Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2018 14:37 Ritstjórarnir Kristín Þorsteinsdóttir og Sunna Karen. Ritstjórnarstefna vefsins verður sú hin sama og blaðsins. visir/hanna Nýr fréttavefur Fréttablaðsins – frettabladid.is – fór í loftið með formlegum hætti og við hátíðlega athöfn í dag. Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri og útgefandi hélt stutt ávarp, sagði meðal annars að þetta yrði öðruvísi vefur en eru fyrir. Við svo búið opnaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vefinn með formlegum hætti.Enginn nýgræðingur þó ung að árum sé Ritstjóri frettbladid.is er Sunna Karen Sigurþórsdóttir og er því nýjasti ritstjóri Íslands. Sunna Karen er ung að árum, aðeins 26 ára gömul, en hún er þó enginn nýgræðingur í blaðamennsku. Hún hefur starfað á 365 miðlum frá árinu 2010; Vísi, Bylgjunni, Stöð 2 og Fréttablaðinu frá í nóvember 2017. „Ég hef starfað í fjölmiðlum í um fimm ár, þar af lengst af á vefmiðli. Mér var boðið að taka þetta verkefni að mér á síðasta ári og ákvað strax að slá til, enda þykir mér spennandi að fá að taka þátt í stofnun nýs fjölmiðils, og að sama skapi verður þetta góður lærdómur inn í framtíðina. Verkefnið hefur verið strembið á köflum en við erum loks farin að sjá uppskeruna og erum afskaplega sátt við hvernig til hefur tekist,“ segir Sunna en það reyndist erfitt að ná hana til að setjast niður og ræða við blaðamann Vísis. Enda í mörg horn að líta.Ætlaði sér í fréttamennskunaSunna Karen segir að áhugi á fjölmiðlum og blaðamennsku hafi gert vart við sig þegar á unglingsárum.Lilja Dögg var fengin til að opna vefinn með formlegum hætti nú í hádeginu.visir/hanna„Ég hugsa að hann sé tilkominn vegna áhuga á íslensku, ritstíl og málnotkun. Ég hef alltaf haft gaman að því að skrifa. Ég var sautján ára þegar ég sótti fyrst um starf í blaðamennsku og hélt uppteknum hætti þar til ég var loks ráðin, þá 21 árs. Þáverandi ritstjóri hafði reyndar litla trú á að þetta gengi upp, enda var ég bæði ung og óreynd. Ég setti mér hins vegar strax nokkur markmið; að reyna fyrir mér á öllum miðlum fyrirtækisins – útvarpi, sjónvarpi, vef og blaði, á fyrsta árinu, og það gekk eftir.“Stundirnar með Gissuri eftirminnilegarStarf blaðamanns er fjölbreytt, enginn dagur er eins og Sunna segist ekki geta sagt af einhverju einu tilteknu eftirminnilegu atviki. „Þó eru morgunvaktirnar með Gissuri Sigurðssyni séu alltaf ofarlega í huga,“ segir Sunna. Að sögn Sunnu Karenar hefur lengi staðið til að opna vefmiðil fyrir Fréttablaðið en farið var að ræða það af alvöru haustið 2016. „Við fengum til liðs við okkur breskt teymi sem hafði áður hannað nýtt útlit Fréttablaðsins. Hunter Studios heitir fyrirtækið.“Sama ritstjórnarstefna og FréttablaðsinsVefurinn opnaði með óformlegum hætti í vikunni og Sunna Karen segir þetta hafa farið afskaplega vel af stað. „Það er virkilega öflugt teymi starfandi á vefnum og viðtökurnar hafa verið mjög jákvæðar.“En, hver eru markmiðin? „Markmið okkar eru að halda úti öflugum fréttavef með góðum og áreiðanlegum fréttum, en við erum á vaktinni kvölds og morgna. Við höfum opnað flottan fasteignavef og gefum fólki kost á að senda inn minningargreinar, en hingað til hafa minningargreinar ekki verið nægilega aðgengilegar. Svo munum við bjóða upp á ýmsar nýjungar sem munu líta dagsins ljós á næstu vikum og mánuðum. --- Í stuttu máli lútum við sömu ritstjórnarreglum og Fréttablaðið. Ritstjórnin er sjálfstæð og við segjum sannar og áreiðanlegar fréttir.“Þróaður fasteignavefurEn, nú sagði Kristín Þorsteinsdóttir þá er vefurinn var opnaður fyrr í dag að þetta yrði öðruvísi vefur, hvernig þá? „Fréttablaðið.is er hefðbundinn fréttamiðill. Við höfum lagt mikla vinnu í hönnun vefsins og að gera hann aðgengilegan og einfaldan í notkun. Ritstjórnin er afar metnaðarfull og ljósmyndadeild blaðsins sú öflugasta á landinu. Fréttirnar eru ítarlegar og unnar í samvinnu við ljósmyndara. Þær nýjungar sem þegar hafa litið dagsins ljós eru meðal annars minningargreinarnar – líkt og áður sagði – og fasteignavefurinn okkar sem er líklega sá þróaðasti á landinu, en þar er ýmis konar talnaefni og margt margt fleira. Við erum bara rétt að byrja og ýmislegt í farvatninu.“Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri og Lilja Dögg í opnunarhófinu.visir/hannaMiðað við efni og aðstæður hlýtur markmiðið að vera það að skipa sér í hóp mest lesnu netmiðla landsins en Sunna Karen er ekki fáanleg til að slá neinu föstu í þeim efnum. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Vefurinn er nýfarinn í loftið og ég tek eitt skref í einu. Sígandi lukka er best, er það ekki? Markmiðin eru að vinna góðar fréttir. Árangurinn kemur samhliða því.“Sóknarfæri í minningargreinum En, þú sérð sóknarfæri í minningargreinum og vönduðum fréttaflutningi? Finnst þér gat í markaði þar? Að fréttaflutning á Íslandi megi bæta? „Ég er almennt ánægð með fréttaflutning á Íslandi. En með stofnun nýs fjölmiðils skapast aukin samkeppni og aukin pressa á að gera betur og meira. Varðandi minningargreinarnar, sem er raunar langt frá því eina sem við munum bjóða upp á, þá já – tel ég að þar hafi verið gat í markaði. Það hefur ekki verið aðgengilegur vettvangur fyrir minningargreinar og tel ég að við séum nú að bæta þar úr.“Vísir vill nota þetta tækifæri og óska fyrrum samstarfsmönnum og öðrum aðstandendum hjartanlega til hamingju með daginn og hinn nýja vef. Vistaskipti Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Nýr fréttavefur Fréttablaðsins – frettabladid.is – fór í loftið með formlegum hætti og við hátíðlega athöfn í dag. Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri og útgefandi hélt stutt ávarp, sagði meðal annars að þetta yrði öðruvísi vefur en eru fyrir. Við svo búið opnaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vefinn með formlegum hætti.Enginn nýgræðingur þó ung að árum sé Ritstjóri frettbladid.is er Sunna Karen Sigurþórsdóttir og er því nýjasti ritstjóri Íslands. Sunna Karen er ung að árum, aðeins 26 ára gömul, en hún er þó enginn nýgræðingur í blaðamennsku. Hún hefur starfað á 365 miðlum frá árinu 2010; Vísi, Bylgjunni, Stöð 2 og Fréttablaðinu frá í nóvember 2017. „Ég hef starfað í fjölmiðlum í um fimm ár, þar af lengst af á vefmiðli. Mér var boðið að taka þetta verkefni að mér á síðasta ári og ákvað strax að slá til, enda þykir mér spennandi að fá að taka þátt í stofnun nýs fjölmiðils, og að sama skapi verður þetta góður lærdómur inn í framtíðina. Verkefnið hefur verið strembið á köflum en við erum loks farin að sjá uppskeruna og erum afskaplega sátt við hvernig til hefur tekist,“ segir Sunna en það reyndist erfitt að ná hana til að setjast niður og ræða við blaðamann Vísis. Enda í mörg horn að líta.Ætlaði sér í fréttamennskunaSunna Karen segir að áhugi á fjölmiðlum og blaðamennsku hafi gert vart við sig þegar á unglingsárum.Lilja Dögg var fengin til að opna vefinn með formlegum hætti nú í hádeginu.visir/hanna„Ég hugsa að hann sé tilkominn vegna áhuga á íslensku, ritstíl og málnotkun. Ég hef alltaf haft gaman að því að skrifa. Ég var sautján ára þegar ég sótti fyrst um starf í blaðamennsku og hélt uppteknum hætti þar til ég var loks ráðin, þá 21 árs. Þáverandi ritstjóri hafði reyndar litla trú á að þetta gengi upp, enda var ég bæði ung og óreynd. Ég setti mér hins vegar strax nokkur markmið; að reyna fyrir mér á öllum miðlum fyrirtækisins – útvarpi, sjónvarpi, vef og blaði, á fyrsta árinu, og það gekk eftir.“Stundirnar með Gissuri eftirminnilegarStarf blaðamanns er fjölbreytt, enginn dagur er eins og Sunna segist ekki geta sagt af einhverju einu tilteknu eftirminnilegu atviki. „Þó eru morgunvaktirnar með Gissuri Sigurðssyni séu alltaf ofarlega í huga,“ segir Sunna. Að sögn Sunnu Karenar hefur lengi staðið til að opna vefmiðil fyrir Fréttablaðið en farið var að ræða það af alvöru haustið 2016. „Við fengum til liðs við okkur breskt teymi sem hafði áður hannað nýtt útlit Fréttablaðsins. Hunter Studios heitir fyrirtækið.“Sama ritstjórnarstefna og FréttablaðsinsVefurinn opnaði með óformlegum hætti í vikunni og Sunna Karen segir þetta hafa farið afskaplega vel af stað. „Það er virkilega öflugt teymi starfandi á vefnum og viðtökurnar hafa verið mjög jákvæðar.“En, hver eru markmiðin? „Markmið okkar eru að halda úti öflugum fréttavef með góðum og áreiðanlegum fréttum, en við erum á vaktinni kvölds og morgna. Við höfum opnað flottan fasteignavef og gefum fólki kost á að senda inn minningargreinar, en hingað til hafa minningargreinar ekki verið nægilega aðgengilegar. Svo munum við bjóða upp á ýmsar nýjungar sem munu líta dagsins ljós á næstu vikum og mánuðum. --- Í stuttu máli lútum við sömu ritstjórnarreglum og Fréttablaðið. Ritstjórnin er sjálfstæð og við segjum sannar og áreiðanlegar fréttir.“Þróaður fasteignavefurEn, nú sagði Kristín Þorsteinsdóttir þá er vefurinn var opnaður fyrr í dag að þetta yrði öðruvísi vefur, hvernig þá? „Fréttablaðið.is er hefðbundinn fréttamiðill. Við höfum lagt mikla vinnu í hönnun vefsins og að gera hann aðgengilegan og einfaldan í notkun. Ritstjórnin er afar metnaðarfull og ljósmyndadeild blaðsins sú öflugasta á landinu. Fréttirnar eru ítarlegar og unnar í samvinnu við ljósmyndara. Þær nýjungar sem þegar hafa litið dagsins ljós eru meðal annars minningargreinarnar – líkt og áður sagði – og fasteignavefurinn okkar sem er líklega sá þróaðasti á landinu, en þar er ýmis konar talnaefni og margt margt fleira. Við erum bara rétt að byrja og ýmislegt í farvatninu.“Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri og Lilja Dögg í opnunarhófinu.visir/hannaMiðað við efni og aðstæður hlýtur markmiðið að vera það að skipa sér í hóp mest lesnu netmiðla landsins en Sunna Karen er ekki fáanleg til að slá neinu föstu í þeim efnum. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Vefurinn er nýfarinn í loftið og ég tek eitt skref í einu. Sígandi lukka er best, er það ekki? Markmiðin eru að vinna góðar fréttir. Árangurinn kemur samhliða því.“Sóknarfæri í minningargreinum En, þú sérð sóknarfæri í minningargreinum og vönduðum fréttaflutningi? Finnst þér gat í markaði þar? Að fréttaflutning á Íslandi megi bæta? „Ég er almennt ánægð með fréttaflutning á Íslandi. En með stofnun nýs fjölmiðils skapast aukin samkeppni og aukin pressa á að gera betur og meira. Varðandi minningargreinarnar, sem er raunar langt frá því eina sem við munum bjóða upp á, þá já – tel ég að þar hafi verið gat í markaði. Það hefur ekki verið aðgengilegur vettvangur fyrir minningargreinar og tel ég að við séum nú að bæta þar úr.“Vísir vill nota þetta tækifæri og óska fyrrum samstarfsmönnum og öðrum aðstandendum hjartanlega til hamingju með daginn og hinn nýja vef.
Vistaskipti Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira