Ofbeldið gegn erlendu konunum annars eðlis Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna „Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.„Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern fulltrúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverjum bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafnvel verða sendar úr landi. Einfaldlega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningjaráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annaðhvort aðstoða konurnar eða leiðbeina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungumál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
„Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.„Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern fulltrúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverjum bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafnvel verða sendar úr landi. Einfaldlega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningjaráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annaðhvort aðstoða konurnar eða leiðbeina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungumál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira