Ólympíuför Freydísar vekur athygli í New Hampshire: Ég virkilega stolt af sjálfri mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 11:30 Freydís Halla Einarsdóttir. Freydís Halla Einarsdóttir er eina íslenska konan sem keppir í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu og Ólympíuför hennar hefur vakið athygli í Plymouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er sá skíðamaður í skólanum sem hefur náð bestum árangri í brekkunum. Freydís Halla var í viðtali hjá WMUR sjónvarpsstöðinni í New Hampshire þar sem hún ræddi Ólympíuævintýrið sitt. Vetrarólympíuleikarnir verða settir 9. febrúar næstkomandi og Freydís Halla mun keppa fyrst 12. febrúar. Freydís Halla er önnur af tveimur konum í íslenska Ólympíuhópnum en hin er göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir. Auk þeirra keppa þeir Snorri Einarsson, Isak S. Pedersen og Sturla Snær Snorrason fyrir Íslands hönd á leikunum.PSU junior prepares to represent Iceland at Olympics https://t.co/UZIiAKbVRIpic.twitter.com/T1QSAKbjLn — WMUR TV (@WMUR9) February 1, 2018 Freydís Halla mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum í PyeongChang. Hún er á þriðja ári í Plymouth ríkisháskólanum. „Auðvitað er ég rosalega ánægð,“ sagði í viðtalinu. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Mér er líka létt. Ég vissi að það væri möguleiki á því að ég kæmist á leikana en fékk það ekki staðfest fyrr en fyrir tíu dögum,“ sagði Freydís í viðtalinu hjá WMUR. Freydís segist hafa verið á skíðum síðan hún var lítil og hún hefur keppt frá átta ára aldri. Hún viðurkennir samt að Plymouth State hafi ekki verið á radarnum þegar hún var að leita sér að skóla í Bandaríkjunum. „Ég hafði sótt um í aðra skóla áður en ég kom til Plymouth. Ég hreifst hinsvegar af staðsetningunni. Það er líka fullt af fjöllum nálægt þar sem við getum æft,“ sagði Freydís en hvað ætlar hún sér að gera í PyeongChang. „Mitt stærsta markmið er að reyna að skíða eins hratt og ég hef verið að gera á æfingum,“ sagði Freydís en hún er að læra að verða íþróttasálfræðingur í skólanum. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir er eina íslenska konan sem keppir í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu og Ólympíuför hennar hefur vakið athygli í Plymouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er sá skíðamaður í skólanum sem hefur náð bestum árangri í brekkunum. Freydís Halla var í viðtali hjá WMUR sjónvarpsstöðinni í New Hampshire þar sem hún ræddi Ólympíuævintýrið sitt. Vetrarólympíuleikarnir verða settir 9. febrúar næstkomandi og Freydís Halla mun keppa fyrst 12. febrúar. Freydís Halla er önnur af tveimur konum í íslenska Ólympíuhópnum en hin er göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir. Auk þeirra keppa þeir Snorri Einarsson, Isak S. Pedersen og Sturla Snær Snorrason fyrir Íslands hönd á leikunum.PSU junior prepares to represent Iceland at Olympics https://t.co/UZIiAKbVRIpic.twitter.com/T1QSAKbjLn — WMUR TV (@WMUR9) February 1, 2018 Freydís Halla mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum í PyeongChang. Hún er á þriðja ári í Plymouth ríkisháskólanum. „Auðvitað er ég rosalega ánægð,“ sagði í viðtalinu. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Mér er líka létt. Ég vissi að það væri möguleiki á því að ég kæmist á leikana en fékk það ekki staðfest fyrr en fyrir tíu dögum,“ sagði Freydís í viðtalinu hjá WMUR. Freydís segist hafa verið á skíðum síðan hún var lítil og hún hefur keppt frá átta ára aldri. Hún viðurkennir samt að Plymouth State hafi ekki verið á radarnum þegar hún var að leita sér að skóla í Bandaríkjunum. „Ég hafði sótt um í aðra skóla áður en ég kom til Plymouth. Ég hreifst hinsvegar af staðsetningunni. Það er líka fullt af fjöllum nálægt þar sem við getum æft,“ sagði Freydís en hvað ætlar hún sér að gera í PyeongChang. „Mitt stærsta markmið er að reyna að skíða eins hratt og ég hef verið að gera á æfingum,“ sagði Freydís en hún er að læra að verða íþróttasálfræðingur í skólanum.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira