Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. janúar 2018 11:15 Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Athygli vekur að maðurinn er ekki handtekinn fyrr en 5 mánuðum síðar og barnaverndaryfirvöldum ekki gert viðvart fyrr en degi áður en hann var handtekinn. vísir/gva Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót en um er að ræða hundruð skjólstæðinga á barnsaldri sem hafa verið í hans umsjá og hefur Barnavernd Reykjavíkur hrundið af stað viðbragðsáætlun vegna málsins.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, viðurkennir að skoða þurfi dráttinn á málinu.Vísir/ErnirKæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Athygli vekur að maðurinn er ekki handtekinn fyrr en 5 mánuðum síðar og barnaverndaryfirvöldum ekki gert viðvart fyrr en degi áður en hann var handtekinn. Allan þennan tíma hefur maðurinn starfað á heimili fyrir börn og unglinga, yfirleitt á næturvöktum einn með börnunum. Kveðst hafa látið lögreglu vita að maðurinn starfi með börnum Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. Upplýsingar um vinnustað mannsins hafi ekki komið til skoðunar fyrr en rannsókn hófst í janúar en þá hafi verið óskað eftir gæsluvarðhaldi. Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, segir viðbrögð lögreglu fráleit. Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglu harðlega.Vísir„Sérstaklega þegar horft er til þess að 22. ágúst 2017 legg ég fram kæru fyrir hönd umbjóðanda míns þar sem það er tilgreint að maðurinn starfi með börnum og hvar hann starfi. Í desember eftir að ég var búinn að reka á eftir því að kæran yrði tekin til meðferðar þá eru umbjóðandi minn og ég boðaður í skýrslutöku til lögreglu og í skýrslutökunni ítreka ég það að það þurfi að ganga í málið, leita allra leiða til að afla sönnunargagna og jafnframt hafa það fast í huga að maðurinn er að starfa með börnum,“ segir Sævar Þór og bætir við að þannig sé ótækt að lögreglan beri fyrir sig að upplýsingar um vinnustað mannsins hafi ekki komið til skoðunar fyrr en rannsókn hófst í janúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir piltinum að myndbandsupptökubúnaður væri á heimili mannsins sem hann á að hafa notað við verknaðinn. Sævar Þór segist hafa lagt áherslu á að lögreglan færi í aðgerðir strax til að kanna ásakanir um fleiri brot mannsins til hlítar. „Til dæmis með leitarheimild. Að það sem kom fram í skýrslutökunni væri á heimili mannsins,“ segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót en um er að ræða hundruð skjólstæðinga á barnsaldri sem hafa verið í hans umsjá og hefur Barnavernd Reykjavíkur hrundið af stað viðbragðsáætlun vegna málsins.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, viðurkennir að skoða þurfi dráttinn á málinu.Vísir/ErnirKæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Athygli vekur að maðurinn er ekki handtekinn fyrr en 5 mánuðum síðar og barnaverndaryfirvöldum ekki gert viðvart fyrr en degi áður en hann var handtekinn. Allan þennan tíma hefur maðurinn starfað á heimili fyrir börn og unglinga, yfirleitt á næturvöktum einn með börnunum. Kveðst hafa látið lögreglu vita að maðurinn starfi með börnum Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. Upplýsingar um vinnustað mannsins hafi ekki komið til skoðunar fyrr en rannsókn hófst í janúar en þá hafi verið óskað eftir gæsluvarðhaldi. Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, segir viðbrögð lögreglu fráleit. Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglu harðlega.Vísir„Sérstaklega þegar horft er til þess að 22. ágúst 2017 legg ég fram kæru fyrir hönd umbjóðanda míns þar sem það er tilgreint að maðurinn starfi með börnum og hvar hann starfi. Í desember eftir að ég var búinn að reka á eftir því að kæran yrði tekin til meðferðar þá eru umbjóðandi minn og ég boðaður í skýrslutöku til lögreglu og í skýrslutökunni ítreka ég það að það þurfi að ganga í málið, leita allra leiða til að afla sönnunargagna og jafnframt hafa það fast í huga að maðurinn er að starfa með börnum,“ segir Sævar Þór og bætir við að þannig sé ótækt að lögreglan beri fyrir sig að upplýsingar um vinnustað mannsins hafi ekki komið til skoðunar fyrr en rannsókn hófst í janúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir piltinum að myndbandsupptökubúnaður væri á heimili mannsins sem hann á að hafa notað við verknaðinn. Sævar Þór segist hafa lagt áherslu á að lögreglan færi í aðgerðir strax til að kanna ásakanir um fleiri brot mannsins til hlítar. „Til dæmis með leitarheimild. Að það sem kom fram í skýrslutökunni væri á heimili mannsins,“ segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30