Soros fjárfestir í andstæðingum Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 23:31 Auðjöfurinn George Soros. Vísir/EPA Auðjöfurinn George Soros hefur boðið gagnrýnendum sínum birginn með því að fjárfesta enn frekar í baráttuhópnum Best for Britain sem berst gegn fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Soros gaf hópnum 400 þúsund pund í liðinni viku en fékk á sig mikla gagnrýni, þar á meðal frá breska dagblaðinu Daily Telegraph sem sakaði Soros um að skipta sér af málefnum Bretlands. Segir Soros að vegna þessarar gagnrýni hafi hann ákveðið að gefa hópnum 100 þúsund pund til viðbótar. „Mér er bæði ljúft og skylt að berjast gegn þeim sem beita ófrægingarherferðum í stað röksemda, til þess að verja sinn vonda málstað,“ sagði Soros í viðtali við breska blaðið The Guardian. Soros, sem fæddist í Ungverjalandi og er með bandarískan ríkisborgararétt, er alræmdur í Bretlandi eftir að hann auðgaðist mjög á því að veðja gegn breska pundinu árið 1992. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara eftir að veðmál hans um að breska pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu gekk eftir. Hefur hann gefið samtökum sínum, Open Society Foundation, megnið af auðæfum sínum en fjárframlögin til Best for Britain voru í nafni samtakanna. Brexit Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Auðjöfurinn George Soros hefur boðið gagnrýnendum sínum birginn með því að fjárfesta enn frekar í baráttuhópnum Best for Britain sem berst gegn fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Soros gaf hópnum 400 þúsund pund í liðinni viku en fékk á sig mikla gagnrýni, þar á meðal frá breska dagblaðinu Daily Telegraph sem sakaði Soros um að skipta sér af málefnum Bretlands. Segir Soros að vegna þessarar gagnrýni hafi hann ákveðið að gefa hópnum 100 þúsund pund til viðbótar. „Mér er bæði ljúft og skylt að berjast gegn þeim sem beita ófrægingarherferðum í stað röksemda, til þess að verja sinn vonda málstað,“ sagði Soros í viðtali við breska blaðið The Guardian. Soros, sem fæddist í Ungverjalandi og er með bandarískan ríkisborgararétt, er alræmdur í Bretlandi eftir að hann auðgaðist mjög á því að veðja gegn breska pundinu árið 1992. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara eftir að veðmál hans um að breska pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu gekk eftir. Hefur hann gefið samtökum sínum, Open Society Foundation, megnið af auðæfum sínum en fjárframlögin til Best for Britain voru í nafni samtakanna.
Brexit Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00