Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 14:19 Margir hafa túlkað ummælin sem höfð eru eftir Trump sem enn eina vísbendinguna um að hann sé rasisti. Vísir/AFP Ummælin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði uppi um nokkur ríki Mið-Ameríku og Afríku voru „hörð“ en ekki þau sem greint hefur verið frá. Þetta fullyrðir Trump á Twitter-síðu sinni. Viðstaddir segja að hann hafi kallað lönd eins og Haítí „skítaholur“ á fundi með þingmönnum í gær.Washington Post sagði upphaflega frá ummælum Trump á fundinum en fleiri fjölmiðlar fengu þau staðfest í kjölfarið. Forsetanum á að hafa gramist hugmyndir þingmanna um að vernda fólk frá löndum eins og Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkrum Afríkuríkjum í tengslum við uppstokkun á innflytjendastefnu Bandaríkjanna. „Af hverju erum við að fá allt þetta fólk frá skítaholulöndum hingað?“ á Trump að hafa sagt þingmönnunum og átti við fyrrnefndu löndin. Eins og gefur að skilja vöktu ummælin töluvert fjarðrafok. Stjórnvöld á Haítí hafa meðal annars krafið Bandaríkjastjórn skýringa á þeim. Talsmenn Hvíta hússins þrættu ekki fyrir ummælin þegar fjölmiðlar óskuðu eftir viðbrögðum í gær.Skjáskot/TwitterEnn og aftur greip Trump til Twitter til að svara fyrir sig í dag. „Orðalagið sem ég notaði á fundi um DACA var hart en þetta var ekki orðalagið sem var notað,“ tísti forsetinn og virtist þar vísa til ummælanna um „skítaholur“. DACA er áætlun bandarískra yfirvalda sem hefur veitt börnum sem komu ólöglega til landsins með foreldrum sínum áframhaldandi dvarlarleyfi í Bandaríkjunum. Þá fullyrðir Trump að hann hafi ekki sagt neitt níðandi um Haíti. Washington Post hafði eftir embættismanni úr Hvíta húsinu að Trump hafði krafist þess að fólk þaðan yrði tekið af lista fólks sem nyti sérstakrar verndar gagnvart brottflutningi. „Sagði aldrei neitt niðrandi um Haítíbúa annað en að Haítí er augljóslega mjög fátækt land í vanda statt. Ég sagði aldrei „takið þau út“. Búið til af demókrötum. Ég á í frábæru sambandi við Haítíbúa. Ætti líklega að taka upp fundi í framtíðinni – því miður, ekkert traust!“ tísti forsetinn. Athygli vakti á sínum tíma þegar Trump ýjaði sterklega að því að hann ætti upptökur af samtölum við James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hann rak eftir að Comey hafði greint frá vafasömum samskiptum þeirra. Síðar þurfti Trump að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Ummælin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði uppi um nokkur ríki Mið-Ameríku og Afríku voru „hörð“ en ekki þau sem greint hefur verið frá. Þetta fullyrðir Trump á Twitter-síðu sinni. Viðstaddir segja að hann hafi kallað lönd eins og Haítí „skítaholur“ á fundi með þingmönnum í gær.Washington Post sagði upphaflega frá ummælum Trump á fundinum en fleiri fjölmiðlar fengu þau staðfest í kjölfarið. Forsetanum á að hafa gramist hugmyndir þingmanna um að vernda fólk frá löndum eins og Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkrum Afríkuríkjum í tengslum við uppstokkun á innflytjendastefnu Bandaríkjanna. „Af hverju erum við að fá allt þetta fólk frá skítaholulöndum hingað?“ á Trump að hafa sagt þingmönnunum og átti við fyrrnefndu löndin. Eins og gefur að skilja vöktu ummælin töluvert fjarðrafok. Stjórnvöld á Haítí hafa meðal annars krafið Bandaríkjastjórn skýringa á þeim. Talsmenn Hvíta hússins þrættu ekki fyrir ummælin þegar fjölmiðlar óskuðu eftir viðbrögðum í gær.Skjáskot/TwitterEnn og aftur greip Trump til Twitter til að svara fyrir sig í dag. „Orðalagið sem ég notaði á fundi um DACA var hart en þetta var ekki orðalagið sem var notað,“ tísti forsetinn og virtist þar vísa til ummælanna um „skítaholur“. DACA er áætlun bandarískra yfirvalda sem hefur veitt börnum sem komu ólöglega til landsins með foreldrum sínum áframhaldandi dvarlarleyfi í Bandaríkjunum. Þá fullyrðir Trump að hann hafi ekki sagt neitt níðandi um Haíti. Washington Post hafði eftir embættismanni úr Hvíta húsinu að Trump hafði krafist þess að fólk þaðan yrði tekið af lista fólks sem nyti sérstakrar verndar gagnvart brottflutningi. „Sagði aldrei neitt niðrandi um Haítíbúa annað en að Haítí er augljóslega mjög fátækt land í vanda statt. Ég sagði aldrei „takið þau út“. Búið til af demókrötum. Ég á í frábæru sambandi við Haítíbúa. Ætti líklega að taka upp fundi í framtíðinni – því miður, ekkert traust!“ tísti forsetinn. Athygli vakti á sínum tíma þegar Trump ýjaði sterklega að því að hann ætti upptökur af samtölum við James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hann rak eftir að Comey hafði greint frá vafasömum samskiptum þeirra. Síðar þurfti Trump að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07
Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15
Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47