Tomma Tomm minnst með minningum um góða tíma og gamansögum Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2018 20:00 Það gerist væntanlega ekki oft að menn leiki einleik á bassa við eigin útför en það gerði Tómas Magnús Tómasson tónlistarmaður, upptökustjóri og landsþekktur húmoristi í dag. Fullt var út úr dyrum í Hallgrímskirkju þegar ástvinir Tomma Tomm, eins og hann var alltaf kallaður, kvöddu hann með minningum um góðu stundirnar í lífi hans. Tómas Magnús Tómasson var vinsæll maður í lifanda lífi og það voru margir mættir til að kveðja hann. Meðal annars Skólahljómsveit Vesturbæjar og hluti af Lúðrasveit Reykjavíkur og auðvitað spila þau Jón var kræfur karl og hraustur. En Tommi hóf tónlistarferil sinn ungur að árum í lúðrasveit.Fjölmennt var í Hallgrímskirkju í dag.Vísir/EyþórÞað er of langt mál að telja upp allt það tónlistarfólk og aðra sem komu að útför Tomma Tomm en ástvinir hans og aðstandendur ákváðu að hafa þessa stund í anda Tomma og minnast allra góðu stundanna með þessum einstaka tónlistarmanni, húmorista og upptökustjóra sem sennilega hefur komið að fleiri hljómplötum en nokkur annar Íslendingur. Ari Eldjárn flutti gamansögur af Tomma sem kitluðu hláturstaugar viðstaddra. Síðan var bassaleikarinn sjálfur kynntur til leiks í laginu góða „Ofboðslega frægur“. En Tommi var líka konungur örlaganna, smárra tónverka og söng Egill Ólafsson eitt þeirra með kór og undirleik. Félagar Tomma í Stuðmönnum báru kistu hans sem sveipuð var regnbogafána hinsegin fólks úr kirkju en bálför hans fer fram síðar.Í innslaginu hér að ofan má sjá brot úr þessari óvenjulegu athöfn í Hallgrímskirkju í dag. Andlát Tengdar fréttir Bassaleikari Íslands kveður Bransinn allur syrgir Tómas M. Tómasson tónlistarmann. 25. janúar 2018 11:15 Tómas fjölmörgum vinum harmdauði Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var yfirleitt kallaður, er fjölmörgum harmadauði enda var hann ákaflega virtur og vinsæll í tónlistarheiminum. 24. janúar 2018 20:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Sjá meira
Það gerist væntanlega ekki oft að menn leiki einleik á bassa við eigin útför en það gerði Tómas Magnús Tómasson tónlistarmaður, upptökustjóri og landsþekktur húmoristi í dag. Fullt var út úr dyrum í Hallgrímskirkju þegar ástvinir Tomma Tomm, eins og hann var alltaf kallaður, kvöddu hann með minningum um góðu stundirnar í lífi hans. Tómas Magnús Tómasson var vinsæll maður í lifanda lífi og það voru margir mættir til að kveðja hann. Meðal annars Skólahljómsveit Vesturbæjar og hluti af Lúðrasveit Reykjavíkur og auðvitað spila þau Jón var kræfur karl og hraustur. En Tommi hóf tónlistarferil sinn ungur að árum í lúðrasveit.Fjölmennt var í Hallgrímskirkju í dag.Vísir/EyþórÞað er of langt mál að telja upp allt það tónlistarfólk og aðra sem komu að útför Tomma Tomm en ástvinir hans og aðstandendur ákváðu að hafa þessa stund í anda Tomma og minnast allra góðu stundanna með þessum einstaka tónlistarmanni, húmorista og upptökustjóra sem sennilega hefur komið að fleiri hljómplötum en nokkur annar Íslendingur. Ari Eldjárn flutti gamansögur af Tomma sem kitluðu hláturstaugar viðstaddra. Síðan var bassaleikarinn sjálfur kynntur til leiks í laginu góða „Ofboðslega frægur“. En Tommi var líka konungur örlaganna, smárra tónverka og söng Egill Ólafsson eitt þeirra með kór og undirleik. Félagar Tomma í Stuðmönnum báru kistu hans sem sveipuð var regnbogafána hinsegin fólks úr kirkju en bálför hans fer fram síðar.Í innslaginu hér að ofan má sjá brot úr þessari óvenjulegu athöfn í Hallgrímskirkju í dag.
Andlát Tengdar fréttir Bassaleikari Íslands kveður Bransinn allur syrgir Tómas M. Tómasson tónlistarmann. 25. janúar 2018 11:15 Tómas fjölmörgum vinum harmdauði Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var yfirleitt kallaður, er fjölmörgum harmadauði enda var hann ákaflega virtur og vinsæll í tónlistarheiminum. 24. janúar 2018 20:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Sjá meira
Bassaleikari Íslands kveður Bransinn allur syrgir Tómas M. Tómasson tónlistarmann. 25. janúar 2018 11:15
Tómas fjölmörgum vinum harmdauði Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var yfirleitt kallaður, er fjölmörgum harmadauði enda var hann ákaflega virtur og vinsæll í tónlistarheiminum. 24. janúar 2018 20:30