Sveitarfélögum heimilt að taka gjald fyrir nagladekk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Meðal nýmæla í frumvarpsdrögunum er skýrari rammi um hjólreiðar og hvernig hjólreiðamönnum beri að haga sér í umferðinni. Vísir/Stefán Heimilt verður að ákveða hraðamörk allt að 110 km/klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar samkvæmt drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Í athugasemdum með greininni segir að fyrst og fremst sé þar litið til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega líkt og þekkist á hluta Hellisheiðar og á Reykjanesbrautinni. Frumvarpsdrögin voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Meðal nýmæla í drögunum er skýrari rammi um hjólreiðar, sérstakar akreinar fyrir hjólreiðamenn og hvernig þeim beri að haga sér í umferðinni. Þá er lagt til blátt bann við hvers kyns notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem gætu truflað akstur. Áður var aðeins bannað að tala í farsíma. Ákvæðið kemur einnig til með að gilda um reiðhjól. Notkun verður áfram heimil með hjálp handfrjáls búnaðar. Verði drögin óbreytt að lögum verður sveitarfélögum heimilt að leggja á sérstakt gjald, allt að 20 þúsund krónur, á bifreiðar sem aka á nagladekkjum innan marka þess. Lagt er til að ökumenn sem aka inn á slíkt svæði geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti. Þá verður heimild fyrir sveitarfélög til að loka götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Að auki er lagt til að gjald fyrir einkanúmer hækki úr 25 þúsundum í 50 þúsund og, að unglingur sem ekki hefur hlotið ökuleyfi geti verið tímabundið sviptur réttindum til að öðlast slíkt leyfi. Þá er lagt til að komi í ljós við læknisskoðun eitthvað sem getur skert ökuhæfni verði lækni gert að tilkynna það til Samgöngustofu. Þá er lagt til að mælist ökutæki á of miklum hraða í hraðamyndavél en hraðinn sé það lítill að ekki fáist punktur í ökuferilskrá, skuli eigandi þess borga sektina en ekki ökumaðurinn. Hægt verður að gera athugasemdir við drögin á samráðsvefnum til 16. mars næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Heimilt verður að ákveða hraðamörk allt að 110 km/klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar samkvæmt drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Í athugasemdum með greininni segir að fyrst og fremst sé þar litið til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega líkt og þekkist á hluta Hellisheiðar og á Reykjanesbrautinni. Frumvarpsdrögin voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Meðal nýmæla í drögunum er skýrari rammi um hjólreiðar, sérstakar akreinar fyrir hjólreiðamenn og hvernig þeim beri að haga sér í umferðinni. Þá er lagt til blátt bann við hvers kyns notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem gætu truflað akstur. Áður var aðeins bannað að tala í farsíma. Ákvæðið kemur einnig til með að gilda um reiðhjól. Notkun verður áfram heimil með hjálp handfrjáls búnaðar. Verði drögin óbreytt að lögum verður sveitarfélögum heimilt að leggja á sérstakt gjald, allt að 20 þúsund krónur, á bifreiðar sem aka á nagladekkjum innan marka þess. Lagt er til að ökumenn sem aka inn á slíkt svæði geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti. Þá verður heimild fyrir sveitarfélög til að loka götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Að auki er lagt til að gjald fyrir einkanúmer hækki úr 25 þúsundum í 50 þúsund og, að unglingur sem ekki hefur hlotið ökuleyfi geti verið tímabundið sviptur réttindum til að öðlast slíkt leyfi. Þá er lagt til að komi í ljós við læknisskoðun eitthvað sem getur skert ökuhæfni verði lækni gert að tilkynna það til Samgöngustofu. Þá er lagt til að mælist ökutæki á of miklum hraða í hraðamyndavél en hraðinn sé það lítill að ekki fáist punktur í ökuferilskrá, skuli eigandi þess borga sektina en ekki ökumaðurinn. Hægt verður að gera athugasemdir við drögin á samráðsvefnum til 16. mars næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira