Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 14:30 Flaggað var í hálfa stöng við verslun IKEA í Garðabæ í dag til heiður Ingvars Kamprad sem andaðist í gær. Vísir/AFP Ingvar Kamprad var snillingur sem hafði feykileg áhrif á hvernig fólk býr og lifir í dag. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, þar sem flaggað hefur verið í hálfa stöng í dag eftir að fréttir af andláti Kamprad bárust. Kamprad var 91 árs gamall en hann lést í heimabæ sínum Småland í Suður-Svíþjóð í gær. Hann stofnaði IKEA árið 1943 og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna síðan. „Þetta er eitt af stóru nöfnum síðustu aldar. Hann var algert séní og það er svo margt sem maður lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann var mjög klár karl. Ég mun sakna hans sem flotts karls sem hafði mikil áhrif og hafði skýra sýn,“ segir Þórarinn.Bókahillurnar voru tvö hundruð kíló í gamla dagaMeð IKEA hafi Kamprad breytt heiminum. Fólki þurfi ekki endilega að eiga nein IKEA-húsgögn heima hjá sér til að finna fyrir því. Aðrir húsgagnaframleiðendur hafi þurft að aðlaga sig að því sem IKEA gerði. Verslunin hafi einnig keyrt niður verð á húsgögnum. „Ef við lítum bara á bókaskápa eða skrifborð þá var þetta tvö hundruð kíló í gamla daga. Menn gátu ekki komið þessu á milli hæða. Maður er bara svo fljótur að gleyma að svona var þetta. Þetta hefur haft feykilegar breytingar á því hvernig við búum og lifum,“ segir framkvæmdastjórinn. Nokkuð er síðan Kamprad dró sig út úr daglegum rekstri IKEA. Hann hætti þeim árið 1988 en sat áfram í stjórn fyrirtækisins þar sem hann hafði skoðanir, að sögn Þórarins. Synir Kamprad hafa tekið við rekstrinum undanfarin ár. Þórarinn á ekki von á að neinar breytingar verði á rekstri IKEA í kjölfar fráfalls stofnandans. Andlát IKEA Tengdar fréttir Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Ingvar Kamprad var snillingur sem hafði feykileg áhrif á hvernig fólk býr og lifir í dag. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, þar sem flaggað hefur verið í hálfa stöng í dag eftir að fréttir af andláti Kamprad bárust. Kamprad var 91 árs gamall en hann lést í heimabæ sínum Småland í Suður-Svíþjóð í gær. Hann stofnaði IKEA árið 1943 og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna síðan. „Þetta er eitt af stóru nöfnum síðustu aldar. Hann var algert séní og það er svo margt sem maður lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann var mjög klár karl. Ég mun sakna hans sem flotts karls sem hafði mikil áhrif og hafði skýra sýn,“ segir Þórarinn.Bókahillurnar voru tvö hundruð kíló í gamla dagaMeð IKEA hafi Kamprad breytt heiminum. Fólki þurfi ekki endilega að eiga nein IKEA-húsgögn heima hjá sér til að finna fyrir því. Aðrir húsgagnaframleiðendur hafi þurft að aðlaga sig að því sem IKEA gerði. Verslunin hafi einnig keyrt niður verð á húsgögnum. „Ef við lítum bara á bókaskápa eða skrifborð þá var þetta tvö hundruð kíló í gamla daga. Menn gátu ekki komið þessu á milli hæða. Maður er bara svo fljótur að gleyma að svona var þetta. Þetta hefur haft feykilegar breytingar á því hvernig við búum og lifum,“ segir framkvæmdastjórinn. Nokkuð er síðan Kamprad dró sig út úr daglegum rekstri IKEA. Hann hætti þeim árið 1988 en sat áfram í stjórn fyrirtækisins þar sem hann hafði skoðanir, að sögn Þórarins. Synir Kamprad hafa tekið við rekstrinum undanfarin ár. Þórarinn á ekki von á að neinar breytingar verði á rekstri IKEA í kjölfar fráfalls stofnandans.
Andlát IKEA Tengdar fréttir Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira