Sannleikurinn kostaði Cuban meira en 60 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 11:15 Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks. Vísir/Getty Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, fékk stóra sekt frá yfirmanni NBA-deildarinni í gær og það fyrir að segja sannleikann og tala um hlut sem enginn er í vafa um að tíðkist í deildinni. Cuban þarf að borga 600 þúsund dollara fyrir orðin sem hann lét falla fyrr í vikunni. Hann sagðist þá hafa beðið leikmenn Dallas liðsins um að tapa leikjum svo félagið fengi betri stað í nýliðavalinu í sumar. Cuban talaði jafnframt um það að hann hafi bara viljað koma hreint fram og segja sannleikann. „Ég á líklega ekki að segja frá þessu en ég fór í mat með nokkrum leikmönnum liðsins um daginn. Við erum ekki að keppa um sæti í úrslitakeppninni og ég sagði við þá að það besta sem gæti komið fyrir liðið núna væri að tapa sem flestum leikjum. Yfirmaður NBA-deildarinnar verður ekki ánægður að heyra þetta,“ sagði Mark Cuban og hann hitti naglann á höfuðið þar.Mavs owner Mark Cuban hit with a $600,000 fine for his recent comments about tanking on a podcast with Dr. J ... https://t.co/i9XoKrQYLS — Marc Stein (@TheSteinLine) February 21, 2018 600 þúsund dollarar eru meira en 60 milljónir íslenskra króna. Þetta er enn ein sektin sem Cuban fær á ferlinum en hann hefur aldrei verið hræddur við að tjá sig frjálslega um það sem honum líkar ekki. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, sagði að sektin væri vegna þess að orð Mark Cuban hafi verið skaðleg fyrir deildina. Darren Rovell kom með sitt sjónarhorn á sektina á Twitter og þá virka 60 milljónir kannski ekki svo mikill peningur, fyrir Cuban þar að segja.Fining Mark Cuban $600,000 on his net worth of $3.7 billion is the equivalent of fining the average American $28. — Darren Rovell (@darrenrovell) February 21, 2018 Mark Cuban er margfaldur milljarðamæringur og virði 3,7 milljarða dollara. Þannig að hlutfallslega var hann því aðeins að fá 28 dollara sekt miðað við meðal Bandaríkjamann. Cuban hefur þó ekki tekist að sannfæra stórstjörnuna Dirk Nowitzki um að tapa leikjum viljandi. „Það myndi ég aldrei líða. Þannig maður er ég ekki,“ sagði Nowitzki. NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, fékk stóra sekt frá yfirmanni NBA-deildarinni í gær og það fyrir að segja sannleikann og tala um hlut sem enginn er í vafa um að tíðkist í deildinni. Cuban þarf að borga 600 þúsund dollara fyrir orðin sem hann lét falla fyrr í vikunni. Hann sagðist þá hafa beðið leikmenn Dallas liðsins um að tapa leikjum svo félagið fengi betri stað í nýliðavalinu í sumar. Cuban talaði jafnframt um það að hann hafi bara viljað koma hreint fram og segja sannleikann. „Ég á líklega ekki að segja frá þessu en ég fór í mat með nokkrum leikmönnum liðsins um daginn. Við erum ekki að keppa um sæti í úrslitakeppninni og ég sagði við þá að það besta sem gæti komið fyrir liðið núna væri að tapa sem flestum leikjum. Yfirmaður NBA-deildarinnar verður ekki ánægður að heyra þetta,“ sagði Mark Cuban og hann hitti naglann á höfuðið þar.Mavs owner Mark Cuban hit with a $600,000 fine for his recent comments about tanking on a podcast with Dr. J ... https://t.co/i9XoKrQYLS — Marc Stein (@TheSteinLine) February 21, 2018 600 þúsund dollarar eru meira en 60 milljónir íslenskra króna. Þetta er enn ein sektin sem Cuban fær á ferlinum en hann hefur aldrei verið hræddur við að tjá sig frjálslega um það sem honum líkar ekki. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, sagði að sektin væri vegna þess að orð Mark Cuban hafi verið skaðleg fyrir deildina. Darren Rovell kom með sitt sjónarhorn á sektina á Twitter og þá virka 60 milljónir kannski ekki svo mikill peningur, fyrir Cuban þar að segja.Fining Mark Cuban $600,000 on his net worth of $3.7 billion is the equivalent of fining the average American $28. — Darren Rovell (@darrenrovell) February 21, 2018 Mark Cuban er margfaldur milljarðamæringur og virði 3,7 milljarða dollara. Þannig að hlutfallslega var hann því aðeins að fá 28 dollara sekt miðað við meðal Bandaríkjamann. Cuban hefur þó ekki tekist að sannfæra stórstjörnuna Dirk Nowitzki um að tapa leikjum viljandi. „Það myndi ég aldrei líða. Þannig maður er ég ekki,“ sagði Nowitzki.
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira