„Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2018 22:07 Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Fjörutíu og átta innbrot inn á heimili hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. desember síðastliðnum. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um miðjan janúar þar sem kom fram að 25 innbrot inn á heimili hefðu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. janúar. Áður en janúar var liðinn höfðu sjö mál til viðbótar bæst við. Hlé varð á innbrotahrinunni í um vikutíma um mánaðamótin en 14 innbrot inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tilkynnt nú í febrúar, þar á meðal tvö í Garðabæ um liðna helgi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þessum þjófum. „Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ segir Skúli.Bæjarstjóri nefndi skipulagða glæpastarfsemi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann hefði heyrt af því að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða og að þjófarnir væru að koma til landsins erlendis frá.Sjá einnig: Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Skúli segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Hann sagði að vissulega væri hægt að skilgreina þessi innbrot sem skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega þar sem aðferðirnar við innbrotin hafi verið mjög svipaðar. Þýfið hafi ekki sést í sölu hér á landi og því mætti leiða líkur að því að verið væri að senda það úr landi. Skúli ítrekar þó í samtali við Vísi að erfitt væri að svara þessum getgátum þar sem lögreglan hafi ekki öruggar upplýsingar um gerendur. „Ef ég væri kominn með gerendurna þá gæti ég svarað þessu fyrir víst, en við getum það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Skúli. Hann sagði allar lögreglustöðvar vinna að rannsókn þessa máls enda sé allt höfuðborgarsvæðið undir þegar kemur að þessum innbrotum. „Það vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp, það er mín tilfinning.“Öryggismyndavélar settar upp í Garðabæ Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu. Lögreglan mun stýra þessum öryggismyndavélum, taka á móti merkjum úr þeim og vista gögn eftir gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Mynduð hefur verið verkefnisstjórn utan um uppsetningu þessara öryggismyndavéla í Garðabæ og er Skúli í þeim hóp. Mun verkefnisstjórnin funda í næstu viku þar sem verkefnið verður mótað frekar. Hann segir að vilji sé fyrir því að fá öflugar vélar sem geta lesið bílnúmer en þegar kemur að staðsetningu verður horft til afbrotatölfræði. Byrjað verður á að setja upp nokkrar öryggismyndavélar, fá þær til að virka og svo verður fikrað sig lengra áfram með þetta verkefni. Lögreglumál Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Fjörutíu og átta innbrot inn á heimili hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. desember síðastliðnum. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um miðjan janúar þar sem kom fram að 25 innbrot inn á heimili hefðu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. janúar. Áður en janúar var liðinn höfðu sjö mál til viðbótar bæst við. Hlé varð á innbrotahrinunni í um vikutíma um mánaðamótin en 14 innbrot inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tilkynnt nú í febrúar, þar á meðal tvö í Garðabæ um liðna helgi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þessum þjófum. „Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ segir Skúli.Bæjarstjóri nefndi skipulagða glæpastarfsemi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann hefði heyrt af því að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða og að þjófarnir væru að koma til landsins erlendis frá.Sjá einnig: Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Skúli segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Hann sagði að vissulega væri hægt að skilgreina þessi innbrot sem skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega þar sem aðferðirnar við innbrotin hafi verið mjög svipaðar. Þýfið hafi ekki sést í sölu hér á landi og því mætti leiða líkur að því að verið væri að senda það úr landi. Skúli ítrekar þó í samtali við Vísi að erfitt væri að svara þessum getgátum þar sem lögreglan hafi ekki öruggar upplýsingar um gerendur. „Ef ég væri kominn með gerendurna þá gæti ég svarað þessu fyrir víst, en við getum það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Skúli. Hann sagði allar lögreglustöðvar vinna að rannsókn þessa máls enda sé allt höfuðborgarsvæðið undir þegar kemur að þessum innbrotum. „Það vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp, það er mín tilfinning.“Öryggismyndavélar settar upp í Garðabæ Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu. Lögreglan mun stýra þessum öryggismyndavélum, taka á móti merkjum úr þeim og vista gögn eftir gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Mynduð hefur verið verkefnisstjórn utan um uppsetningu þessara öryggismyndavéla í Garðabæ og er Skúli í þeim hóp. Mun verkefnisstjórnin funda í næstu viku þar sem verkefnið verður mótað frekar. Hann segir að vilji sé fyrir því að fá öflugar vélar sem geta lesið bílnúmer en þegar kemur að staðsetningu verður horft til afbrotatölfræði. Byrjað verður á að setja upp nokkrar öryggismyndavélar, fá þær til að virka og svo verður fikrað sig lengra áfram með þetta verkefni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56
Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00
Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent