Nýtt hótel, veitingastaðir og íbúðir rísa á einu ári við Austurvöll Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 19:58 Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Mynd/Lindarvatn ehf. Miklar breytingar verða á ásýnd Austurvallar og Kirkjustrætis á næstu tólf mánuðum þegar nýtt hótel, íbúðir og þjónustustarfsemi ýmiss konar verða risin á Landssímareitnum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sættir sig þó ekki við áformin og kærði í dag deiliskipulag borgarinnar á svæðinu. Til hefur staðið í á annan áratug eða meira að breyta þeirri starfsemi sem fram fer í gamla Landsímahúsinu, Sjálfstæðishúsinu eða NASA og öðrum húsum þar í kring. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir fari að hefjast. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar er þó ekki sátt við að byggt verði framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti og segir deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekki hafi verið leitað álits Dómkirkjunnar, kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðherra við gerð þess. Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns sem á eignirnar á Landsímareitnum segir framkvæmdir hefjast inna tíðar. Eftir að þær séu hafnar muni þær taka um átján mánuði og því ljúka fyrir lok árs 2019.Mynd/Lindarvatn ehf„Við byrjum á því að hefja endurbyggingu á gamla NASA salnum. Þar sem var Sjálfstæðissalurinn á sínum tíma og það verður gert í upprunalegri mynd. Síðan mun þetta hafa sinn gang. Við erum auðvitað enn að bíða eftir eftir útgáfu byggingarleyfa en þau koma vonandi á næstu misserum. Þá fara framkvæmdir af stað fyrir alvöru,“ segir Jóhannes.Hótelið verður hluti af Icelandair hótelunumHótelið sem verður í húsunum verður hluti af Icelandair hótelunum undir nýju merki Hilton hótelanna. Og menn ætla sér ekki langan tíma til framkvæmda enda svæðið í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Alþingi við Austurvöll og því viðkvæmt fyrir raski um langan tíma. „Þetta er líka flókið því við erum að samþætta eldri byggingar við nýjar. En ef allt gengur að óskum verður það árið 2019. Þá geta menn farið að reima á sig spariskóna og komið á tónleika á NASA aftur,“ segir Jóhannes. Hótelhlutinn með um 160 herbergjum verður í gamla Landsímahúsinu. En bláa viðbyggingin við Kirkjustræti sem var byggð árið 1967 verður rifin og ný bygging rís þar að Kirkjustræti, sem er hlutinn sem Dómkirkjan sættir sig verst við vegna gamla kirkjugarðsins. Almenningsrými, eins og veitingastaðir, verða síðan á jarðhæðum.húsanna. „Síðan verða íbúðir við Ingólfstorg og í NASA verður eins og ég sagði tónleika og samkomusalur. Þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi og mikið líf hér á besta stað í miðbænum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem rekur mál Dómkirkjunnar að hann vonaðist til að úrskurðarnefndin afgreiði kæru sóknarnefndarinnar hratt, en ólíklegt væri að kæran á deiliskipulaginu ein og sér tefði framkvæmdir á reitnum. Skipulag Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Miklar breytingar verða á ásýnd Austurvallar og Kirkjustrætis á næstu tólf mánuðum þegar nýtt hótel, íbúðir og þjónustustarfsemi ýmiss konar verða risin á Landssímareitnum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sættir sig þó ekki við áformin og kærði í dag deiliskipulag borgarinnar á svæðinu. Til hefur staðið í á annan áratug eða meira að breyta þeirri starfsemi sem fram fer í gamla Landsímahúsinu, Sjálfstæðishúsinu eða NASA og öðrum húsum þar í kring. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir fari að hefjast. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar er þó ekki sátt við að byggt verði framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti og segir deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekki hafi verið leitað álits Dómkirkjunnar, kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðherra við gerð þess. Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns sem á eignirnar á Landsímareitnum segir framkvæmdir hefjast inna tíðar. Eftir að þær séu hafnar muni þær taka um átján mánuði og því ljúka fyrir lok árs 2019.Mynd/Lindarvatn ehf„Við byrjum á því að hefja endurbyggingu á gamla NASA salnum. Þar sem var Sjálfstæðissalurinn á sínum tíma og það verður gert í upprunalegri mynd. Síðan mun þetta hafa sinn gang. Við erum auðvitað enn að bíða eftir eftir útgáfu byggingarleyfa en þau koma vonandi á næstu misserum. Þá fara framkvæmdir af stað fyrir alvöru,“ segir Jóhannes.Hótelið verður hluti af Icelandair hótelunumHótelið sem verður í húsunum verður hluti af Icelandair hótelunum undir nýju merki Hilton hótelanna. Og menn ætla sér ekki langan tíma til framkvæmda enda svæðið í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Alþingi við Austurvöll og því viðkvæmt fyrir raski um langan tíma. „Þetta er líka flókið því við erum að samþætta eldri byggingar við nýjar. En ef allt gengur að óskum verður það árið 2019. Þá geta menn farið að reima á sig spariskóna og komið á tónleika á NASA aftur,“ segir Jóhannes. Hótelhlutinn með um 160 herbergjum verður í gamla Landsímahúsinu. En bláa viðbyggingin við Kirkjustræti sem var byggð árið 1967 verður rifin og ný bygging rís þar að Kirkjustræti, sem er hlutinn sem Dómkirkjan sættir sig verst við vegna gamla kirkjugarðsins. Almenningsrými, eins og veitingastaðir, verða síðan á jarðhæðum.húsanna. „Síðan verða íbúðir við Ingólfstorg og í NASA verður eins og ég sagði tónleika og samkomusalur. Þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi og mikið líf hér á besta stað í miðbænum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem rekur mál Dómkirkjunnar að hann vonaðist til að úrskurðarnefndin afgreiði kæru sóknarnefndarinnar hratt, en ólíklegt væri að kæran á deiliskipulaginu ein og sér tefði framkvæmdir á reitnum.
Skipulag Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira