Dæmdur fyrir vopnaburð en sýknaður fyrir að bera eld að Menningarsetri múslima Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2018 20:00 Vísir/Andri Marinó Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til að greiða 40 þúsund krónur í sekt eða sæta fjögurra daga fangelsisvistar fyrir að bera 23 sentímetra fjaðrahníf og hnúajárn. Hann var sýknaður af því að hafa reynt að bera eld að Menningarsetri múslima í júní 2016. Maðurinn játaði vopnaburðinn og var hann þar að auki ákærður samkvæmt 233. grein a) almennra hegningalaga. „Samkvæmt 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal hver sá sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum,“ segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ekki vita hvaða starfsemi færi fram í fyrrnefndu húsi. Þrír lögregluþjónar báru vitni og sögðust hafa fengið tilkynningu um að verið væri að bera eld að húsinu. Þegar þeir komu á vettvang hafi brenndur klósettpappír verið við innihurð hússins og sögðu þeir manninn hafa legið sofandi þar skammt frá. Þeir sögðust hafa rætt við hann og beðið hann um að yfirgefa svæðið. Svo hafi þeir farið. Önnur tilkynning barst svo tíu mínútum seinna um að verið væri að bera eld að Menningarsetrinu og sneru lögregluþjónarnir því aftur. Þá sögðust þeir hafa komið að manninum þar sem hann hafi verið búinn að vefja klósettpappír um hurðarhún útidyrahurðar hússins og hafi verið að reyna að kveikja í pappírnum. Maðurinn var handtekinn og lögregluþjónarnir segja hann hafa sagst vera þjóðernissinna og á móti múslimum. Þá átti hann að hafa sagt að hann hefði reynt að gefa út yfirlýsingu með gjörðum sínum.Fyllerísrugl og ekkert annað Maðurinn sjálfur sagði fyrir dómi að hann hefði verið í tveimur samkvæmum um nóttina og drukkið ótæpilega af áfengi. Því mundi hann atvikið ekki vel. Hann hafi farið út til að kaupa sígarettur og komið að Menningarsetrinu og haldið að þar væri kór til húsa. Þar sagðist maðurinn hafa fundið pappírinn og að hann mundi óljóst eftir að hafa kveikt í pappír við húsið. Þó sagðist hann telja að búið hefði verið að kveikja í pappírnum þegar hann bar að garði. Þá sagðist hann ekki muna til þess að hafa vafið pappír um hurðarhún og sagðist hann eiga það til þegar hann væri ölvaður að tendra eld en þó eingöngu sér til skemmtunar. Ekki til þess að valda tjóni. Þar að auki sagði hann ekki rétt að hann hefði sagst vera þjóðernissinni. Líklegast hefði hann sagst vera föðurlandsvinur og að honum væri ekkert illa við íslam. Mögulega hefði hann lýst yfir andstöðu við trúarbrögð almennt. Maðurinn sagðist ekki hafa verið í neinu ástandi til þess að lýsa einu né neinu yfir og að um fyllerísrugl hefði verið að ræða og ekkert annað. Hið sama sagði hann í skýrslutöku degi eftir að hann var handtekinn. Í niðurstöðu dómsins segir ljóst að maðurinn gert tilraun til að leggja eld að salernispappír á útidyrahurð hússins og af þessari háttsemi hefði bæði geta hlotist hætta og eignatjón. Maðurinn var þó ákærður gagnvart lagagrein sem snýr að tjáningu á opinberum vettvangi. Dóminum þótti „fátækleg gögn“ sem lögregla aflaði við rannsókn málsins ekki styðja þann málatilbúnað ákæruvaldsins að markmið mannsins hefði verið að hæða, rægja, smána eða ógna manni eða hópi manna. Þar að auki hefði maðurinn verið verulega ölvaður þegar rætt var við hann að ekki var hægt að gefa þeim viðræðum mikið vægi. Maðurinn var því sýknaður.Dóminn má lesa hér. Lögreglumál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til að greiða 40 þúsund krónur í sekt eða sæta fjögurra daga fangelsisvistar fyrir að bera 23 sentímetra fjaðrahníf og hnúajárn. Hann var sýknaður af því að hafa reynt að bera eld að Menningarsetri múslima í júní 2016. Maðurinn játaði vopnaburðinn og var hann þar að auki ákærður samkvæmt 233. grein a) almennra hegningalaga. „Samkvæmt 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal hver sá sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum,“ segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ekki vita hvaða starfsemi færi fram í fyrrnefndu húsi. Þrír lögregluþjónar báru vitni og sögðust hafa fengið tilkynningu um að verið væri að bera eld að húsinu. Þegar þeir komu á vettvang hafi brenndur klósettpappír verið við innihurð hússins og sögðu þeir manninn hafa legið sofandi þar skammt frá. Þeir sögðust hafa rætt við hann og beðið hann um að yfirgefa svæðið. Svo hafi þeir farið. Önnur tilkynning barst svo tíu mínútum seinna um að verið væri að bera eld að Menningarsetrinu og sneru lögregluþjónarnir því aftur. Þá sögðust þeir hafa komið að manninum þar sem hann hafi verið búinn að vefja klósettpappír um hurðarhún útidyrahurðar hússins og hafi verið að reyna að kveikja í pappírnum. Maðurinn var handtekinn og lögregluþjónarnir segja hann hafa sagst vera þjóðernissinna og á móti múslimum. Þá átti hann að hafa sagt að hann hefði reynt að gefa út yfirlýsingu með gjörðum sínum.Fyllerísrugl og ekkert annað Maðurinn sjálfur sagði fyrir dómi að hann hefði verið í tveimur samkvæmum um nóttina og drukkið ótæpilega af áfengi. Því mundi hann atvikið ekki vel. Hann hafi farið út til að kaupa sígarettur og komið að Menningarsetrinu og haldið að þar væri kór til húsa. Þar sagðist maðurinn hafa fundið pappírinn og að hann mundi óljóst eftir að hafa kveikt í pappír við húsið. Þó sagðist hann telja að búið hefði verið að kveikja í pappírnum þegar hann bar að garði. Þá sagðist hann ekki muna til þess að hafa vafið pappír um hurðarhún og sagðist hann eiga það til þegar hann væri ölvaður að tendra eld en þó eingöngu sér til skemmtunar. Ekki til þess að valda tjóni. Þar að auki sagði hann ekki rétt að hann hefði sagst vera þjóðernissinni. Líklegast hefði hann sagst vera föðurlandsvinur og að honum væri ekkert illa við íslam. Mögulega hefði hann lýst yfir andstöðu við trúarbrögð almennt. Maðurinn sagðist ekki hafa verið í neinu ástandi til þess að lýsa einu né neinu yfir og að um fyllerísrugl hefði verið að ræða og ekkert annað. Hið sama sagði hann í skýrslutöku degi eftir að hann var handtekinn. Í niðurstöðu dómsins segir ljóst að maðurinn gert tilraun til að leggja eld að salernispappír á útidyrahurð hússins og af þessari háttsemi hefði bæði geta hlotist hætta og eignatjón. Maðurinn var þó ákærður gagnvart lagagrein sem snýr að tjáningu á opinberum vettvangi. Dóminum þótti „fátækleg gögn“ sem lögregla aflaði við rannsókn málsins ekki styðja þann málatilbúnað ákæruvaldsins að markmið mannsins hefði verið að hæða, rægja, smána eða ógna manni eða hópi manna. Þar að auki hefði maðurinn verið verulega ölvaður þegar rætt var við hann að ekki var hægt að gefa þeim viðræðum mikið vægi. Maðurinn var því sýknaður.Dóminn má lesa hér.
Lögreglumál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira