Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur skilur að fólk gagnrýnir háar akstursgreiðslur en það kosti einfaldlega að hafa þingmenn sem koma af landsbyggðinni. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokkrins fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs. Hann ók 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Sá þingmaður sem kom á eftir fékk 3.4 milljónir króna í endurgreiðslu fyrir 35.065 km akstur.Sjá: „4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um akstursgreiðslur til þingmanna. Athygli vekur að þær eru ekki persónugreinanlegar en í svarinu segir: „Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur.“ Ásmundur upplýsti sjálfur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann væri sá þingmaður sem hefði fengið hæstu endurgreiðsluna. Ásmundur er þingmaður fyrir víðfeðmasta kjördæmi landsins, Suðurkjördæmi, og bendir á að það krefjist þess að hann aki langar vegalengdir til að sinna kjördæminu. Hann skilji þó að fólk gagnrýni það þegar það sjái svo háar endurgreiðslur til þingmanna. Í svari forseta þingsins er birtur listi yfir tíu hæstu upphæðirnar sem þingmenn fengu endurgreiddar fyrir akstur. Þær eru þó ekki persónugreinanlegar.Skjáskot/Alþingi „Það er alveg eðlilegt að fólk gagnrýni þetta enda eru þetta stórar tölur,“ segir Ásmundur. „En ég bý í öðrum endanum á kjördæmi sem er 700 kílómetrar, ég er mjög duglegur að ferðast, ég fer mjög oft á fundi sem ég er boðaður á og ýmsar samkomur þar sem óskað er eftir nærveru þingmanna. Ég hef verið duglegur við þetta eins og margir félagar mínir í þingflokknum.“ Ásmundur býr í Garði og bendir á að það séu um 57 kílómetra akstur í miðborg Reykjavíkur, fram og til baka, þegar þingið er að störfum. Hann áætlar að það sé um helmingurinn af greiðslunum. „Það er dýrt að hafa landsbyggðarþingmenn,“ segir hann. „Og við þurfum alltaf að halda uppi vörnum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikil eftirspurn eftir því að við séum sjáanlegir, ég hef sinnt þeirri skyldu ríkulega og mun gera það áfram,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé ekki bara um að ræða akstursgreiðslur. Hann nýti sér þær á meðan aðrir landsbyggðarþingmenn nýti sér til að mynda greiðslur vegna flugs eða annars heimilis í Reykjavík.Sjá: Reglur um þingfararkostnað Alþingismanna Aðspurður um hvort honum þætti eðlilegt að setja þak á akstursgreiðslur segist hann ekki setja sig upp á móti slíkri umræðu. „Mér finnst eðlilegt að slíkir hlutir séu teknir upp og ræddir. Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því fyrirfram að það sé eitthvað þak sett á það. Ég skil það vel að hár kostnaður fari í taugarnar á fólki en ég er að leggja fram mikla vinnu við að sinna mínum erindum sem þingmaður og það kostar að vera landsbyggðarþingmaður.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokkrins fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs. Hann ók 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Sá þingmaður sem kom á eftir fékk 3.4 milljónir króna í endurgreiðslu fyrir 35.065 km akstur.Sjá: „4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um akstursgreiðslur til þingmanna. Athygli vekur að þær eru ekki persónugreinanlegar en í svarinu segir: „Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur.“ Ásmundur upplýsti sjálfur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann væri sá þingmaður sem hefði fengið hæstu endurgreiðsluna. Ásmundur er þingmaður fyrir víðfeðmasta kjördæmi landsins, Suðurkjördæmi, og bendir á að það krefjist þess að hann aki langar vegalengdir til að sinna kjördæminu. Hann skilji þó að fólk gagnrýni það þegar það sjái svo háar endurgreiðslur til þingmanna. Í svari forseta þingsins er birtur listi yfir tíu hæstu upphæðirnar sem þingmenn fengu endurgreiddar fyrir akstur. Þær eru þó ekki persónugreinanlegar.Skjáskot/Alþingi „Það er alveg eðlilegt að fólk gagnrýni þetta enda eru þetta stórar tölur,“ segir Ásmundur. „En ég bý í öðrum endanum á kjördæmi sem er 700 kílómetrar, ég er mjög duglegur að ferðast, ég fer mjög oft á fundi sem ég er boðaður á og ýmsar samkomur þar sem óskað er eftir nærveru þingmanna. Ég hef verið duglegur við þetta eins og margir félagar mínir í þingflokknum.“ Ásmundur býr í Garði og bendir á að það séu um 57 kílómetra akstur í miðborg Reykjavíkur, fram og til baka, þegar þingið er að störfum. Hann áætlar að það sé um helmingurinn af greiðslunum. „Það er dýrt að hafa landsbyggðarþingmenn,“ segir hann. „Og við þurfum alltaf að halda uppi vörnum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikil eftirspurn eftir því að við séum sjáanlegir, ég hef sinnt þeirri skyldu ríkulega og mun gera það áfram,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé ekki bara um að ræða akstursgreiðslur. Hann nýti sér þær á meðan aðrir landsbyggðarþingmenn nýti sér til að mynda greiðslur vegna flugs eða annars heimilis í Reykjavík.Sjá: Reglur um þingfararkostnað Alþingismanna Aðspurður um hvort honum þætti eðlilegt að setja þak á akstursgreiðslur segist hann ekki setja sig upp á móti slíkri umræðu. „Mér finnst eðlilegt að slíkir hlutir séu teknir upp og ræddir. Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því fyrirfram að það sé eitthvað þak sett á það. Ég skil það vel að hár kostnaður fari í taugarnar á fólki en ég er að leggja fram mikla vinnu við að sinna mínum erindum sem þingmaður og það kostar að vera landsbyggðarþingmaður.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira