Kyrie Irving sannaði enn á ný mikilvægi sitt fyrir Boston liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 07:30 Kyrie Irving Vísir/Getty Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Golden State Warriors endaði tveggja leikja taprhrinu sína með sannfærandi sigri á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers rúllaði upp Oklahoma City Thunder liðinu.Kyrie Irving skoraði 12 af síðustu 17 stigum Boston í 110-104 sigri í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Irving endaði leikinn því með 28 stig en hann var líka með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston þar af fimm þeirra í framlengingunni sem Boston vann 12-6. Kyrie kom leiknum í framlengingu þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann setti niður öll þrjú vítin sín. Þá voru aðeins 9,8 sekúndur eftir af venjulegum leiktíma. Wizards-liðið hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum í framlengingunni og tapaði sínum öðrum leik í röð. Otto Porter var með 27 stig og 11 fráköst fyrir Washington og Bradley Beal bætti við 18 stigum og 9 stoðsendingum. Boston tapaði fyrsta leiknum eftir að Kyrie Irving kom til baka eftir meiðsli en hann ætlaði ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. „Hver leikur er lærdómsríkur og þetta var leikur sem okkur fannst við verða að vinna,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í allan breytingarnar hjá Clevaland var svarið hans stutt: „Ég er í Boston“ Boston hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og er einn einum leik á undan Toronto Raptors í baráttunni um efsta sætið í austrinu. Toronto vann Boston í leiknum á undan og fylgdi því síðan eftir með sigri á New York Knicks í nótt.Jonas Valanciunas var með 18 stig og 10 fráköst í 113-88 sigri Toronto Raptors á New York Knicks en þetta var fyrsti leikur Knicks liðsins eftir það missti Kristaps Porzingis í krossbandsslit. Michael Beasley skoraði mest fyrir New York eða 21 stig.Stephen Curry og Kevin Durant voru í aðalhlutverki þegar Golden State Warriors endaði tveggja leikja taphrinu sína með 18 stiga sigri á Dallas Mavericks, 121-103. Curry var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst en Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot. Draymond Green var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson hélt upp á 28 ára afmælið sitt með því að skora 18 stig. Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 22 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta.Los Angeles Lakers vann 25 stiga sigur á Oklahoma City Thunder og Lakers-liðið hefur nú unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum. Brandon Ingram skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar, Julius Randle var með 17 stig og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig. Paul George skoraði 29 stig fyrir OKC. Russell Westbrook og Carmelo Anthony misstu báðir af leiknum vegna ökklameiðsla og Thunder-liðið mátti greinilega ekki við því. Lakers-liðið hafði sent tvo leikmenn til Cleveland, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr en var ekki búið að fá þá Isaiah Thomas og Channing Frye í staðinn.Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Golden State Warriors - Dallas Mavericks 121-103 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 106-81 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 109-103 (97-97) Washington Wizards - Boston Celtics 104-110 (98-98) Toronto Raptors - New York Knicks 113-88 Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-98 NBA Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Golden State Warriors endaði tveggja leikja taprhrinu sína með sannfærandi sigri á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers rúllaði upp Oklahoma City Thunder liðinu.Kyrie Irving skoraði 12 af síðustu 17 stigum Boston í 110-104 sigri í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Irving endaði leikinn því með 28 stig en hann var líka með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston þar af fimm þeirra í framlengingunni sem Boston vann 12-6. Kyrie kom leiknum í framlengingu þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann setti niður öll þrjú vítin sín. Þá voru aðeins 9,8 sekúndur eftir af venjulegum leiktíma. Wizards-liðið hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum í framlengingunni og tapaði sínum öðrum leik í röð. Otto Porter var með 27 stig og 11 fráköst fyrir Washington og Bradley Beal bætti við 18 stigum og 9 stoðsendingum. Boston tapaði fyrsta leiknum eftir að Kyrie Irving kom til baka eftir meiðsli en hann ætlaði ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. „Hver leikur er lærdómsríkur og þetta var leikur sem okkur fannst við verða að vinna,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í allan breytingarnar hjá Clevaland var svarið hans stutt: „Ég er í Boston“ Boston hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og er einn einum leik á undan Toronto Raptors í baráttunni um efsta sætið í austrinu. Toronto vann Boston í leiknum á undan og fylgdi því síðan eftir með sigri á New York Knicks í nótt.Jonas Valanciunas var með 18 stig og 10 fráköst í 113-88 sigri Toronto Raptors á New York Knicks en þetta var fyrsti leikur Knicks liðsins eftir það missti Kristaps Porzingis í krossbandsslit. Michael Beasley skoraði mest fyrir New York eða 21 stig.Stephen Curry og Kevin Durant voru í aðalhlutverki þegar Golden State Warriors endaði tveggja leikja taphrinu sína með 18 stiga sigri á Dallas Mavericks, 121-103. Curry var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst en Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot. Draymond Green var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson hélt upp á 28 ára afmælið sitt með því að skora 18 stig. Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 22 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta.Los Angeles Lakers vann 25 stiga sigur á Oklahoma City Thunder og Lakers-liðið hefur nú unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum. Brandon Ingram skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar, Julius Randle var með 17 stig og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig. Paul George skoraði 29 stig fyrir OKC. Russell Westbrook og Carmelo Anthony misstu báðir af leiknum vegna ökklameiðsla og Thunder-liðið mátti greinilega ekki við því. Lakers-liðið hafði sent tvo leikmenn til Cleveland, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr en var ekki búið að fá þá Isaiah Thomas og Channing Frye í staðinn.Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Golden State Warriors - Dallas Mavericks 121-103 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 106-81 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 109-103 (97-97) Washington Wizards - Boston Celtics 104-110 (98-98) Toronto Raptors - New York Knicks 113-88 Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-98
NBA Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum