Eric Clapton segist vera að missa heyrnina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 21:42 Eric Clapton er talinn vera einn besti gítarleikari allra tíma. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Eric Clapton hefur nú opinberað að hann sé að missa heyrnina. Clapton greindi frá þessu í þættinum Steve Wright in the Afternoon á BBC Radio 2 í vikunni. Þar sagði hann að auk þess að missa heyrnina væri hann með tinnitus, sjúkdóm sem veldur krónísku eyrnasuði. „Ég meina, ég er að missa heyrnina, ég er með eyrnasuð, hendurnar mínar rétt svo virka,“ sagði Clapton. „Ég vona að fólk muni halda áfram að koma og sjá mig vegna þess að ég er furðuverk, eða jafnvel vegna einhvers annars. En ég veit að það er hluti af ástæðunni. Mér finnst magnað að ég sé enn hér.“Talinn einn sá allra besti Clapton hefur þó ekki í hyggju að leggja gítarinn á hilluna í bráð. „Ég mun halda áfram að vinna, ég er að spila hér og þar,“ sagði hann. „Það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að vera á áttræðisaldri og vera vandvirkur.“ Eric Clapton er fyrir löngu orðin goðsögn í tónlistarbransanum. Hann fagnar 73 ára afmæli sínu þann 30. mars næstkomandi. Hann hóf feril sinn með hljómsveitinniThe Yardbirds og seinna með Cream. Hann er talinn vera einn besti gítarleikari allra tíma og er eini tónlistarmaðurinn sem hefur í þrígang verið vígður inn í heiðurshöll tónlistarmanna (Rock and Roll Hall of Fame). Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Eric Clapton hefur nú opinberað að hann sé að missa heyrnina. Clapton greindi frá þessu í þættinum Steve Wright in the Afternoon á BBC Radio 2 í vikunni. Þar sagði hann að auk þess að missa heyrnina væri hann með tinnitus, sjúkdóm sem veldur krónísku eyrnasuði. „Ég meina, ég er að missa heyrnina, ég er með eyrnasuð, hendurnar mínar rétt svo virka,“ sagði Clapton. „Ég vona að fólk muni halda áfram að koma og sjá mig vegna þess að ég er furðuverk, eða jafnvel vegna einhvers annars. En ég veit að það er hluti af ástæðunni. Mér finnst magnað að ég sé enn hér.“Talinn einn sá allra besti Clapton hefur þó ekki í hyggju að leggja gítarinn á hilluna í bráð. „Ég mun halda áfram að vinna, ég er að spila hér og þar,“ sagði hann. „Það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að vera á áttræðisaldri og vera vandvirkur.“ Eric Clapton er fyrir löngu orðin goðsögn í tónlistarbransanum. Hann fagnar 73 ára afmæli sínu þann 30. mars næstkomandi. Hann hóf feril sinn með hljómsveitinniThe Yardbirds og seinna með Cream. Hann er talinn vera einn besti gítarleikari allra tíma og er eini tónlistarmaðurinn sem hefur í þrígang verið vígður inn í heiðurshöll tónlistarmanna (Rock and Roll Hall of Fame).
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira