Borgin kaupir Sævarhöfða á milljarð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2018 16:08 Gísli Gíslason hafnarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir kaupsamninginn Mynd/Reykjavíkurborg Í dag var gengið frá kaupum Reykjavíkurborgar á Sævarhöfða 33 af Faxaflóahöfnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri skrifuðu undir kaupsamninginn. Kaupin eru gerð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni og landfyllingu henni tengdri. Á vef Reykjavíkurborgar segir að heildargreiðslur fyrir landið og húseignir eru nær 1,1 milljarður króna. Lóðin Sævarhöfði 33 er alls um 76 þús. fermetrar en einnig er keypt 400 fermetra skrifstofubygging, rúmlega 800 fermetra verkstæði og 400 fermetra vörugeymsla, sem og 100 metra viðlegukantur. Kaupin eru gerð að undangengnum samningum við Björgun ehf. um brottflutning og hreinsun svæðisins ásamt gerð hluta þeirrar landfyllingar sem fyrirhuguð er. Um langt skeið hefur legið fyrir að notkun svæðisins muni breytast úr hafntengd starfsemi yfir í íbúðabyggð. Fyrir liggur rammaskipulag um svæðið og er deilskipulag í auglýsingaferli. Umhverfismat fyrir landfyllingu liggur fyrir ásamt framkvæmdaleyfi og eru framkvæmdir við fyllingargerðina hafnar af hálfu Björgunar samkvæmt verksamningi milli Faxaflóahafna og Björgunar þar um. Björgun mun afhenda lóðina í áföngum og verður síðasti hlutinn afhentur 1. júní 2019. Byggingarhæfar lóðir verða þó til á hluta svæðisins nokkru fyrr, en lengri tíma mun taka að gera lóðir byggingarhæfar á nýrri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að hefja gatnaframkvæmdir á þessu ári á hluta svæðisins. Vilyrði fyrir tveimur lóðum á svæðinu hefur þegar verið veitt. Annars vegar til Bjargs hses. og hins vegar til Búseta á þeim lóðum sem verða fyrstar byggingarhæfar. Eftir því sem að landfyllingu vindur fram og hægt verður að losa jarðefni af þegar gerðu landi verður fyrsti hluti svæðisins síðan einnig byggingarhæfur. Samkvæmt deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir að á svæðinu muni rísa svokallaða Bryggjuhverfi vestur sem er hluti af uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600.Gert er ráð fyrir að bryggjuhverfið muni líta nokkurn veginn svona út.Mynd/Arkís, Verkís og Landslag Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. 7. júní 2017 14:12 Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. 9. janúar 2018 14:30 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í dag var gengið frá kaupum Reykjavíkurborgar á Sævarhöfða 33 af Faxaflóahöfnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri skrifuðu undir kaupsamninginn. Kaupin eru gerð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni og landfyllingu henni tengdri. Á vef Reykjavíkurborgar segir að heildargreiðslur fyrir landið og húseignir eru nær 1,1 milljarður króna. Lóðin Sævarhöfði 33 er alls um 76 þús. fermetrar en einnig er keypt 400 fermetra skrifstofubygging, rúmlega 800 fermetra verkstæði og 400 fermetra vörugeymsla, sem og 100 metra viðlegukantur. Kaupin eru gerð að undangengnum samningum við Björgun ehf. um brottflutning og hreinsun svæðisins ásamt gerð hluta þeirrar landfyllingar sem fyrirhuguð er. Um langt skeið hefur legið fyrir að notkun svæðisins muni breytast úr hafntengd starfsemi yfir í íbúðabyggð. Fyrir liggur rammaskipulag um svæðið og er deilskipulag í auglýsingaferli. Umhverfismat fyrir landfyllingu liggur fyrir ásamt framkvæmdaleyfi og eru framkvæmdir við fyllingargerðina hafnar af hálfu Björgunar samkvæmt verksamningi milli Faxaflóahafna og Björgunar þar um. Björgun mun afhenda lóðina í áföngum og verður síðasti hlutinn afhentur 1. júní 2019. Byggingarhæfar lóðir verða þó til á hluta svæðisins nokkru fyrr, en lengri tíma mun taka að gera lóðir byggingarhæfar á nýrri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að hefja gatnaframkvæmdir á þessu ári á hluta svæðisins. Vilyrði fyrir tveimur lóðum á svæðinu hefur þegar verið veitt. Annars vegar til Bjargs hses. og hins vegar til Búseta á þeim lóðum sem verða fyrstar byggingarhæfar. Eftir því sem að landfyllingu vindur fram og hægt verður að losa jarðefni af þegar gerðu landi verður fyrsti hluti svæðisins síðan einnig byggingarhæfur. Samkvæmt deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir að á svæðinu muni rísa svokallaða Bryggjuhverfi vestur sem er hluti af uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600.Gert er ráð fyrir að bryggjuhverfið muni líta nokkurn veginn svona út.Mynd/Arkís, Verkís og Landslag
Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. 7. júní 2017 14:12 Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. 9. janúar 2018 14:30 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. 7. júní 2017 14:12
Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. 9. janúar 2018 14:30
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00