Var að selja krakk en komst inn í NBA-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2018 22:00 Francis segir sínum mönnum í Rockets til. vísir/getty Fyrrum NBA-stjarnan Steve Francis var sjálfur hissa á því að hafa komist í NBA-deildina á sínum tíma enda var hann krakksali nokkrum árum áður en hann komst í deildina. Francis kom inn í deildina árið 1999 og sló í gegn hjá Houston Rockets. Þar var hann í fimm ár áður en hann fór til Orlando og NY Knicks. Hann tók svo eitt lokaár hjá Rockets tímabilið 2007-08 áður en hann hætti í boltanum. Hann reif reyndar skóna fram árið 2010 til þess að spila í Kína og næla sér í smá pening í leiðinni. „Ég gleymi aldrei að vera í flugvélinni með Rockets og Hakeem Olajuwon segir við mig að við séum að fara að versla kasmír-jakkaföt saman. Ég var líka að fara að spila við Gary Payton. Fjórum árum áður stóð ég á götuhorni að selja krakk,“ sagði Francis í flottri opinberun við Players Tribune þar sem leikmenn stíga fram og segja magnaða sögu sína. Francis er alinn upp í Washington D.C. á þeim tíma sem allir voru á krakki. Faðir hans sat í fangelsi og móðir hans var látin. Það var því bara gatan sem beið hans. „Krakkið eyðilagði samfélagið okkar. Þetta var eins og plága. Ég horfði á það, upplifði það og seldi það.“Francis er hann kom til Kína til þess að klára ferilinn. Frekar lifaður.vísir/gettyHann var ekki eins mikið í körfubolta og aðrir. Spilaði varla í framhaldsskóla og komst svo inn í lítinn skóla í Texas. Þar sá Maryland hann spila og tók hann yfir. Það endaði með því að Francis fór annar í nýliðavalinu árið 1999. „18 ára gamall er ég að selja dóp út á götuhorni og það er verið að ræna mig og beina að mér byssum. 22 ára er ég svo kominn í NBA-deildina,“ sagði Francis sem sló strax í gegn og var valinn nýliði ársins í deildinni. Eftir nokkur góð ár hjá Rockets var Francis skipt til Orlando Magic fyrir Tracy McGrady árið 2004. Tveimur árum síðar var hann sendur til NY Knicks fyrir Penny Hardaway. Fljótlega eftir það var eins og Francis hefði horfið af yfirborði jarðar. „Ég veit að margir voru að spyrja hvað í fjandanum hefði orðið um Steve Francis? Það var samt erfitt að lesa tómt bull á netinu um að ég væri farinn í krakkið. Ég seldi krakk en ég notaði það aldrei,“ segir Francis. „Ég var aftur að móti að drekka mjög mikið. Það getur verið jafn slæmt. Ég týndi mér í ruglinu en fór svo í meðferð.“ NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Fyrrum NBA-stjarnan Steve Francis var sjálfur hissa á því að hafa komist í NBA-deildina á sínum tíma enda var hann krakksali nokkrum árum áður en hann komst í deildina. Francis kom inn í deildina árið 1999 og sló í gegn hjá Houston Rockets. Þar var hann í fimm ár áður en hann fór til Orlando og NY Knicks. Hann tók svo eitt lokaár hjá Rockets tímabilið 2007-08 áður en hann hætti í boltanum. Hann reif reyndar skóna fram árið 2010 til þess að spila í Kína og næla sér í smá pening í leiðinni. „Ég gleymi aldrei að vera í flugvélinni með Rockets og Hakeem Olajuwon segir við mig að við séum að fara að versla kasmír-jakkaföt saman. Ég var líka að fara að spila við Gary Payton. Fjórum árum áður stóð ég á götuhorni að selja krakk,“ sagði Francis í flottri opinberun við Players Tribune þar sem leikmenn stíga fram og segja magnaða sögu sína. Francis er alinn upp í Washington D.C. á þeim tíma sem allir voru á krakki. Faðir hans sat í fangelsi og móðir hans var látin. Það var því bara gatan sem beið hans. „Krakkið eyðilagði samfélagið okkar. Þetta var eins og plága. Ég horfði á það, upplifði það og seldi það.“Francis er hann kom til Kína til þess að klára ferilinn. Frekar lifaður.vísir/gettyHann var ekki eins mikið í körfubolta og aðrir. Spilaði varla í framhaldsskóla og komst svo inn í lítinn skóla í Texas. Þar sá Maryland hann spila og tók hann yfir. Það endaði með því að Francis fór annar í nýliðavalinu árið 1999. „18 ára gamall er ég að selja dóp út á götuhorni og það er verið að ræna mig og beina að mér byssum. 22 ára er ég svo kominn í NBA-deildina,“ sagði Francis sem sló strax í gegn og var valinn nýliði ársins í deildinni. Eftir nokkur góð ár hjá Rockets var Francis skipt til Orlando Magic fyrir Tracy McGrady árið 2004. Tveimur árum síðar var hann sendur til NY Knicks fyrir Penny Hardaway. Fljótlega eftir það var eins og Francis hefði horfið af yfirborði jarðar. „Ég veit að margir voru að spyrja hvað í fjandanum hefði orðið um Steve Francis? Það var samt erfitt að lesa tómt bull á netinu um að ég væri farinn í krakkið. Ég seldi krakk en ég notaði það aldrei,“ segir Francis. „Ég var aftur að móti að drekka mjög mikið. Það getur verið jafn slæmt. Ég týndi mér í ruglinu en fór svo í meðferð.“
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira