Neysla erlendra ferðamanna jókst á milli ára Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 10:31 Ferðamönnum fjölgaði um 24% í fyrra. Notkun þeirra á greiðslukortum jókst hins vegar aðeins um 12% mælt í íslenskum krónum. Vísir/Eyþór Þrátt fyrir að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 28 milljarða króna í fyrra frá árinu áður var hlutfallsleg aukning hennar minni en fjölgun ferðamann. Hver ferðamaður hefur því dregið úr neyslu sinni um tæp 10%, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þegar miðað er við fast gengi jókst neyslan hins vegar lítillega. Í Hagsjánni kemur fram að greiðslukortaveltan nam 259 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um 12%. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins um Leifsstöð um 24% á sama tíma. Í krónum talði dróst neysla hvers ferðamanns því saman um 9,8%. Landsbankinn telur þá þróun ekki óeðlilega í ljósi þess að gengi íslensku krónunnar styrktist í fyrra. Sé neyslan mæld í gjaldmiðlum ferðamannanna sjálfra hafi hún ekki breyst mikið. Neyslan jókst þannig um 0,9% á hvern ferðamann á milli ára mælt í erlendri mynt. Mestu fé verja ferðamennirnir í samgöngur og gistingu, alls um 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi. Þriðji stærsti liðurinn er ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferðamanna á Íslandi. Þar vegur dagvara þyngst með 29,4%, önnur verslun með 25% og fataverslun með 18%. Neysla á börum, veitingahúsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna.Úttektir á reiðufé dregist saman um helming á sex árum Þá kemur fram að úttektir á reiðufé hafi dregist stöðugt saman síðustu árin. Þannig hafi hver ferðamaður tekið út 12.800 krónur með greiðslukorti árið 2012 mælt á föstu gengi síðasta árs. Þá var úttektin 15,1% af heildarkortaveltu ferðamannsins.Erlendir ferðamenn taka mun minna reiðufé út af greiðslukortum sínum nú en áður.Vísir/AntonÍ fyrra nam meðalúttektin hins vegar aðeins 6.100 krónum á hvern ferðamann og hlutfallið af kortaveltunni var komið niður í 5,1%. Þannig hafa úttektir á reiðufé lækkað um helming á sex árum. Sá fyrirvari er sleginn í Hagsjánni að kortanotkun ferðamanna mæli ekki alla neyslu ferðamanna. Umtalsverður hluti neyslunnar fari í gegnum erlenda söluaðila, til dæmis í gistingu og flug. Kortaveltutölurnar mæla aðeins kaup ferðamanna sem fara fram í gegnum innlenda aðila.Meiri virðisauki af ferðaþjónustu Mat Hagstofunnar á heildarneyslu ferðamanna í fyrra liggi ekki fyrir enn. Árið 2016 nam heildarneysla ferðamanna hér á landi að viðbættum útgjöldum vegna farþegaflugs 357 milljörðum króna samkvæmt mati Hagstofunnar. Til samanburðar nam heildarkortavelta þeirra 232 milljörðum króna, um 65% af heildarneyslunni. Það hlutfall hefur farið hækkað á síðustu árum og var 54% árið 2012. Þetta telur Hagsjá Landsbankans vísbendingu um að ferðaþjónustuaðilar séu sýnilegri á netinu og ferðamenn eigi því frekar bein viðskipti við innlenda aðila. „Ætla má því að dregið hafi úr umfangi erlendra milliliða og verður því meiri virðisauki af ferðaþjónustu eftir hér á landi að öðru óbreyttu,“ segir í Hagsjánni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Þrátt fyrir að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 28 milljarða króna í fyrra frá árinu áður var hlutfallsleg aukning hennar minni en fjölgun ferðamann. Hver ferðamaður hefur því dregið úr neyslu sinni um tæp 10%, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þegar miðað er við fast gengi jókst neyslan hins vegar lítillega. Í Hagsjánni kemur fram að greiðslukortaveltan nam 259 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um 12%. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins um Leifsstöð um 24% á sama tíma. Í krónum talði dróst neysla hvers ferðamanns því saman um 9,8%. Landsbankinn telur þá þróun ekki óeðlilega í ljósi þess að gengi íslensku krónunnar styrktist í fyrra. Sé neyslan mæld í gjaldmiðlum ferðamannanna sjálfra hafi hún ekki breyst mikið. Neyslan jókst þannig um 0,9% á hvern ferðamann á milli ára mælt í erlendri mynt. Mestu fé verja ferðamennirnir í samgöngur og gistingu, alls um 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi. Þriðji stærsti liðurinn er ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferðamanna á Íslandi. Þar vegur dagvara þyngst með 29,4%, önnur verslun með 25% og fataverslun með 18%. Neysla á börum, veitingahúsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna.Úttektir á reiðufé dregist saman um helming á sex árum Þá kemur fram að úttektir á reiðufé hafi dregist stöðugt saman síðustu árin. Þannig hafi hver ferðamaður tekið út 12.800 krónur með greiðslukorti árið 2012 mælt á föstu gengi síðasta árs. Þá var úttektin 15,1% af heildarkortaveltu ferðamannsins.Erlendir ferðamenn taka mun minna reiðufé út af greiðslukortum sínum nú en áður.Vísir/AntonÍ fyrra nam meðalúttektin hins vegar aðeins 6.100 krónum á hvern ferðamann og hlutfallið af kortaveltunni var komið niður í 5,1%. Þannig hafa úttektir á reiðufé lækkað um helming á sex árum. Sá fyrirvari er sleginn í Hagsjánni að kortanotkun ferðamanna mæli ekki alla neyslu ferðamanna. Umtalsverður hluti neyslunnar fari í gegnum erlenda söluaðila, til dæmis í gistingu og flug. Kortaveltutölurnar mæla aðeins kaup ferðamanna sem fara fram í gegnum innlenda aðila.Meiri virðisauki af ferðaþjónustu Mat Hagstofunnar á heildarneyslu ferðamanna í fyrra liggi ekki fyrir enn. Árið 2016 nam heildarneysla ferðamanna hér á landi að viðbættum útgjöldum vegna farþegaflugs 357 milljörðum króna samkvæmt mati Hagstofunnar. Til samanburðar nam heildarkortavelta þeirra 232 milljörðum króna, um 65% af heildarneyslunni. Það hlutfall hefur farið hækkað á síðustu árum og var 54% árið 2012. Þetta telur Hagsjá Landsbankans vísbendingu um að ferðaþjónustuaðilar séu sýnilegri á netinu og ferðamenn eigi því frekar bein viðskipti við innlenda aðila. „Ætla má því að dregið hafi úr umfangi erlendra milliliða og verður því meiri virðisauki af ferðaþjónustu eftir hér á landi að öðru óbreyttu,“ segir í Hagsjánni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira