Stjórnarliðar töldu skýrslubeiðni beinast gegn "vitlausum ráðherra“ Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 19:00 Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í dag að beiðni þingmanna um skýrslur frá fjármálaráðherra var tekin af dagskrá eftir að mikil andstaða kom fram við hana. Stjórnarþingmenn og fjármálaráðherra töldu að skýrslubeiðnum væri ekki beint á réttan stað. Þingmenn sex þingflokka höfðu skrifað sig á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra sem kom til atkvæða á Alþingi í dag. Það var Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem var fyrsti flutningsmaður á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra um hvernig tekist hefði til að verða við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrunið. Venjulega fara slíkar beiðnir í gegnum þingið mótatkvæðalaust. En nú brá svo við að töluverð andstaða var við skýrslubeiðnirnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki sáttur við að skýrslubeiðnunum væri beint til hans ráðuneytis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst sem að þessi skýrslubeiðni hér sé verulega vanhugsuð. Það er í fyrsta lagi þannig að það er óeðlilegt að fela ráðuneyti að segja þinginu hvernig ábendingar sem fram koma í rannsóknarskýrslu sem ein og sér beinist ekki að einhverju tilteknu ráðuneyti, heldur eru almennar ábendingar víða út í samfélagið, hafi gengið eftir,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra lagðist ekki gegn innihaldi beiðninnar en taldi réttar að beina skýrslubeiðninni til Alþingis. Undir þetta tóku margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna hvöttu skýrslubeiðanda að draga beiðni sína til baka og óska þess í stað eftir að Alþingi skipaði nefnd um málið. „Og kortleggi með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir. Hvort þær hafi komið til framkvæmda og svo framvegis. Hvernig okkur hefur miðað áfram,“ sagði Óli Björn. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaráðuneytið heldur ekki hafa almennt eftirlitshlutverk með stjórnsýslunni. „Þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra,“ sagði Birgir og uppskar mikinn hlátur í þingsal. „Það er verið að beina í raun og veru ábendingum ...það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og öðrum þáttum ríkisvaldsins hins vegar,“ sagði Birgir. Eftir nokkrar umræður sættist Björn Leví Gunnarsson frummælandi skýrslubeiðnanna á að draga beiðnir sínar til baka að sinni. „Og langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum. En ekki í þessum nýju vinnubrögðum í stjórnmálunum og svo framvegis áður en þingfundur hófst,“ sagði Björn Leví. Alþingi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í dag að beiðni þingmanna um skýrslur frá fjármálaráðherra var tekin af dagskrá eftir að mikil andstaða kom fram við hana. Stjórnarþingmenn og fjármálaráðherra töldu að skýrslubeiðnum væri ekki beint á réttan stað. Þingmenn sex þingflokka höfðu skrifað sig á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra sem kom til atkvæða á Alþingi í dag. Það var Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem var fyrsti flutningsmaður á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra um hvernig tekist hefði til að verða við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrunið. Venjulega fara slíkar beiðnir í gegnum þingið mótatkvæðalaust. En nú brá svo við að töluverð andstaða var við skýrslubeiðnirnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki sáttur við að skýrslubeiðnunum væri beint til hans ráðuneytis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst sem að þessi skýrslubeiðni hér sé verulega vanhugsuð. Það er í fyrsta lagi þannig að það er óeðlilegt að fela ráðuneyti að segja þinginu hvernig ábendingar sem fram koma í rannsóknarskýrslu sem ein og sér beinist ekki að einhverju tilteknu ráðuneyti, heldur eru almennar ábendingar víða út í samfélagið, hafi gengið eftir,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra lagðist ekki gegn innihaldi beiðninnar en taldi réttar að beina skýrslubeiðninni til Alþingis. Undir þetta tóku margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna hvöttu skýrslubeiðanda að draga beiðni sína til baka og óska þess í stað eftir að Alþingi skipaði nefnd um málið. „Og kortleggi með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir. Hvort þær hafi komið til framkvæmda og svo framvegis. Hvernig okkur hefur miðað áfram,“ sagði Óli Björn. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaráðuneytið heldur ekki hafa almennt eftirlitshlutverk með stjórnsýslunni. „Þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra,“ sagði Birgir og uppskar mikinn hlátur í þingsal. „Það er verið að beina í raun og veru ábendingum ...það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og öðrum þáttum ríkisvaldsins hins vegar,“ sagði Birgir. Eftir nokkrar umræður sættist Björn Leví Gunnarsson frummælandi skýrslubeiðnanna á að draga beiðnir sínar til baka að sinni. „Og langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum. En ekki í þessum nýju vinnubrögðum í stjórnmálunum og svo framvegis áður en þingfundur hófst,“ sagði Björn Leví.
Alþingi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði