Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Stjórn og trúnaðarráð VR fundaði í gærkvöld. Niðurstaða fundarins samkvæmt ályktun var að forsendur væru brostnar. VR vill hækkun sambærilega því sem kjararáð úrskurðaði um í tilfelli þjóðkjörinna einstaklinga. Vísir/Ernir Úrslitastund um framvindu kjaramála er í dag klukkan fjögur en þá rennur út frestur til uppsagnar kjarasamninga. Formenn aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) kveða upp úrskurð sinn um efnið að loknum fundi á Hilton Nordica. Verði af uppsögninni eru samningar um hundrað þúsund manns lausir. Forsendunefnd stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins (SA) og ASÍ hefur fundað reglulega frá því í desember en störfum hennar lauk í gær með ágreiningi aðila. Fyrir viku sagði ASÍ frá því að sambandið teldi að forsendur kjarasamninganna væru brostnar en enn væri tími fyrir stjórnvöld til að grípa inn í. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti verkalýðshreyfingunni tillögur stjórnarinnar á fundi í Stjórnarráðinu síðdegis í gær en þær kveða meðal annars á um hækkun atvinnuleysisbóta og endurskoðun á tekjuskattkerfinu.Hvort það dugir til að höggva á hnútinn er óvíst. Fulltrúar aðildarfélaga ASÍ funduðu í gærkvöldi vegna málsins en ýmislegt bendir til þess að niðurstaða þeirra verði sambærileg þeirri sem miðstjórn ASÍ komst að fyrir viku síðan. Stjórn og trúnaðarráð VR, fjölmennasta aðildarfélagi ASÍ, fundaði í gærkvöldi og sendi að fundi loknum frá sér ályktun. Að mati fundarins eru forsendur kjarasamninga brostnar og að óbreyttu beri að segja þeim upp. Aðrir launahópar hafi fengið launahækkanir umfram þær sem félagar í VR hafi fengið. Komi til uppsagna samninganna er það krafa félagsins að „laun hækki í samræmi við ákvörðun kjararáðs um hækkun þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins“. Óvissuna mátti merkja á mörkuðum í gær en hlutabréf lækkuðu að jafnaði um prósent í gær og ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði um fjóra til tíu punkta. „Óneitanlega eru margir sem óttast að kjarasamningar haldi ekki og að fram undan séu talsverðar kostnaðarhækkanir og í framhaldinu verðbólga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Arion.Átti von á meiru „Okkar afstaða hefur verið skýr. Við teljum forsendubrestinn að talsvert miklu leyti vera vegna stjórnvalda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Þrátt fyrir að tekist hafi að hækka laun þeirra sem lægst launin hafa þá hafa stjórnvöld verið að klípa í hér og þar. Það hefur valdið mikilli gremju og leitt til þess að ekki hefur tekist að bæta lífskjör þessara hópa eins og stefnt var að.“ Þá hafi ákvarðanir kjararáðs ekki hjálpað til og fréttir gærdagsins um kjör stjórnenda bankanna og launahækkanir stjórnenda Landsvirkjunar bættu alls ekki úr skák.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Gylfi segir að vonir ASÍ hafi staðið til einhvers meira og að það sé mat átta manna samninganefndar sambandsins að forsendur samninganna séu enn brostnar þrátt fyrir tillögur stjórnvalda. „Það eru skiptar skoðanir um þessi mál og við teljum eðlilegt að taka ákvarðanir um næstu skref með aðildarfélögum og samböndum. Það skýrist í dag hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi.Eftirspurn í samfélaginu eftir yfirvegun „Tillögur ríkisstjórnarinnar eru óhjákvæmilega til þess fallnar að liðka fyrir framhaldinu. Þær koma til móts við margar af þeim helstu kröfum verkalýðshreyfingarinnar sem fram hafa komið á fundum í ráðherrabústaðnum undanfarnar vikur,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.VísirSamtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji engar forsendur til uppsagnar samninga. Undanfarin þrjú ár hafi kaupmáttur aukist um 20 prósent og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa. „Við teljum að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Stærsta verkefnið er að verja þann mikla árangur sem náðst hefur og það verður ekki gert með kollsteypum sem óhjákvæmilega fylgja uppsögn kjarasamninga.“Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum „Við erum tilbúin í samtal við verkalýðshreyfingar um hugsanlegar breytingar á hinum ýmsu kerfum,“ segir Katrín Jakobsdóttir um tillögur stjórnarinnar. Um sé að ræða breytingar sem kallað hafi verið eftir af launþegum. Ekki stendur til að draga tillögurnar til baka ef kjarasamningum verður sagt upp.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Það liggur alveg ljóst fyrir að ef samningum verður sagt upp og hér verða vinnudeilur, þá verður umgjörðin um það samtal allt annað.“ Að sögn forsætisráðherrans standa bæði Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður undir þeim breytingum sem lagðar eru til. Áætlaður heildarkostnaður breytinganna er 2,6 milljarðar. „Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum. Frumvarp um breytta tilhögun kjararáðs er í vinnslu sem og breytt fyrirkomulag launatölfræði,“ segir Katrín. Hún þorir þó ekki að segja til um hvort það nægi til. „Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við í desember hefur verið fundað reglulega og samskiptin gengið vel. Ég vona að það verði svo áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Úrslitastund um framvindu kjaramála er í dag klukkan fjögur en þá rennur út frestur til uppsagnar kjarasamninga. Formenn aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) kveða upp úrskurð sinn um efnið að loknum fundi á Hilton Nordica. Verði af uppsögninni eru samningar um hundrað þúsund manns lausir. Forsendunefnd stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins (SA) og ASÍ hefur fundað reglulega frá því í desember en störfum hennar lauk í gær með ágreiningi aðila. Fyrir viku sagði ASÍ frá því að sambandið teldi að forsendur kjarasamninganna væru brostnar en enn væri tími fyrir stjórnvöld til að grípa inn í. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti verkalýðshreyfingunni tillögur stjórnarinnar á fundi í Stjórnarráðinu síðdegis í gær en þær kveða meðal annars á um hækkun atvinnuleysisbóta og endurskoðun á tekjuskattkerfinu.Hvort það dugir til að höggva á hnútinn er óvíst. Fulltrúar aðildarfélaga ASÍ funduðu í gærkvöldi vegna málsins en ýmislegt bendir til þess að niðurstaða þeirra verði sambærileg þeirri sem miðstjórn ASÍ komst að fyrir viku síðan. Stjórn og trúnaðarráð VR, fjölmennasta aðildarfélagi ASÍ, fundaði í gærkvöldi og sendi að fundi loknum frá sér ályktun. Að mati fundarins eru forsendur kjarasamninga brostnar og að óbreyttu beri að segja þeim upp. Aðrir launahópar hafi fengið launahækkanir umfram þær sem félagar í VR hafi fengið. Komi til uppsagna samninganna er það krafa félagsins að „laun hækki í samræmi við ákvörðun kjararáðs um hækkun þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins“. Óvissuna mátti merkja á mörkuðum í gær en hlutabréf lækkuðu að jafnaði um prósent í gær og ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði um fjóra til tíu punkta. „Óneitanlega eru margir sem óttast að kjarasamningar haldi ekki og að fram undan séu talsverðar kostnaðarhækkanir og í framhaldinu verðbólga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Arion.Átti von á meiru „Okkar afstaða hefur verið skýr. Við teljum forsendubrestinn að talsvert miklu leyti vera vegna stjórnvalda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Þrátt fyrir að tekist hafi að hækka laun þeirra sem lægst launin hafa þá hafa stjórnvöld verið að klípa í hér og þar. Það hefur valdið mikilli gremju og leitt til þess að ekki hefur tekist að bæta lífskjör þessara hópa eins og stefnt var að.“ Þá hafi ákvarðanir kjararáðs ekki hjálpað til og fréttir gærdagsins um kjör stjórnenda bankanna og launahækkanir stjórnenda Landsvirkjunar bættu alls ekki úr skák.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Gylfi segir að vonir ASÍ hafi staðið til einhvers meira og að það sé mat átta manna samninganefndar sambandsins að forsendur samninganna séu enn brostnar þrátt fyrir tillögur stjórnvalda. „Það eru skiptar skoðanir um þessi mál og við teljum eðlilegt að taka ákvarðanir um næstu skref með aðildarfélögum og samböndum. Það skýrist í dag hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi.Eftirspurn í samfélaginu eftir yfirvegun „Tillögur ríkisstjórnarinnar eru óhjákvæmilega til þess fallnar að liðka fyrir framhaldinu. Þær koma til móts við margar af þeim helstu kröfum verkalýðshreyfingarinnar sem fram hafa komið á fundum í ráðherrabústaðnum undanfarnar vikur,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.VísirSamtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji engar forsendur til uppsagnar samninga. Undanfarin þrjú ár hafi kaupmáttur aukist um 20 prósent og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa. „Við teljum að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Stærsta verkefnið er að verja þann mikla árangur sem náðst hefur og það verður ekki gert með kollsteypum sem óhjákvæmilega fylgja uppsögn kjarasamninga.“Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum „Við erum tilbúin í samtal við verkalýðshreyfingar um hugsanlegar breytingar á hinum ýmsu kerfum,“ segir Katrín Jakobsdóttir um tillögur stjórnarinnar. Um sé að ræða breytingar sem kallað hafi verið eftir af launþegum. Ekki stendur til að draga tillögurnar til baka ef kjarasamningum verður sagt upp.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Það liggur alveg ljóst fyrir að ef samningum verður sagt upp og hér verða vinnudeilur, þá verður umgjörðin um það samtal allt annað.“ Að sögn forsætisráðherrans standa bæði Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður undir þeim breytingum sem lagðar eru til. Áætlaður heildarkostnaður breytinganna er 2,6 milljarðar. „Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum. Frumvarp um breytta tilhögun kjararáðs er í vinnslu sem og breytt fyrirkomulag launatölfræði,“ segir Katrín. Hún þorir þó ekki að segja til um hvort það nægi til. „Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við í desember hefur verið fundað reglulega og samskiptin gengið vel. Ég vona að það verði svo áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent