NBA-stjarna myndaður við að borða hamborgara rétt fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 22:30 Joel Embiid. Vísir/Getty Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, er verðandi risastjarna í NBA-deildinni enda lykilmaður í ungu liði sem er líklegt til afreka í deildinni á næstu árum. Þessi 23 ára og 213 sentímetra strákur komst fyrst mest í fréttirnar fyrir að spila ekki en svo fyrir að sýna takta sem höfðu varla sést í deildinni síðan að Hakeem Olajuwon var upp á sitt besta. Nú er hann hinsvegar að koma sér í fréttirnar fyrir allt annað en fagmannlegan undirbúning fyrir leik í NBA-deildinni. Embiid kom snemma inn í deildina en missti af tveimur fyrstu tímabilum sínum vegna meiðsla. Hann var valinn sumarið 2014 en lék ekki sinn fyrsta leik fyrr en í október 2016. Þegar Embiid var kominn inn á völlinn fór ekki á milli mála að þar er á ferðinni einstakur leikmaður sem hefur alla burði til að verða einn sá besti. Mikið hefur verið látið með mottó Embiid „trust the Process" sem vísar til að þegar hefur tekið sinn tíma fyrir hann að komast inn á völlinn. Embiid var með 20,2 stig, 7,8 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali á 25,4 mínútum í í leik í fyrra og í vetur hefur hann spilað aðeins meira og hækkað meðaltöl sín upp í 23,9 stig, 11,2 fráköst og 3,1 stoðsendingu í leik. Embiid hefur verið að gera mjög góða hluti en fyrir leik á móti Washington Wizards á dögunum þá var hann myndaður við það að borða hamborgara á hliðarlínunni rétt á meðan einn sjúkraþjálfari Philadelphia 76ers var að nudda á hann fæturnar. Þarna voru aðeins 90 mínútur í leik. ESPN náði þessu á myndband eins og sést hér fyrir neðan.Joel Embiid eating a burger while getting a footrub pregame pic.twitter.com/AC9kqwT6Pp — The Render (@TheRenderNBA) February 26, 2018 Næringarfræðingar eru allt annað en hrifnir af þessu matarræði stuttu fyrir leik og fleiri hafa gagnrýnt Joel Embiid fyrir hugsunarleysið. Hann gat þá allavega borðað borgarann inn í klefa segja sumir. Það er svo sem ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðu hans í leiknum því Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst. Philadelphia 76ers tapaði hinsvegar leiknum með fimmtán stigum eftir að hafa unnið sjö leiki í röð á undan og Embiid hitti aðeins úr 9 af 20 skotum í leiknum. Þessi 45 prósent skotnýting hans var sú versta hjá honum í fimm leikjum og ein sú versta á leiktíðinni.Trust the processed meats. Joel Embiid ate a hamburger 90 minutes before putting up his 31st double-double of the season. https://t.co/Z96w0vRyBVpic.twitter.com/SHguU4px8o — Sporting News (@sportingnews) February 26, 2018 NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, er verðandi risastjarna í NBA-deildinni enda lykilmaður í ungu liði sem er líklegt til afreka í deildinni á næstu árum. Þessi 23 ára og 213 sentímetra strákur komst fyrst mest í fréttirnar fyrir að spila ekki en svo fyrir að sýna takta sem höfðu varla sést í deildinni síðan að Hakeem Olajuwon var upp á sitt besta. Nú er hann hinsvegar að koma sér í fréttirnar fyrir allt annað en fagmannlegan undirbúning fyrir leik í NBA-deildinni. Embiid kom snemma inn í deildina en missti af tveimur fyrstu tímabilum sínum vegna meiðsla. Hann var valinn sumarið 2014 en lék ekki sinn fyrsta leik fyrr en í október 2016. Þegar Embiid var kominn inn á völlinn fór ekki á milli mála að þar er á ferðinni einstakur leikmaður sem hefur alla burði til að verða einn sá besti. Mikið hefur verið látið með mottó Embiid „trust the Process" sem vísar til að þegar hefur tekið sinn tíma fyrir hann að komast inn á völlinn. Embiid var með 20,2 stig, 7,8 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali á 25,4 mínútum í í leik í fyrra og í vetur hefur hann spilað aðeins meira og hækkað meðaltöl sín upp í 23,9 stig, 11,2 fráköst og 3,1 stoðsendingu í leik. Embiid hefur verið að gera mjög góða hluti en fyrir leik á móti Washington Wizards á dögunum þá var hann myndaður við það að borða hamborgara á hliðarlínunni rétt á meðan einn sjúkraþjálfari Philadelphia 76ers var að nudda á hann fæturnar. Þarna voru aðeins 90 mínútur í leik. ESPN náði þessu á myndband eins og sést hér fyrir neðan.Joel Embiid eating a burger while getting a footrub pregame pic.twitter.com/AC9kqwT6Pp — The Render (@TheRenderNBA) February 26, 2018 Næringarfræðingar eru allt annað en hrifnir af þessu matarræði stuttu fyrir leik og fleiri hafa gagnrýnt Joel Embiid fyrir hugsunarleysið. Hann gat þá allavega borðað borgarann inn í klefa segja sumir. Það er svo sem ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðu hans í leiknum því Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst. Philadelphia 76ers tapaði hinsvegar leiknum með fimmtán stigum eftir að hafa unnið sjö leiki í röð á undan og Embiid hitti aðeins úr 9 af 20 skotum í leiknum. Þessi 45 prósent skotnýting hans var sú versta hjá honum í fimm leikjum og ein sú versta á leiktíðinni.Trust the processed meats. Joel Embiid ate a hamburger 90 minutes before putting up his 31st double-double of the season. https://t.co/Z96w0vRyBVpic.twitter.com/SHguU4px8o — Sporting News (@sportingnews) February 26, 2018
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira