Curry með 49 stig í sigri gegn Boston Celtics Dagur Lárusson skrifar 28. janúar 2018 09:30 Curry átti stórleik. vísir/getty Stephen Curry átti hreint út sagt magnaðan leik fyrir sína menn í sigri gegn Boston Celtics í nótt en hann skoraði 49 stig og þrettán þeirra komu á síðust tveim mínútum leiksins. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en það voru gestirnir frá Boston sem byrjuðu þó leikinn betur og voru þeir yfir 37-27 eftir fyrsta 1. leikhluta. Eftir það fór Golden State að minnka forystuna og í hálfleik var staðan 54-50 fyrir Boston Celtics. Golden State byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði 30 stig í 3.leikhluta á meðan Boston skoraði aðeins 19 og því var mikil spenna á lokamínútunum. Stephen Curry fór fyrir sínu liði allan leikinn en þá sérstaklega undir lokin þar sem hann skoraði 13 stig á síðustu 2 mínútum leiksins og tryggði liði sínu að lokum nauman sigur 109-105. Curry var stigahæstur í liði Golden State en hann skoraði samtals 8 þriggja stiga körfur í leiknum. Stigahæstur í liði Boston Celtics var Kyrie Irving með 37 stig. Mikið var rætt um einvígið milli Curry og Irving í nótt en þeir þóttu báðir fara á kostum. Þeir fóru báðir fögrum orðum um hvorn annan. „Irving er frábær leikmaður. Hvernig hann sá leikinn fyrir sér í kvöld var frekar ótrúlegt,“ sagði Curry. „Mér fannst við verjast vel í leiknum en hann átti bara mikið af skotum sem var erfitt að verjast sem gaf hans liði mikið af sjálfstrausti.“ Irving sagði að hans lið hafi spilað vel en Curry hafi einfaldlega spilað of vel. „Við spiluðum vel og við héldum okkur við okkar leikplan en Curry var einfaldlega of góður í kvöld, hann var magnaður,“ sagði Irving. Bæði lið eru á toppi sinnar deildar, Boston Celtics á toppnum í Austurdeildinni og Golden State á toppnum í Vesturdeildinni en margir búast við því að það verði þessi tvö lið sem munu eigast við í úrslitunum í vor.Úrslit næturinnar: Pistons 108-121 Thunder Pacers 114-112 Magic Hawks 104-129 Wizards Heat 95-91 Hornets Warriors 109-105 Celtics Timberwolves 111-97 Nets Nuggets 91-89 MavericksHér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State Warriors og Boston Celtics. NBA Tengdar fréttir Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Stephen Curry átti hreint út sagt magnaðan leik fyrir sína menn í sigri gegn Boston Celtics í nótt en hann skoraði 49 stig og þrettán þeirra komu á síðust tveim mínútum leiksins. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en það voru gestirnir frá Boston sem byrjuðu þó leikinn betur og voru þeir yfir 37-27 eftir fyrsta 1. leikhluta. Eftir það fór Golden State að minnka forystuna og í hálfleik var staðan 54-50 fyrir Boston Celtics. Golden State byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði 30 stig í 3.leikhluta á meðan Boston skoraði aðeins 19 og því var mikil spenna á lokamínútunum. Stephen Curry fór fyrir sínu liði allan leikinn en þá sérstaklega undir lokin þar sem hann skoraði 13 stig á síðustu 2 mínútum leiksins og tryggði liði sínu að lokum nauman sigur 109-105. Curry var stigahæstur í liði Golden State en hann skoraði samtals 8 þriggja stiga körfur í leiknum. Stigahæstur í liði Boston Celtics var Kyrie Irving með 37 stig. Mikið var rætt um einvígið milli Curry og Irving í nótt en þeir þóttu báðir fara á kostum. Þeir fóru báðir fögrum orðum um hvorn annan. „Irving er frábær leikmaður. Hvernig hann sá leikinn fyrir sér í kvöld var frekar ótrúlegt,“ sagði Curry. „Mér fannst við verjast vel í leiknum en hann átti bara mikið af skotum sem var erfitt að verjast sem gaf hans liði mikið af sjálfstrausti.“ Irving sagði að hans lið hafi spilað vel en Curry hafi einfaldlega spilað of vel. „Við spiluðum vel og við héldum okkur við okkar leikplan en Curry var einfaldlega of góður í kvöld, hann var magnaður,“ sagði Irving. Bæði lið eru á toppi sinnar deildar, Boston Celtics á toppnum í Austurdeildinni og Golden State á toppnum í Vesturdeildinni en margir búast við því að það verði þessi tvö lið sem munu eigast við í úrslitunum í vor.Úrslit næturinnar: Pistons 108-121 Thunder Pacers 114-112 Magic Hawks 104-129 Wizards Heat 95-91 Hornets Warriors 109-105 Celtics Timberwolves 111-97 Nets Nuggets 91-89 MavericksHér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State Warriors og Boston Celtics.
NBA Tengdar fréttir Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30