Sannleikurinn kostaði Cuban meira en 60 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 11:15 Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks. Vísir/Getty Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, fékk stóra sekt frá yfirmanni NBA-deildarinni í gær og það fyrir að segja sannleikann og tala um hlut sem enginn er í vafa um að tíðkist í deildinni. Cuban þarf að borga 600 þúsund dollara fyrir orðin sem hann lét falla fyrr í vikunni. Hann sagðist þá hafa beðið leikmenn Dallas liðsins um að tapa leikjum svo félagið fengi betri stað í nýliðavalinu í sumar. Cuban talaði jafnframt um það að hann hafi bara viljað koma hreint fram og segja sannleikann. „Ég á líklega ekki að segja frá þessu en ég fór í mat með nokkrum leikmönnum liðsins um daginn. Við erum ekki að keppa um sæti í úrslitakeppninni og ég sagði við þá að það besta sem gæti komið fyrir liðið núna væri að tapa sem flestum leikjum. Yfirmaður NBA-deildarinnar verður ekki ánægður að heyra þetta,“ sagði Mark Cuban og hann hitti naglann á höfuðið þar.Mavs owner Mark Cuban hit with a $600,000 fine for his recent comments about tanking on a podcast with Dr. J ... https://t.co/i9XoKrQYLS — Marc Stein (@TheSteinLine) February 21, 2018 600 þúsund dollarar eru meira en 60 milljónir íslenskra króna. Þetta er enn ein sektin sem Cuban fær á ferlinum en hann hefur aldrei verið hræddur við að tjá sig frjálslega um það sem honum líkar ekki. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, sagði að sektin væri vegna þess að orð Mark Cuban hafi verið skaðleg fyrir deildina. Darren Rovell kom með sitt sjónarhorn á sektina á Twitter og þá virka 60 milljónir kannski ekki svo mikill peningur, fyrir Cuban þar að segja.Fining Mark Cuban $600,000 on his net worth of $3.7 billion is the equivalent of fining the average American $28. — Darren Rovell (@darrenrovell) February 21, 2018 Mark Cuban er margfaldur milljarðamæringur og virði 3,7 milljarða dollara. Þannig að hlutfallslega var hann því aðeins að fá 28 dollara sekt miðað við meðal Bandaríkjamann. Cuban hefur þó ekki tekist að sannfæra stórstjörnuna Dirk Nowitzki um að tapa leikjum viljandi. „Það myndi ég aldrei líða. Þannig maður er ég ekki,“ sagði Nowitzki. NBA Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, fékk stóra sekt frá yfirmanni NBA-deildarinni í gær og það fyrir að segja sannleikann og tala um hlut sem enginn er í vafa um að tíðkist í deildinni. Cuban þarf að borga 600 þúsund dollara fyrir orðin sem hann lét falla fyrr í vikunni. Hann sagðist þá hafa beðið leikmenn Dallas liðsins um að tapa leikjum svo félagið fengi betri stað í nýliðavalinu í sumar. Cuban talaði jafnframt um það að hann hafi bara viljað koma hreint fram og segja sannleikann. „Ég á líklega ekki að segja frá þessu en ég fór í mat með nokkrum leikmönnum liðsins um daginn. Við erum ekki að keppa um sæti í úrslitakeppninni og ég sagði við þá að það besta sem gæti komið fyrir liðið núna væri að tapa sem flestum leikjum. Yfirmaður NBA-deildarinnar verður ekki ánægður að heyra þetta,“ sagði Mark Cuban og hann hitti naglann á höfuðið þar.Mavs owner Mark Cuban hit with a $600,000 fine for his recent comments about tanking on a podcast with Dr. J ... https://t.co/i9XoKrQYLS — Marc Stein (@TheSteinLine) February 21, 2018 600 þúsund dollarar eru meira en 60 milljónir íslenskra króna. Þetta er enn ein sektin sem Cuban fær á ferlinum en hann hefur aldrei verið hræddur við að tjá sig frjálslega um það sem honum líkar ekki. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, sagði að sektin væri vegna þess að orð Mark Cuban hafi verið skaðleg fyrir deildina. Darren Rovell kom með sitt sjónarhorn á sektina á Twitter og þá virka 60 milljónir kannski ekki svo mikill peningur, fyrir Cuban þar að segja.Fining Mark Cuban $600,000 on his net worth of $3.7 billion is the equivalent of fining the average American $28. — Darren Rovell (@darrenrovell) February 21, 2018 Mark Cuban er margfaldur milljarðamæringur og virði 3,7 milljarða dollara. Þannig að hlutfallslega var hann því aðeins að fá 28 dollara sekt miðað við meðal Bandaríkjamann. Cuban hefur þó ekki tekist að sannfæra stórstjörnuna Dirk Nowitzki um að tapa leikjum viljandi. „Það myndi ég aldrei líða. Þannig maður er ég ekki,“ sagði Nowitzki.
NBA Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum