Þórdís Kolbrún: „Staða kvenna innan flokksins hefur ekki verið með þeim hætti sem ég vil sjá“ Þórdís Valsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 12:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/ernir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að fólk eigi ekki að hafa áhyggjur af því að hún sé of lík Bjarna Benediktssyni til þess að gegna embætti varaformanns. Þórdís Kolbrún er sú fyrsta sem tilkynnti formlega um framboð til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður í embættið á landsfundi flokksins í mars. Þórdís var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján spurði hana hvort fólk myndi ekki velta því upp hvort hún væri ekki of lík Bjarna Benediktssyni formanni flokksins bæði hvað varðar skoðanir og bakgrunn. Hún segir að það komi henni í einlægni á óvart að fólk skuli halda það. Hún segir að Bjarni hafi náð nokkuð góðri yfirsýn yfir það hvaða skoðanir ríkja innan flokksins og að í raun sé hægt að stilla hvaða þingmanni sem er við hans hlið og bera saman við hann. „Erum sammála um ýmsa hluti, en líka ósammála um margt. Ég er ekki að skella í pistil eða status í hvert sinn sem ég er ósammála honum,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að hún hafi þó lagt það í vana sinn að láta hann vita af því þegar hún er ósammála honum. „Ég held að menn og konur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ég muni alltaf vera sammála formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þórdís. Þá segir hún að það sé ekkert líkt með bakgrunni hennar og Bjarna Benediktssonar. „Ég er alin upp á Akranesi. Mamma er sjúkraliði og pabbi er bifvélavirki,“ segir hún og bætir við að hún eigi rætur að rekja vestur á firði og að einnig er mikill munur á þeim flokkssystkinum því hún er kona sem kemur úr öðru baklandi. Þórdís Kolbrún segir einnig að það sé ákveðinn áherslumunur á þeim tveimur. „Ég hef lagt mikla áherslu á landsbyggðina. Áherslu á það að það sé ekki raunverulegt frelsi til búsetu á Íslandi,“ segir hún og bendir á að það sé ekki hægt að bera saman innviði úti á landi við innviði á höfuðborgarsvæðinu.Reiknar með því að fleiri munu bjóða sig fram Þórdís Kolbrún segir að hún reikni staðfastlega með því að fleiri munu bjóða sig fram til varaformanns flokksins á næsta landsfundi. Hún var kjörin á þing í október árið 2016 en hefur verið í fimm ár á kafi í pólitík. Hún segir að hún hafi hugsað um það í nokkurn tíma að bjóða sig fram og að það hafi verið stór ákvörðun að stíga þetta skerf. „Ástæðan í grunninn er sú að ég trúi því að ég geti gert gagn fyrir flokkinn minn,“ segir hún og bætir við að hún finni fyrir stuðningi vítt og breytt. Þórdís segir að henni hafi ekki verið ýtt út í það að fara í framboð en þó að hún hefði ekki farið af stað nema hún hefði fundið fyrir ákveðnum meðbyr og stuðningi. „En maður fer ekki af stað nema maður finni það innra með sér.“Segir flokkinn þurfa að ganga lengra hvað varðar tækifæri kvenna Henni finnst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ganga lengra hvað varðar tækifæri kvenna innan flokksins og segir að hún hafi ýtt mjög á það. Hún er sammála Kristjáni með það að það sé nokkuð aumt að það séu einungis fjórar konur eftir á þinginu af sextán þingmönnum. „Við sjáum að kona hefur aldrei verið formaður Sjálfstæðisflokksins. Við höfum haft öflugar og flottar konur varaformenn. Mér finnst augljóst að staða kvenna innan flokksins hefur ekki verið með þeim hætti sem ég vil sjá,“ segir Þórdís. Þórdís er þeirrar skoðunar að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi fengið ríkan stuðning frá flokknum í Landsdómsmálinu, en hún segir að hún vilji þó ekki tala fyrir hana. Hún segir að hún finni það að það sé margt að gerast innan flokksins hvað varðar jafnrétti kynjanna. „Við verðum að vona að sé ekki þannig að maður megi taka pláss, en ekki of mikið pláss. Tíminn verður að leiða það í ljós. Ég hef ekki persónulega sögu af því að Sjálfstæðisflokkurinn komi ekki fram við konur eins og karlmenn. Það eru allir sammála um það að Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir alla og þá þarf að sýna þá breidd í forystu hans.“ Hún segir einnig að það séu ýmis frjálslyndismál sem að hennar mati flokkurinn þurfi að vera meira afgerandi í. „Það eru þessi litlu mál, til dæmis mannanafnalög, það hefur tekið allt of langan tíma að afnema þau,“ segir hún. Hún nefnir þar að auki þá staðreynd að hér á landi er leyfilegt að selja einkaaðilum skotvopn en ekki áfengi. „En ég er ekkert að fara að kasta mér fyrir lestina til að keyra það mál áfram,“ segir Þórdís.Tækifæri til að ná krafti í Reykjavík Kristján spjallaði einnig við Þórdísi um mál flokksins í borginni, en mikið hefur verið fjallað um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Kristján spyr hana hvort hún sé sátt við það að reynslu sé ýtt til hliðar og minnist þar sérstaklega á Kjartan Magnússon borgarfulltrúa. „Auðvitað er vont að sjá á eftir öflugu fólki sem hefur helgað sig Sjálfstæðisflokknum í langan tíma og hafði áhuga á því að sitja áfram,“ segir Þórdís og segir enn fremur að kjörnefndinni hafi verið falið mjög vandasamt verk. „Þetta var niðurstaðan og ég held að þarna sé tækifæri til að ná einhverjum krafti í Reykjavík.“ Stj.mál Tengdar fréttir Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug Arna ætlar ekki í slaginn við Þórdísi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og starfandi varaformaður ætlar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer í mars. 24. febrúar 2018 13:35 Þórdís vill verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þórdís greinir frá þessu í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 24. febrúar 2018 08:32 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að fólk eigi ekki að hafa áhyggjur af því að hún sé of lík Bjarna Benediktssyni til þess að gegna embætti varaformanns. Þórdís Kolbrún er sú fyrsta sem tilkynnti formlega um framboð til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður í embættið á landsfundi flokksins í mars. Þórdís var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján spurði hana hvort fólk myndi ekki velta því upp hvort hún væri ekki of lík Bjarna Benediktssyni formanni flokksins bæði hvað varðar skoðanir og bakgrunn. Hún segir að það komi henni í einlægni á óvart að fólk skuli halda það. Hún segir að Bjarni hafi náð nokkuð góðri yfirsýn yfir það hvaða skoðanir ríkja innan flokksins og að í raun sé hægt að stilla hvaða þingmanni sem er við hans hlið og bera saman við hann. „Erum sammála um ýmsa hluti, en líka ósammála um margt. Ég er ekki að skella í pistil eða status í hvert sinn sem ég er ósammála honum,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að hún hafi þó lagt það í vana sinn að láta hann vita af því þegar hún er ósammála honum. „Ég held að menn og konur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ég muni alltaf vera sammála formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þórdís. Þá segir hún að það sé ekkert líkt með bakgrunni hennar og Bjarna Benediktssonar. „Ég er alin upp á Akranesi. Mamma er sjúkraliði og pabbi er bifvélavirki,“ segir hún og bætir við að hún eigi rætur að rekja vestur á firði og að einnig er mikill munur á þeim flokkssystkinum því hún er kona sem kemur úr öðru baklandi. Þórdís Kolbrún segir einnig að það sé ákveðinn áherslumunur á þeim tveimur. „Ég hef lagt mikla áherslu á landsbyggðina. Áherslu á það að það sé ekki raunverulegt frelsi til búsetu á Íslandi,“ segir hún og bendir á að það sé ekki hægt að bera saman innviði úti á landi við innviði á höfuðborgarsvæðinu.Reiknar með því að fleiri munu bjóða sig fram Þórdís Kolbrún segir að hún reikni staðfastlega með því að fleiri munu bjóða sig fram til varaformanns flokksins á næsta landsfundi. Hún var kjörin á þing í október árið 2016 en hefur verið í fimm ár á kafi í pólitík. Hún segir að hún hafi hugsað um það í nokkurn tíma að bjóða sig fram og að það hafi verið stór ákvörðun að stíga þetta skerf. „Ástæðan í grunninn er sú að ég trúi því að ég geti gert gagn fyrir flokkinn minn,“ segir hún og bætir við að hún finni fyrir stuðningi vítt og breytt. Þórdís segir að henni hafi ekki verið ýtt út í það að fara í framboð en þó að hún hefði ekki farið af stað nema hún hefði fundið fyrir ákveðnum meðbyr og stuðningi. „En maður fer ekki af stað nema maður finni það innra með sér.“Segir flokkinn þurfa að ganga lengra hvað varðar tækifæri kvenna Henni finnst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ganga lengra hvað varðar tækifæri kvenna innan flokksins og segir að hún hafi ýtt mjög á það. Hún er sammála Kristjáni með það að það sé nokkuð aumt að það séu einungis fjórar konur eftir á þinginu af sextán þingmönnum. „Við sjáum að kona hefur aldrei verið formaður Sjálfstæðisflokksins. Við höfum haft öflugar og flottar konur varaformenn. Mér finnst augljóst að staða kvenna innan flokksins hefur ekki verið með þeim hætti sem ég vil sjá,“ segir Þórdís. Þórdís er þeirrar skoðunar að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi fengið ríkan stuðning frá flokknum í Landsdómsmálinu, en hún segir að hún vilji þó ekki tala fyrir hana. Hún segir að hún finni það að það sé margt að gerast innan flokksins hvað varðar jafnrétti kynjanna. „Við verðum að vona að sé ekki þannig að maður megi taka pláss, en ekki of mikið pláss. Tíminn verður að leiða það í ljós. Ég hef ekki persónulega sögu af því að Sjálfstæðisflokkurinn komi ekki fram við konur eins og karlmenn. Það eru allir sammála um það að Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir alla og þá þarf að sýna þá breidd í forystu hans.“ Hún segir einnig að það séu ýmis frjálslyndismál sem að hennar mati flokkurinn þurfi að vera meira afgerandi í. „Það eru þessi litlu mál, til dæmis mannanafnalög, það hefur tekið allt of langan tíma að afnema þau,“ segir hún. Hún nefnir þar að auki þá staðreynd að hér á landi er leyfilegt að selja einkaaðilum skotvopn en ekki áfengi. „En ég er ekkert að fara að kasta mér fyrir lestina til að keyra það mál áfram,“ segir Þórdís.Tækifæri til að ná krafti í Reykjavík Kristján spjallaði einnig við Þórdísi um mál flokksins í borginni, en mikið hefur verið fjallað um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Kristján spyr hana hvort hún sé sátt við það að reynslu sé ýtt til hliðar og minnist þar sérstaklega á Kjartan Magnússon borgarfulltrúa. „Auðvitað er vont að sjá á eftir öflugu fólki sem hefur helgað sig Sjálfstæðisflokknum í langan tíma og hafði áhuga á því að sitja áfram,“ segir Þórdís og segir enn fremur að kjörnefndinni hafi verið falið mjög vandasamt verk. „Þetta var niðurstaðan og ég held að þarna sé tækifæri til að ná einhverjum krafti í Reykjavík.“
Stj.mál Tengdar fréttir Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug Arna ætlar ekki í slaginn við Þórdísi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og starfandi varaformaður ætlar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer í mars. 24. febrúar 2018 13:35 Þórdís vill verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þórdís greinir frá þessu í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 24. febrúar 2018 08:32 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Áslaug Arna ætlar ekki í slaginn við Þórdísi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og starfandi varaformaður ætlar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer í mars. 24. febrúar 2018 13:35
Þórdís vill verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þórdís greinir frá þessu í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 24. febrúar 2018 08:32