Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/EYÞÓR „Ég hef ósköp einföld viðbrögð. Ég ætla ekki að tjá mig nokkurn skapaðan hlut um hana,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið ítarlegri skoðun á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Niðurstaðan er meðal annars að frumgreining málsins hafi ekki verið í samræmi við almennt vinnulag. Einnig þykir sýnt að stjórnun kynferðisbrotadeildar hafi ekki verið með nægjanlega markvissum hætti og því verði að breyta. Árni Þór vill ekkert tjá sig um það hvort hann sækist eftir því að leiða deildina áfram. „Þetta er eitt af því sem ég ætla ekki að tjá mig um núna.“ Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, þakkar lögreglu fyrir sína vinnu en vill ekki tjá sig efnislega um skýrsluna. „Þar sem stendur nú yfir innri úttekt á okkar aðkomu að þessu máli held ég að okkar skoðanir á þessu verði bara aðeins að fá að vera í hléi þangað til það er búið.“ Tilefni rannsóknarinnar er meðal annars það að einstaklingur tilkynnti Barnavernd Reykjavíkur nýlega að hún hefði gert Barnaverndinni viðvart um manninn árið 2008. Skráning um tilkynninguna finnst ekki í bókum Barnaverndar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
„Ég hef ósköp einföld viðbrögð. Ég ætla ekki að tjá mig nokkurn skapaðan hlut um hana,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið ítarlegri skoðun á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Niðurstaðan er meðal annars að frumgreining málsins hafi ekki verið í samræmi við almennt vinnulag. Einnig þykir sýnt að stjórnun kynferðisbrotadeildar hafi ekki verið með nægjanlega markvissum hætti og því verði að breyta. Árni Þór vill ekkert tjá sig um það hvort hann sækist eftir því að leiða deildina áfram. „Þetta er eitt af því sem ég ætla ekki að tjá mig um núna.“ Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, þakkar lögreglu fyrir sína vinnu en vill ekki tjá sig efnislega um skýrsluna. „Þar sem stendur nú yfir innri úttekt á okkar aðkomu að þessu máli held ég að okkar skoðanir á þessu verði bara aðeins að fá að vera í hléi þangað til það er búið.“ Tilefni rannsóknarinnar er meðal annars það að einstaklingur tilkynnti Barnavernd Reykjavíkur nýlega að hún hefði gert Barnaverndinni viðvart um manninn árið 2008. Skráning um tilkynninguna finnst ekki í bókum Barnaverndar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19
Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45