmarkslaunum hjá vinnuveitandanum sem duga ekki fyrir neinu. Ég fæ engar aðrar bætur eða neitt svoleiðis og því var söfnunin sett af stað. „Það er erfitt að greinast ungur með krabbamein og það það er ekki auðvelt að veikjast á Íslandi, það er ekki ódýrt. Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi og lítið í boði. Allan lyfjakostnað greiðir maður sjálfur.“ Alma er þó mjög ánægð með þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið á Landspítalanum.„Meðferðin er mjög góð hérna á Íslandi.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0140-26-064210, kennitala 060979-3759.Uppfært: Alma segir að þegar lyfjakosnaðurinn fari yfir ákveðinn þröskuld þá aðstoði sjúkratryggingar með kostnaðinn, hún sé þó ekki komin upp að því þaki og hafi því ekki enn fengið slíka niðurgreiðslu. Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári og er nú í lyfjameðferð. Hún er einstæð þriggja barna móðir á lágmarkstekjum og segir að það sé ekki mögulegt fyrir hana að ná endum saman eins og staðan er í dag. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ölmu, til þess að létta undir fjölskyldunni fjárhagslega í veikindum hennar.Ætlar að sigrast á meininu „Ég var búin að finna fyrir verk í brjóstinu frá því í júlí árið sem ég greinist en engan hnút,“ segir Alma um veikindi sín. Alma var 38 ára þegar hún fékk greininguna í október og var á þeim tíma starfsmaður á sambýli auk þess að starfa sem ljósmyndari og uppistandari. Hún segir að greiningin hafi verið óvænt og mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Þetta var rosalegt sjokk en ég fann strax kraft, ætlaði að berjast og sigra þetta. Ég ætlaði að standa uppi sem sigurvegari svo það fór meiri kraftur um mig en hræðsla, en ég var samt sár og leið yfir þessu.“ Alma fór í aðgerð þann 15. nóvember þar sem vinstra brjóstið var tekið. „Ég byrjaði síðan í lyfjameðferð mánuði síðar og er búin með tvö skipti af sextán. Þeir tala um að ég klári þetta næsta sumar.“Alma segir erfitt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum.AðsentÁnægð með meðferðina Börn Ölmu eru 18, 14 og 9 ára og búa þau fjögur á heimilinu. Hún hefur ekki náð að vinna síðan hún fékk greininguna og hafa því fjárhagsvandamál fylgt í kjölfarið. „Ég er á lágmarkslaunum hjá vinnuveitandanum sem duga ekki fyrir neinu. Ég fæ engar aðrar bætur eða neitt svoleiðis og því var söfnunin sett af stað. „Það er erfitt að greinast ungur með krabbamein og það það er ekki auðvelt að veikjast á Íslandi, það er ekki ódýrt. Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi og lítið í boði. Allan lyfjakostnað greiðir maður sjálfur.“ Alma er þó mjög ánægð með þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið á Landspítalanum.„Meðferðin er mjög góð hérna á Íslandi.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0140-26-064210, kennitala 060979-3759.Uppfært: Alma segir að þegar lyfjakosnaðurinn fari yfir ákveðinn þröskuld þá aðstoði sjúkratryggingar með kostnaðinn, hún sé þó ekki komin upp að því þaki og hafi því ekki enn fengið slíka niðurgreiðslu.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira