Markmiðið að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. janúar 2018 14:35 Katrín segir athyglisvert að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og á Norðurlöndunum. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nauðsynlegt sé að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir þá framtíðarsýn. Rætt var við Katrínu í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Farið var yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Katrín segir að þetta séu ekki hinar eiginlega kjaraviðræður heldur sé unnið að því að móta framtíðarsýn. „Þetta eru ekki hinar eiginlega kjarasamningaviðræður. Markmið okkar með þessum óformlegu viðræðum er að eiga fundi með fulltrúum heildarsamtakanna á vinnumarkaði og sveitarfélögunum í von um að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín. Segir hún að þau mál sem eru hindranir fyrir því að komast áfram í því samtali að móta þessa framtíðarsýn, hafi verið sett á dagskrá. „Ef við viljum halda í þá átt að hefja nýtt samtal um íslenskt vinnumarkaðslíkan þá þurfum við að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi áður.“Menn ekki sammála um grunninnKatrín segir að athyglisvert sé að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og í samanburðarlöndunum. „Í gær var fundur um launatölfræði. Það er merkilegt að sjá hversu umdeild aðferðarfræðin við söfnun upplýsinga er hér á landi. Aðilar hafa ekki náð saman um hvernig við getum safnað gögnum með þeim hætti að þau endurspegli með sem bestum hætti launaþróun á Íslandi,“ sagði Katrín. Bætir hún við að menn séu ekki sammála um grunninn og nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig skynsamlegast sé að safna og vinna úr gögnunum. „Menn eru ekki sammála um grunninn sem er til skoðunar í öllum kjaraviðræðum. Ætlunin er að við setjum þau mál líka í ákveðið ferli og reynum að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Þá getum við fært okkur nær þeim fyrirmyndum sem við teljum skynsamastar annars staðar á Norðurlöndum.“ Segir hún að þetta sé í föstum skorðum ef litið er til annarra Norðurlanda þar sem launatölfræðin er birt af launatölfræðiráði með skipulögðum hætti sem allir treysta.„Ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki er ekki til staðar“Aðspurð hvort það komi til greina að ríkið liðki fyrir samkomulag á vinnumarkaðinum með breytingum á skattalögum, lögum um barnabætur, húsnæðisbætur eða einhverju slíku segir Katrín að félagslegar úrbætur séu í umræðunni. „Það er boðað í stjórnarsáttmálanum að við viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar félagslegar úrbætur. Það er ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki fylgir ekki,“ segir Katrín. „Við boðum það í stjórnarsáttmála að horft verði til félagslegra þátta, húsnæðismála, fæðingarorlofs og þátta eins og samspil bótakerfis og skattakerfis. Það eru forsendur fyrir því að styðja við samninga á vinnumarkaði. Við verðum að horfa til þess heildarmarkmiðs að við séum að tryggja félagslegan stöðugleika.“ Stj.mál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nauðsynlegt sé að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir þá framtíðarsýn. Rætt var við Katrínu í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Farið var yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Katrín segir að þetta séu ekki hinar eiginlega kjaraviðræður heldur sé unnið að því að móta framtíðarsýn. „Þetta eru ekki hinar eiginlega kjarasamningaviðræður. Markmið okkar með þessum óformlegu viðræðum er að eiga fundi með fulltrúum heildarsamtakanna á vinnumarkaði og sveitarfélögunum í von um að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín. Segir hún að þau mál sem eru hindranir fyrir því að komast áfram í því samtali að móta þessa framtíðarsýn, hafi verið sett á dagskrá. „Ef við viljum halda í þá átt að hefja nýtt samtal um íslenskt vinnumarkaðslíkan þá þurfum við að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi áður.“Menn ekki sammála um grunninnKatrín segir að athyglisvert sé að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og í samanburðarlöndunum. „Í gær var fundur um launatölfræði. Það er merkilegt að sjá hversu umdeild aðferðarfræðin við söfnun upplýsinga er hér á landi. Aðilar hafa ekki náð saman um hvernig við getum safnað gögnum með þeim hætti að þau endurspegli með sem bestum hætti launaþróun á Íslandi,“ sagði Katrín. Bætir hún við að menn séu ekki sammála um grunninn og nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig skynsamlegast sé að safna og vinna úr gögnunum. „Menn eru ekki sammála um grunninn sem er til skoðunar í öllum kjaraviðræðum. Ætlunin er að við setjum þau mál líka í ákveðið ferli og reynum að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Þá getum við fært okkur nær þeim fyrirmyndum sem við teljum skynsamastar annars staðar á Norðurlöndum.“ Segir hún að þetta sé í föstum skorðum ef litið er til annarra Norðurlanda þar sem launatölfræðin er birt af launatölfræðiráði með skipulögðum hætti sem allir treysta.„Ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki er ekki til staðar“Aðspurð hvort það komi til greina að ríkið liðki fyrir samkomulag á vinnumarkaðinum með breytingum á skattalögum, lögum um barnabætur, húsnæðisbætur eða einhverju slíku segir Katrín að félagslegar úrbætur séu í umræðunni. „Það er boðað í stjórnarsáttmálanum að við viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar félagslegar úrbætur. Það er ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki fylgir ekki,“ segir Katrín. „Við boðum það í stjórnarsáttmála að horft verði til félagslegra þátta, húsnæðismála, fæðingarorlofs og þátta eins og samspil bótakerfis og skattakerfis. Það eru forsendur fyrir því að styðja við samninga á vinnumarkaði. Við verðum að horfa til þess heildarmarkmiðs að við séum að tryggja félagslegan stöðugleika.“
Stj.mál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira