Drummond svaraði ekki bara á Twitter heldur líka inn á vellinum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 07:30 Enginn leikmaður NBA-deildarinnar hafði minni húmor fyrir því að vera ekki valinn í stjörnuleikinn í ár heldur en Andre Drummond, miðherji Detroit Pistons. Þessi frábæri leikmaður er að skora fjórtán stig og taka fimmtán fráköst að meðaltali í leik en var samt ekki valinn sem varamaður í austurdeildinni þegar að hóparnir voru tilkynntir í gærkvöldi. Drummond bjóst greinilega við því að vera valinn og þegar að það gerðist ekki fór hann beint á Twitter o gagnrýndi valið óbeint.Guess I gotta start doing back flips after every point I score to get attention around here! Lmao on to the next — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018Gotta be fuckin kidding me lol — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018 „Ætli ég verði ekki að fara handahlaup eftir hverja körfu til að fá einhverja athygli hérna. Ég er að grenja úr hlátri hérna. En, jæja, áfram gakk,“ skrifaði hann. Drummond til varnar var hann ekki bara að grenja á Twitter heldur svaraði hann fyrir sig inn á vellinum í nótt þegar að hann skoraði 30 stig og tók hvorki fleiri né færri en 24 fráköst, þar af 16 sóknarfráköst, á móti Utah í nótt. Því miður fyrir Detroit-liðið dugði það ekki til sigurs því Jazz vann með þremur stigum, 98-95, í framlengingu. Í jöfnu liði Utah var það Rudy Gobert sem skoraði mest eða fimmtán stig. Boston Celtics, topplið austurdeildarinnar, komst aftur á sigurbraut í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en liðið vann LA Clippers á útivelli, 113-102. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna með 20 stig auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Jayson Tatum skoraði 18 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 96-101 Detroit Pistons - Utah Jazz 95-98 Indiana Pacers 116-101 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 115-101 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 93-108 Dallas Mavericks - Houston Rockets 97-104 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 85-108 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 123-114 LA Clippers - Boston Celtics 102-113 NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Enginn leikmaður NBA-deildarinnar hafði minni húmor fyrir því að vera ekki valinn í stjörnuleikinn í ár heldur en Andre Drummond, miðherji Detroit Pistons. Þessi frábæri leikmaður er að skora fjórtán stig og taka fimmtán fráköst að meðaltali í leik en var samt ekki valinn sem varamaður í austurdeildinni þegar að hóparnir voru tilkynntir í gærkvöldi. Drummond bjóst greinilega við því að vera valinn og þegar að það gerðist ekki fór hann beint á Twitter o gagnrýndi valið óbeint.Guess I gotta start doing back flips after every point I score to get attention around here! Lmao on to the next — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018Gotta be fuckin kidding me lol — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018 „Ætli ég verði ekki að fara handahlaup eftir hverja körfu til að fá einhverja athygli hérna. Ég er að grenja úr hlátri hérna. En, jæja, áfram gakk,“ skrifaði hann. Drummond til varnar var hann ekki bara að grenja á Twitter heldur svaraði hann fyrir sig inn á vellinum í nótt þegar að hann skoraði 30 stig og tók hvorki fleiri né færri en 24 fráköst, þar af 16 sóknarfráköst, á móti Utah í nótt. Því miður fyrir Detroit-liðið dugði það ekki til sigurs því Jazz vann með þremur stigum, 98-95, í framlengingu. Í jöfnu liði Utah var það Rudy Gobert sem skoraði mest eða fimmtán stig. Boston Celtics, topplið austurdeildarinnar, komst aftur á sigurbraut í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en liðið vann LA Clippers á útivelli, 113-102. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna með 20 stig auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Jayson Tatum skoraði 18 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 96-101 Detroit Pistons - Utah Jazz 95-98 Indiana Pacers 116-101 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 115-101 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 93-108 Dallas Mavericks - Houston Rockets 97-104 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 85-108 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 123-114 LA Clippers - Boston Celtics 102-113
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira