Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2018 20:15 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Nýja ferjan er nú í smíðum í skipasmíðastöðinni Crist í Gdynia í Póllandi en áformað er að hún komi til landsins síðsumars. Bæjarstjórnin í Eyjum hefur nú fengið veður af því að til standi að Vestmannaeyjaferjan fái nýtt nafn. „Það kom svolítið aftan að okkur. Við höfðum ekki hugmynd um að það væru uppi einhver áform um að breyta um nafn á ferjunni,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Raunar er málið komið svo langt að það er byrjað að nota nýja nafnið. „Það er náttúrlega verið að smíða þetta skip og það þarf að skrá það og skrá vélar og parta í það. Þannig að það þarf að fá nafn og nafnið sem þeir eru byrjaðir að nota er nafnið Vilborg. En að sjálfsögðu getur eigandinn bara ráðið því hvað hann kallar skipið.“ -Þannig að óbreyttu, þá mun hún heita Vilborg? „Að óbreyttu mun hún heita Vilborg. Það er svona það sem smíðanefndin hefur ákveðið. En smíðanefndin ein og sér ræður þessu ekki. Það er væntanlega ráðherra sem tekur endanlega afstöðu,“ svarar bæjarstjórinn.Svona mun nýja ferjan lita út, samkvæmt tölvugerðri mynd frá skipasmíðastöðinni.Forn sögn er um að dóttir landnámsmannsins Herjólfs hafi heitið Vilborg. „Maður skilur alveg þessi rök sem þarna liggja til grundvallar. Þetta er ný kynslóð. Þetta er annarskonar þjónusta heldur en hingað til hefur verið veitt. Og mörgum, sérstaklega af yngri kynslóðinni, finnst kannski komin ástæða til að feðraveldið gefið eitthvað eftir og að ný Vestmannaeyjaferja heiti kvenmannsnafni. En kannski er það til marks um hvað ég er orðinn gamall, bráðum hálfrar aldar, að sjálfur er ég nú hrifnastur af nafninu Herjólfur og hefði gjarnan viljað halda því.“ Elliði segir búist við því að nýja ferjan komi til Íslands í lok ágúst eða byrjun september. „Svona persónulega fyndist mér eðlilegt að það yrði leitað til bæjarbúa um hvað þeim finnst að ferjan eigi að heita. Mig grunar að þetta íhaldssama samfélag myndi velja nafnið Herjólf.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Nýja ferjan er nú í smíðum í skipasmíðastöðinni Crist í Gdynia í Póllandi en áformað er að hún komi til landsins síðsumars. Bæjarstjórnin í Eyjum hefur nú fengið veður af því að til standi að Vestmannaeyjaferjan fái nýtt nafn. „Það kom svolítið aftan að okkur. Við höfðum ekki hugmynd um að það væru uppi einhver áform um að breyta um nafn á ferjunni,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Raunar er málið komið svo langt að það er byrjað að nota nýja nafnið. „Það er náttúrlega verið að smíða þetta skip og það þarf að skrá það og skrá vélar og parta í það. Þannig að það þarf að fá nafn og nafnið sem þeir eru byrjaðir að nota er nafnið Vilborg. En að sjálfsögðu getur eigandinn bara ráðið því hvað hann kallar skipið.“ -Þannig að óbreyttu, þá mun hún heita Vilborg? „Að óbreyttu mun hún heita Vilborg. Það er svona það sem smíðanefndin hefur ákveðið. En smíðanefndin ein og sér ræður þessu ekki. Það er væntanlega ráðherra sem tekur endanlega afstöðu,“ svarar bæjarstjórinn.Svona mun nýja ferjan lita út, samkvæmt tölvugerðri mynd frá skipasmíðastöðinni.Forn sögn er um að dóttir landnámsmannsins Herjólfs hafi heitið Vilborg. „Maður skilur alveg þessi rök sem þarna liggja til grundvallar. Þetta er ný kynslóð. Þetta er annarskonar þjónusta heldur en hingað til hefur verið veitt. Og mörgum, sérstaklega af yngri kynslóðinni, finnst kannski komin ástæða til að feðraveldið gefið eitthvað eftir og að ný Vestmannaeyjaferja heiti kvenmannsnafni. En kannski er það til marks um hvað ég er orðinn gamall, bráðum hálfrar aldar, að sjálfur er ég nú hrifnastur af nafninu Herjólfur og hefði gjarnan viljað halda því.“ Elliði segir búist við því að nýja ferjan komi til Íslands í lok ágúst eða byrjun september. „Svona persónulega fyndist mér eðlilegt að það yrði leitað til bæjarbúa um hvað þeim finnst að ferjan eigi að heita. Mig grunar að þetta íhaldssama samfélag myndi velja nafnið Herjólf.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45