Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 vísir/vilhelm Einstaklingar án sjúkratryggingar skulda Landspítalanum tæpar 190 milljónir fyrir meðferð á spítalanum á árunum 2013-2016. Hæsta gjaldfallna krafa spítalans vegna ótryggðs sjúklings er tæpar 8,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari fjármálasviðs Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Langstærstur hluti milljónanna 190 er til kominn vegna erlendra ríkisborgara en komur þeirra á spítalann hafa nærri þrefaldast frá árinu 2013. Þannig komu 1.053 ótryggðir erlendir einstaklingar á spítalann árið 2013 en síðustu tvö ár hafa þeir verið um 2.700. Langflestir leita til spítalans í júlí og ágúst. „Með fjölgun ferðamanna hefur komum og legum ósjúkratryggðra fjölgað undanfarin ár. Staðgreiðsluhlutfall þeirra á bráðamóttöku er um 66 prósent, en mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilvikum,“ segir í svarinu. Eðli málsins samkvæmt eru kröfurnar misháar eftir því hve mikla þjónustu viðkomandi fékk. Þar spila inn í aðgerðir, kostnaður vegna lyfja og lega á gjörgæslu eða öðrum deildum spítalans. Hæsta skuld einstaklings við spítalann, í október 2017, nam 8,4 milljónum króna en næsthæsta krafan var upp á 7,7 milljónir. Samtals eru sjö hæstu kröfur spítalans á hendur einstaklingum 41,5 milljónir króna. Innlagnir erlends fólks án sjúkratryggingar á Landspítalanum voru ríflega þrefalt fleiri í fyrra en árið 2013. Jöfn og þétt aukning hefur verið undanfarin ár. Hlutfallið helst í hendur við komur sama hóps á spítalann en þær hafa tæplega þrefaldast á sama tímabili. Sömu sögu er að segja af upphæð viðskiptakrafna spítalans vegna ótryggðra á tímabilinu. Árið 2013 námu kröfurnar rúmlega 261 milljón en árið 2016 var upphæðin tæpar 566 milljónir. Um áramótin síðustu námu kröfur vegna ársins 2017 tæpum 725 milljónum en sú upphæð mun hækka þar sem enn á eftir að gefa út einhverja reikninga fyrir síðustu vikur ársins. „Staðgreiðsla er misjöfn eftir deildum, en að meðaltali er hún um 80 prósent,“ segir í svari fjármálasviðs spítalans. Verði ekki af staðgreiðslu er krafa stofnuð í netbanka en sé hún ekki greidd er gripið til frekari innheimtuaðgerða. Ekki liggur fyrir hver kostnaður er við innheimtu þessara krafna en „gera má ráð fyrir að vinna fjármálasviðs vegna þessarar aukningar hafi aukist um hálft til eitt stöðugildi“. Kostnaður við innheimtu skuldanna liggur ekki fyrir. Komugjöld eru innheimt á um tuttugu stöðum víðsvegar á spítalanum og þeir starfsmenn, auk starfsmanna fjármálasviðs, sinna að auki ýmsum öðrum störfum. Því þyrfti að reikna út beinan launakostnað, kostnað við tölvukerfi auk annars kostnaðar sem til fellur við verkin. „Þessi innheimta er lögbundin samkvæmt reglugerðum sem velferðarráðherra setur og það hefur ekki verið talin þörf á að leggja í þá vinnu að kostnaðargreina hana sérstaklega,“ segir í svari spítalans. Langflestir erlendir ferðamenn leita til spítalans í júlí og ágúst en september fylgir þar á eftir. Í takt við auknar heimsóknir ferðamanna yfir vetrarmánuðina má einnig sjá að komum hefur fjölgað stöðugt í nóvember, desember og janúar. Þeim sem leggjast inn á spítalann hefur einnig fjölgað. 133 ótryggðir erlendir einstaklingar lögðust inn á spítalann árið 2013 eða um þrettán prósent þeirra sem þangað leituðu. Árið 2016 var fjöldinn 361 og 436 í fyrra eða rúmur fimmtungur þeirra sem þangað leituðu. „Mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, [heldur en staðgreiðslukröfur], enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilfellum,“ segir í svari spítalans. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Einstaklingar án sjúkratryggingar skulda Landspítalanum tæpar 190 milljónir fyrir meðferð á spítalanum á árunum 2013-2016. Hæsta gjaldfallna krafa spítalans vegna ótryggðs sjúklings er tæpar 8,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari fjármálasviðs Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Langstærstur hluti milljónanna 190 er til kominn vegna erlendra ríkisborgara en komur þeirra á spítalann hafa nærri þrefaldast frá árinu 2013. Þannig komu 1.053 ótryggðir erlendir einstaklingar á spítalann árið 2013 en síðustu tvö ár hafa þeir verið um 2.700. Langflestir leita til spítalans í júlí og ágúst. „Með fjölgun ferðamanna hefur komum og legum ósjúkratryggðra fjölgað undanfarin ár. Staðgreiðsluhlutfall þeirra á bráðamóttöku er um 66 prósent, en mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilvikum,“ segir í svarinu. Eðli málsins samkvæmt eru kröfurnar misháar eftir því hve mikla þjónustu viðkomandi fékk. Þar spila inn í aðgerðir, kostnaður vegna lyfja og lega á gjörgæslu eða öðrum deildum spítalans. Hæsta skuld einstaklings við spítalann, í október 2017, nam 8,4 milljónum króna en næsthæsta krafan var upp á 7,7 milljónir. Samtals eru sjö hæstu kröfur spítalans á hendur einstaklingum 41,5 milljónir króna. Innlagnir erlends fólks án sjúkratryggingar á Landspítalanum voru ríflega þrefalt fleiri í fyrra en árið 2013. Jöfn og þétt aukning hefur verið undanfarin ár. Hlutfallið helst í hendur við komur sama hóps á spítalann en þær hafa tæplega þrefaldast á sama tímabili. Sömu sögu er að segja af upphæð viðskiptakrafna spítalans vegna ótryggðra á tímabilinu. Árið 2013 námu kröfurnar rúmlega 261 milljón en árið 2016 var upphæðin tæpar 566 milljónir. Um áramótin síðustu námu kröfur vegna ársins 2017 tæpum 725 milljónum en sú upphæð mun hækka þar sem enn á eftir að gefa út einhverja reikninga fyrir síðustu vikur ársins. „Staðgreiðsla er misjöfn eftir deildum, en að meðaltali er hún um 80 prósent,“ segir í svari fjármálasviðs spítalans. Verði ekki af staðgreiðslu er krafa stofnuð í netbanka en sé hún ekki greidd er gripið til frekari innheimtuaðgerða. Ekki liggur fyrir hver kostnaður er við innheimtu þessara krafna en „gera má ráð fyrir að vinna fjármálasviðs vegna þessarar aukningar hafi aukist um hálft til eitt stöðugildi“. Kostnaður við innheimtu skuldanna liggur ekki fyrir. Komugjöld eru innheimt á um tuttugu stöðum víðsvegar á spítalanum og þeir starfsmenn, auk starfsmanna fjármálasviðs, sinna að auki ýmsum öðrum störfum. Því þyrfti að reikna út beinan launakostnað, kostnað við tölvukerfi auk annars kostnaðar sem til fellur við verkin. „Þessi innheimta er lögbundin samkvæmt reglugerðum sem velferðarráðherra setur og það hefur ekki verið talin þörf á að leggja í þá vinnu að kostnaðargreina hana sérstaklega,“ segir í svari spítalans. Langflestir erlendir ferðamenn leita til spítalans í júlí og ágúst en september fylgir þar á eftir. Í takt við auknar heimsóknir ferðamanna yfir vetrarmánuðina má einnig sjá að komum hefur fjölgað stöðugt í nóvember, desember og janúar. Þeim sem leggjast inn á spítalann hefur einnig fjölgað. 133 ótryggðir erlendir einstaklingar lögðust inn á spítalann árið 2013 eða um þrettán prósent þeirra sem þangað leituðu. Árið 2016 var fjöldinn 361 og 436 í fyrra eða rúmur fimmtungur þeirra sem þangað leituðu. „Mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, [heldur en staðgreiðslukröfur], enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilfellum,“ segir í svari spítalans.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira