Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 13:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Víglínunni fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála því að reglum um akstursgreiðslur þingmanna verði breitt. Vill Bjarni að þær verði skýrari og gagnsæi ríki um þessar greiðslur. „Og menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu. Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá er eitthvað að,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag. Þar var hann spurður út í akstursgreiðslur þingmanna og hvort Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki notast við þær aðeins of mikið. Bjarni sagði það ekki vera sitt að dæma og honum væri ekki kunnugt um að neitt brot hafi komið í ljós. „Ég hins vegar skil það mjög vel að fólki þyki einkennilegt að einstaka þingmenn keyri tugi þúsunda kílómetra og það séu engin ytri mörk á því hversu mikið af því sé hægt að fá endurgreitt, og það er komið upp núna. Það þýðir ekki að reglurnar hafa verið brotnar en það getur hins vegar vel verið að reglurnar hafi verið of óskýrar eða of lausbundna,“ sagði Bjarni. Hann var spurður hvort að reglurnar væru of gjafmildar en Bjarni vildi ekki segja það. „Vegna þess að þingmannsstarfið er engin venjuleg vinna. Sumir þingmenn, og ég hef kynnst nokkrum á mínum ferli, eru stanslaust á ferðinni að hitta fólk . Það koma varla saman tveir menn í héraði án þess að þingmaðurinn sé mættur til að taka þátt í samtalinu.“ Hann sagðist ekki vilja einsleitni í hóp þingmanna. „Ég styð til dæmis þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með sem tryggir að við fáum fulltrúa landsbyggðarinnar inn á þingið þó að meirihluti þingmanna komi héðan af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Ég elska þegar ég sé fjölbreytni í svona reynslu og svona áherslum frá þingmönnum.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála því að reglum um akstursgreiðslur þingmanna verði breitt. Vill Bjarni að þær verði skýrari og gagnsæi ríki um þessar greiðslur. „Og menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu. Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá er eitthvað að,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag. Þar var hann spurður út í akstursgreiðslur þingmanna og hvort Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki notast við þær aðeins of mikið. Bjarni sagði það ekki vera sitt að dæma og honum væri ekki kunnugt um að neitt brot hafi komið í ljós. „Ég hins vegar skil það mjög vel að fólki þyki einkennilegt að einstaka þingmenn keyri tugi þúsunda kílómetra og það séu engin ytri mörk á því hversu mikið af því sé hægt að fá endurgreitt, og það er komið upp núna. Það þýðir ekki að reglurnar hafa verið brotnar en það getur hins vegar vel verið að reglurnar hafi verið of óskýrar eða of lausbundna,“ sagði Bjarni. Hann var spurður hvort að reglurnar væru of gjafmildar en Bjarni vildi ekki segja það. „Vegna þess að þingmannsstarfið er engin venjuleg vinna. Sumir þingmenn, og ég hef kynnst nokkrum á mínum ferli, eru stanslaust á ferðinni að hitta fólk . Það koma varla saman tveir menn í héraði án þess að þingmaðurinn sé mættur til að taka þátt í samtalinu.“ Hann sagðist ekki vilja einsleitni í hóp þingmanna. „Ég styð til dæmis þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með sem tryggir að við fáum fulltrúa landsbyggðarinnar inn á þingið þó að meirihluti þingmanna komi héðan af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Ég elska þegar ég sé fjölbreytni í svona reynslu og svona áherslum frá þingmönnum.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00
Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08